Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 28

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 uöi er þaö sem stendur eftir fyrir mér einstök frammistaða allra hljóm- sveitarmeölima. En ég skal ekki leggja mat á sjálfan mig. Platan veröur bæöi kraftmikil og svolít- iö aggressíf," sagöi einar ÖRN BENEDIKTSSON SÖngv- ari um nýjasta afkvæmiö. Heyrst hefur aö platan heiti „FUCK DANCE LETS art", en Einar Örn vildi ekki staöfesta þaö. Ann- aö nafn og ekki síður skondiö: terminator iii ... Þaö er ekki þara egill ól- afsson sem verður sóló á hljómplötumarkaönum fyrirjólin. Einsog segirfrá í PRESSUNNI í dag send- ir Grafík-trymbillinn rafn jónsson frá sér fyrstu sólóplötu sína og einnig eru væntanlegar plötur frá þeim eyjólfi krist- jánssyni og karli örvars- syni, litla þróöur grétars i Stjórninni. Plata Karls hefur veriö lengi í deigl- unni, því til stóö aö hún kæmi út fyrir síðustu jól... Ekki er enn búiö aö fast- negla útgáfudag fyrir nýja plötu sykurmol- anna, en líklega kemur hún út fljótlega eftir ára- mót og verður fylgt úr hlaöi meö smáskífu. Hljómsveitin hefur lokiö viö hljóðblöndun og nú stendur einungis upp á útgefandann aö koma plötunni frá sér. Eftir vel- gengni i kjölfar fyrstu plötu sinnar, Life's too good, máttu Molarnir þola nokkuö haröa gagn- rýni. Nú reynir því virki- lega á. „Eftir aö hafa unn- iö aö plötunni í þrjá mán- Parle vú franse? Brennu- vínus mersíl Á sunnudag- inn skrepp ég að hitta Jack vin minn Lang, sendiherra Frakklands á íslandi, og Jacqueline, hina hrífandi konu hans. Þau standa fyrir sýningu ungra listamanna á Vesturgötu 17. Þar verða veitingar í boði: það stend- ur á boðsmiðanum sem ég nappaði úr póstkassa ná- granna míns. Og allt franska snobbgengiö verð- ur þar. Ó revúa! UppÁlnAlds VÍNÍð Haukur Lárus Hauksson BLAÐAMAÐUR ,, Þaö er upp og ofun hvaöa vín er i meslu uppáhaldi hjá mér. Ef óg tek miö af þvi hvaöa áfengi ég hef drukkiö mesl af i sumar þá nefni ég ís- lenskl brennivín. Öl lelsl sennilega ekki til víns eöa áfengis en ég drekk mikiö öl. Annars er gotl viskí og kon- iak kjölfeslan í drykkju minni." KGB er ekki enn búiö að gefa upp alla von. Á laugardaginn ætla þessi illa þokkuðu sam- tök að slá í gegn á Blúsbarn- um. Þeir sem sjá um tregann og Gulag-sveifluna eru; Krist- ján Guðmundsson, Stein- grímur Guðmundsson og Stefán Ingólfsson. Tríó Björns Thoroddsen leikur Ijúfan djass á Blúsbarnum á sunnudagskvöldið. Með Birni spila Bjarni Sveinbjörnsson og gamla brýnið Guömundur Steingrímsson. Það er hér með hægt að bóka fjörá Tveimur vinum — einsog endranær. Á fimmtudags- kvöldið leikur Stallah-hú, splunkunýtt brassband, sem flytur sveiflu, dixie, ballöður og þekkt lög úr kvikmyndum fjórða og fimmta áratugarins. Skemmtileg nýbreytni. Á föstudags- og laugar- dagskvöld eru það hinir harö- snúnu Busar frá Stykkishólmi sem sýna Reykvikingum af hverju Vestlendingar og Dóra Einars dýrka þá. Og byggðastefnan heldur áfram á Tveimur vinum á sunnudagskvöldið þegar Rot- þró frá Húsavík mætir á svæð- ið með jarðýtuþungt norður- hjararokk. Vá! í kvöld, fimmtudagskvöld, veröur Rokkabillíhand Reykja- vikur á Gauki á Stöng. Fjörugt band. Á föstudag og laugar- THE GOVERNMENT Ríkisstjórn sem boðar rokk og fönk en engin þjónustugjöld. Bara 800 króna aðgangseyri. BRESKfi ÚTQÁFfiN fíF STJÓRNINNI Viljið þið heyra í upp- djössuðum Johnny Rotten og Puplic Image Ltd? Ykkur stendur það ekki til boða en eitthvað á þessa leið hefur tónlist hljómsveitarinn- ar The Government verið lýst. Þetta er bresk grúppa sem er að vinna sér nafn og hefur tekist það, — en bara í Svíþjóð og Noregi fram til þessa. Umsagnir í bresku pressunni lofa hins vegar góðu um að henni takist að leggja einhverjar virðulegri popplendur að fótum sér inn- an tíðar. Og strákarnir í The Govern- ment vildu koma til fslands. Sjálfsagt vegna þess að þeir höfðu heyrt af velgengni Stjórnarinnar, — sem verður að teljast systursveit hennar af nöfnum að ráða. Þeir spila djassað pönk með fönksveiflu. Og eru víst rífandi góðir á tónleikum. Taka gamla standarda eftir kappa á borð við Bowie, Hendrix, Rolling Stones og T- Rex. Þeir standa því báðum fótum á kafi í rokksögunni. „Þetta er ríkisstjórn sem fær mann til að trúa því að rokk og fönk geti lifað ham- ingjusöm til æviloka," sagði rokkblaðið l-D um The Go- vernment. Fyrsta frumsýningin í haust (Indirleikur við morð Á laugardaginn frumsýnir Alþýðuleikhúsið leikritið Undirleikur við morð eftir David Pownall. Þetta er gamanleikrit með dramatísk- um undirtón, þar sem segir frá tveimur tónskáldum sem uppi voru með þrjúhundruð ára millibili: ítalanum Carlo Gesualdo (1564—1612) og Bretanum Peter Warlock (1894—1930), lífi þeirra hvors um sig og tengslum — bæði í þessum heimi og öðrum. Höf- undur veltir fyrir sér eilífðar- spurningum á borð við hvar uppsprettu sköpunarkrafts- ins sé að finna, hverju lista- maðurinn eigi að fórna á alt- ari listarinnar og hvort fórn- irnar séu á endanum fyrir- hafnarinnar virði. Þá eru ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ Viðar Eggertsson ferómjúkum hönd- um um Hjálmar Hjálmarsson í Undirleik við morð. hlutverki þeirra sem hafa lifi- brauð sitt af umfjöllun um listirnar gerð gráglettin skil í verkinu. Leikendur í sýningunni er Bryndís Petra Bragadóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Jór- unn Sigurðardóttir, Viðar Eggertsson og Þorsteinn Backmann. Umsjón með tónlist er í höndum Árna Harðarson- ar, leikmynd gerir Elín Edda Árnadóttir, búninga hannar Alda Sigurðardóttir, lýs- ingu stjórnar Björn Berg- steinn Guðmundsson og leikstjóri er Hávar Sigur- jónsson. Undirleikur við morð verð- ur sýndur í Hlaðvarpanum við Vesturgötu. Komið og sjá- ið. jbbcutma ditut&i PRESSAN bað Árna Sig- urðsson verslunarmann að vera gestgjafa í ímynd- uðu kvöldverðarboði þessa vikuna. Gestir Árna eru: lan Anderson söngvari Jethro Tull, til að ræða laxeldi og tónlist. Jesús Kristur til að ræða dýpri rök til- verunnar. Harold Pinter til þess að þegja. Kenny Dalglish til að fá ráð hans um það hvernig stilla má upp Kfí-liðinu. Boris Jeltsín til að passa upp á að allt fari lýðræðislega fram. Sjöfn Þórðardóttir til að spyrja réttu spurninganna. Cyril Scott hann hefur svör við öllu. Steinar Thor Friðriksson, sá sem seldi fatafellurnar / Kringlunni, er nú byrjaður að selja bindi niðri Austurstræti. Að öðrum torgsölumönnum ólöstuðum er Steinar ábyggi- lega best klæddur þeirra allra. Þar sem hann stendur eitur- finn og elegant við bindis- standinn sinn vantar ekkert uppá að þar sé komið glæsi- legasta eintak bæjarins afinn- anbúðarmanni / herrafata- verslun, — nema herrafata- búðina sjálfa. JzCatatt DIRE STRAITS / ON EVERY STREET Satt að segja var ekki við miklu að búast eft- ir að smáskífan „Call- ing Elvis" kom út. En þrátt fyrir tvö lög í stíl „Money for Nothing" (?!) er nýja platan djúp og þung, f anda „Love over Gold" — sem er hið besta mál. Verður betri við hverja hlust- un. Og viö gefum henni hvorki meira né minna en 9 af 10. dag treður svo Galíleó upp á Gauknum: eitt þrautreynd- asta barband bæjarins. Á sunnudag og manudag er það hin bráðathyglisverða Fríða sársauki sem leiðir fólk inn í nýja viku. Þriðjudag og mið- vikudag? Sjálft Sniglabandið. NÆTURLÍFIÐ__________________ Bjöggi, Anna Vilhjálms og Eyfi Kristjáns i rokkabillí-sveiflu, sjávarréttatrió og sælkera- kaka, Ijósasjó, diskó, hljóm- sveit og fatafella. Þetta er kokkteillinn sem Hótel ísland býður upp á og ekki furða þótt einhverjum svelgist á. Tillaga okkar er sú að Hótel ísland gangi alla leið og komi sér upp Can Can-danshópi, láti þyrlu lenda á sviðinu og selji kampavínið á 25 þúsund kall. Flytji Lídó, Crazy Horse og Mo- ulin Rouge til Islands. Kjörin skemmtun fyrir túrhesta; bæði ekta og þá sem eru alltaf túrhestar, sama hversu inn- fæddir þeir eru. VEITINGAHÚSIN Grillhús Guðmundar var fyrír viku opnað þar sem Jarlinn var áður, i Tryggvagötu undir Glaumbar. Að stofni til em innréttingamar þær sömu og á Jarlinum en staðurinn hefur þó nokkuð breytt um svip vegna veggjaskrauts og „pill- erís" í anda fyrri hluta sjöunda áratugarins. Maturinn er am- eriskur skyndibiti. Miðað við reynsluna fyrstu dagana er hvergi hægt að fá betri slíkan í bænum, — nema helst á Hard Rock. Á Hard Rock er hins vegar uppþvottavél og diskar en í Grillhúsi Guð- mundar eru plastkörfur og hamborgararnir stýfðir úr hnefa. Ef körfurnar færu og diskarnir kæmu í staðinn væri Grillhús Guðmundar hin ánægjulegasta viðbót við veitingahúsin í miðbænum. Núna borðar maður þar á hlaupum eins og á öðrum skyndibitastöðum. LÁRÉTT: 1 prófastar 6 askja 11 veikja 12 folald 13 lömdu 15 konung- ar 17 eyrnamark 18 viðbit 20 krap 21 vætlir 23 mysa 24 mætur 25 afkomandi 27 öndin 28 farartæki 29 hryggs 32 minnis 36 fen 37 hross 39 kássa 40 stöng 41 hæfa 43 eira 44 skrautgirni 46 strjálings 48 enni 49 lokki 50 tvískinnungur 51 kjafti. LÓÐRÉTT: 1 assan 2 félagsskapurinn 3 gröf 4 umboðssvæðis 5 bel- jaka 6 flík 7 hagur 8 reik 9 ríki 10 forin 14 ekki 16 smásíld 19 stálma 22 vatnatíta 24 ódrukknum 26 hækkun 27 Ásynja 29 hlaðar 30 feng- ur 31 þrábiðji 33 kaupið 34 skip 35 vargi 37 friðsöm 38 hert 41 móðu 42 hermir 45 ábreiðu 47 flökta.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.