Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 15

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 15
15 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 HLUHIfE IBSIFÆRTIMBUR MEB VALDI í ANNAfi SINN Hlutafélagaskrá hefur í tví- gang þurft að leiörétta skrád hlutafé í Osi hf.-húseiningum á þessu ári. Forrádamenn fyr- irtœkisins hafa tvisvar til- kynnt aukningu hlutafjár úr 500 þúsund krónum í 70 milljónir og fimm hundrud þúsund. I hvorugt skiptid hafa nœgar skýringar fylgt. Fyrsta tilkynning frá fyrir- tækinu kom snemma á þessu ári. Hún var tekin góð og gild og hlutafjáraukningin skráð samkvæmt henni. Fljótlega kom í ljós að ekki var staðið að aukningunni lögum sam- kvæmt. ítrekað voru forráða- menn fyrirtækisins beðnir að uppfylla þau skilyrði sem á vantaði. Þegar ljóst var að þeir ætluðu ekki að verða við óskum Hlutafélagaskrár var hlutaféð fært niður í það sem það áður var, það er hálf milljón. Eftir að það hafði verið gert, og búið að fjalla um mál- ið í fjölmiðlum, barst Hlutafé- lagaskrá önnur tilkynning, sama efnis og hin fyrri. í nýrri tilkynningunni var sagt að hlutafélagið Háteigur hefði skráð sig fyrir nærri allri hlutafjáraukningunni og að það félag hefði þegar greitt hluta þess hlutafjár sem það hygðist kaupa. Eftir þessa fullyrðingu var hlutafé í Ósi-húseiningum skráð 70.500 krónur. Ekki þóttu öll gögn nógu traustvekjandi og fyrir at- beina viðskiptaráðuneytisins var hlutaféð enn á ný skráð 500 þúsund krónur. Sam- kvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er enn verið að kanna þau gögn sem fylgdu með tilkynningunni frá Ósi-húseiningum. ' Skiptafundur í þrotabúi Óss hf. verður næsta mánudag. Á þeim fundi verður lögð fram skýrsla löggilts endurskoð- anda sem farið hefur yfir við- skipti milli gjaldþrotafyrir- tækisins Óss hf. og Óss hf.-húseininga. Þessi fyrir- tæki eru nánast í eigu sömu aðila. Á fundinum verður, að öllum Iíkindum, tekin ákvörðun um að óska opin- berrar rannsóknar á viðskipt- um félaganna. Eins og áður hefur komið fram í PRESSUNNI hefur skuldabréf upp á 58 milljónir króna hvergi komið frarr Skuldabréfið átti að vera hluti af greiðslu Óss-húseininga vegna kaupa á lager Óss hf. Á skiptafundi í þrotabúi Oss hf. verður tekin ákvörðun um hvort óskað verður opinberrar rannsóknar á gerðum Ólafs Björnssonar í Ósi. Viðskiptaráðuneytið hefur nú til meðferðar sölu á hlutafé í Ósi hf.-húseiningum. Landsbankinn keypfl veðsetlu tækin fynin 400 milljónir Landsbanki fslands hefur keypt tœki og annan búnad Álafoss á Akureyri fyrir 400 milljónir króna. Ekki kom til þess aö bankinn þyrfti aö snara út peningum vegna kaupanna, þar sem eignirnar voru allar veösettar bankan- um aö fullu. Segja má að bankinn hafi því leyst til sín ved. Sverrir Hermannsson og félagar í Landsbankan- hafa keypt hluta af Alafossi. Þeir reyna nú að endurseija þessar eignir. urn Kaupverðið, 400 milljónir, kemur öðrum kröfuhöfum í þrotabú Álafoss ekki til góða, þar sem fyrst er gert upp við veðkröfuhafa, sem er Lands- bankinn í þessu tilfelli. Lands- bankinn er enn leigutaki að hluta Álafoss en hefur, eins og áður sagði, keypt hluta fyrirtækisins. Nú standa yfir samninga- viðræður milli Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðar og Lands- bankans um kaup á eignum bankans í verksmiðjum Ala- foss á Akureyri. Verið er að safna hlutafé í nýtt félag sem áætlað er að taki við rekstrin- um af Landsbankanum. Þá bendir allt til að Byggða- stofnun verði í dag gert tilboð í ullarþvottastöð Álafoss í Hveragerði og í banddeildina í Mosfellsbæ. Ekki er enn ljóst hversu miklar kröfur munu berast í þrotabú Álafoss, þar sem enn er mánuður eftir af kröfulýs- ingafresti. Hitt hefur verið vitað lengi að nánast ekkert fæst upp í aðrar kröfur en veðkröfur, en þar eru þrír lán- ardrottnar í aðalhlutverkum, Landsbankinn, Byggðastofn- un og Framkvæmdasjóður. „Hreinn tekur tilveruna alltof alvarlega og hann er viðkvæmur fyrir sjálfum sér,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Mér þykir hann stundum fulleinsýnn og það þarf stundum nokkra lagni til að umgangast hann,“ segir Björn Líndal. „Hann mætti hringja í mig oftar. Svo er hann farinn að reyna að fela húmorinn og listamannshæfi- leikana í skjalatösku stjórnmálamannsins. Vonandi breytir Davíð því,“ segir Árni Sigfús- son. „Hann er fjarlægur og áþað til að vera kaldhæðinn og stífur,“ segir Ásdís Loftsdóttir hönnuður, systir Hreins. „Hann er kannski ekki fullkominn, en ég hef ekki orðið var við neina þá eiginleika hjá Hreini sem ég vildi hafa öðruvísi,“ segir Anders Hansen. „Hann kann að virka stífur og hrokafullur, en það stafar frekar af feimni en öðru,“ segir Jón Magnússon lögfræðingur. Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu vegna frétta af starfi svonefndrar „Fortíðarvandanefndar", sem Hreinn stýrir. „Hreinn er Skemmtilegur í góðra vina hópi, greindur, ritfær og harðpólitískur," segir Hann- es Hólmsteinn Gissurarson lektor. „Hann er ansi skemmtilegur náungi og greindur. Maður sem lýkur þeim verkefnum sem hann byrjar á,“ segir Björn Líndal aðstoðarbankastjóri, fyrrum vinnufélagi Hreins. „Mjög vel greind- ur og einstaklega rökfastur. Góður húmoristi með miklar en duldar listamannstilhneigingar," segir Árni Sigfússon, borgarfulltrúi og æskuvinur. „Hefur gott skopskyn. Hann er staðfastur og maður veit hvar maður hefur hann," segir Ásdís Loftsdóttir hönnuður, systir Hreins. „Afskaplega heiðarlegur og vandaður. Mikill húmoristi og allra manna glað- astur á góðri stund," segir Anders Hansen, sem ritaði „Valdatafl í Valhöll“ með Hreini. „Hann var framkvæmdastjóri Heimdalls þegar ég var formaður og var duglegur og klár sem slíkur," segir Jón Magnússon lögfræðingur. Hreinn Loftsson aðstoðarmaður forsætisráðherra JJNDIR OXINNI Karl Steinar Guðnason þingmaður og varaformaður Verkamanna- sambandsins — Er eitthvað at- hugavert við að Verkamannasam- bandið mótmæli nið- urskurði og þjónustu- gjöidum? „Nei, nei. Hins vegar var verið að mótmæla sögusögnum í út- varpsfréttum, sem ég hafði ekki heyrt og sem síðan reyndust rangar. Ég vil vanda vinnubrögðin. Að auki var þarna komið aftan að manni með álykt- unargerð, sem var greinilega í pólitískum tilgangi og e.k. stjórn- arandstöðuleik." — Þú nefnir póiit- iskan tilgang. Er ekki allt eins hægt að segja að afstaða þín sé flokkspólitísk? „Þetta er ekki pólitík hjá mér, ég varað mót- mæla vinnubrögðum, sögusagnirnar reynd- ust enda rangar. Mín afstaða er einfaldlega sú að niðurskurður og sparnaður hjá ríkinu sé nauðsynlegur til að lækka vaxtastigið þannig að hægt sé að semja, því það er vaxtasprengjan sem er að sliga heimilin og fyrirtækin. Það er bara rugl að vera að mót- mæla einhverju sem ekki liggur Ijóst fyrir." — Nú samþykktu fiokkssystur þínar Guðríður Elíasdóttir og Karitas Pálsdóttir umrædda ályktun. Voru þær þá í stjórn- arandstöðuleik? „Ég ætla ekkert að segja til um það, það hefur sjáifsagt ekki verið ætlun þeirra. Ég skil tilfinningar þeirra og virði þær báðar mikils. En helmingur fundarmanna sat hjá, sem sýndi hneykslan á vinnubrögðunum og mótmæli gegn þeim. Það var þverpólitískur hópur." Karl Steinar Gudnason, vara- formadur Verkamannasam- bandsins og þingmadur Alþýdu- flokksins, hefur gagnrýnt álykt- un sem samþykkt var á fundi framkvæmdastjórnar VMSÍ um mótmæli við auknum álögum, hækkun þjónustugjalda og lækkun niöurgreiðslna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.