Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 30

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 30
Arnold Schwarzenegger leikur rukkara hjá Þjóðlífi i næstu mynd um tortímandann James Cameron FÉKK HUGMYNDINA AÐ TORTÍM ANDANUM 3 Á FERÐ UM ÍSLAND — myndin mun fjalla um inn- heimtu áskriftar að Þjóölífi Berglind Björk og Anna Ýr gáfu Hitaveitunni afrakstur tomból- unnar. Systur í Hlíðahverfinu GÁFU HITAVEITUNNI 235 KRÓNUR SEM ÞÆR SÖFNUÐU MEÐ TOMRÓLU — viljum vera góðar við Hita- veituna sem allir eru svo vcndir við, — segir Berglind Björk, 7 ára. Jón Hjaltalín Magnússon hefur nú í bígerö aö hanna gjaldkera-róbót sem hristir höfuöiö ef hann er rukkaður Jón Hjaltalín Magnússon HANNAÐI SÉRSTAKA STJÓRNAR- MANNA-RÓBÓTA FYRIR HSÍ — kinka kolli ef ýtt er á takka og ná að samþykkja mál mun hraðar en mann- eskjur 37. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 12. SEPTEMBER 1991 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR Landnámsmenn skildu eftir sig gífurlegar skuldir í Noregi — komu í Ijós í rannsókn nefndar um fortíöarvandann Bergen, 11, september „Ég hefði aldrei trúað því áður en verkið hófst hversu hrikalega djúpt þessi þjóð er sokkin,“ sagði Hreinn Loftsson, að- stoðarmaður forsætisráð- herra og formaður svo- kallaðrar fortíðarvanda- nefndar, í samtali við GULU PRESSUNA. Að sögn Hreins hefur nú komið í ljós að landnámsmennirn- ir voru á sínum tíma ekki að flýja ofríki Haralds hár- fagra heldur stinga af frá gífurlegum skuldum. „Maður er farinn að halda að þjóðinni sé það innprent- að að safna skuldum án þess að reikna með því að borga þær aftur," sagði Hreinn. Hann sagði að í ljós hefði komið að menn í Noregi ættu svimandi kröfur á afkomend- ur Ingólfs Arnarsonar, Helga magra og margra annarra landnámsmanna. Stærstu skuldina mætti þó rekja til óhóflegra og glórulausra fjár- festinga Skallagríms Kveld- úlfssonar og föður hans. „Upphaflega ákváðum við að setja okkur þau mörk að kanna vandann aftur til land- náms en þessar uppgötvanir benda til þess að rótina að vandanum megi rekja miklu lengra aftur,“ sagði Hreinn. Þá hefur og komið í ljós í at- hugun nefndarinnar að ind- íána-ættbálkar á Nýfundna- landi segja að Leifur heppni hafi slegið þá um lán á sínum tíma og hafa forsvarsmenn ættbálkanna kyrrsett vík- ingaskipið Gaiu vegna þessa máls. Gífurlega skuldsetningu ís- lenska þjóðarbúsins má rekja allt aftur til tima landnáms- mannanna. Enn vantar tvö púsund Áskriftarherferd GULU PRESSUNNAR MA EKKI TIL ÞESS HUGSA AÐ MISSA AF BÍLNUM — segir Grétar Björnsson stjórnarformadur Reykjavík, 12. september „Ég hef orðið var við al- mennan skilning á mark- miðum okkar, en eins og oft vill verða skortir dálít- ið á að fólk láti verkin tala,“ sagði Grétar Björns- son, stjórnarformaður GULU PRESSUNNAR, um viðbrögð lesenda við áskriftasöfnun blaðsins. „Eg má því ekki hugsa til þess hvað gerist ef við náum ekki þessum áskrifendum og tryggjum með því að stjórn- arformaður GULU PRESS- UNNAR verði ekki sjálfum sér og blaðinu til skammar á götum bæjarins," sagði Grét- ar. Að sögn Kára Elvarssonar, framkvæmdastjóra GULU PRESSUNNAR, þarf tvö þús- und nýja áskrifendur til að hægt verði að endurnýja bíl stjórnarformannsins og reka hann út árið. „Þetta hefur farið hægt af stað en ég hef trú á því að áskrifendurnir komi þegar fólk áttar sig á því að það leys- ir enginn þetta vandamál fyr- ir það,“ sagði Kári. Billinn sem Grétar hefur áhuga á. Ekki verdur af sölu á kindakjöti til Mexíkó Kindakjötið urðað í þjóðar grafreitnum á Þingvöllum Þingvöllum, 11. september „Þessi snjalla hugmynd kom hingað inn á borð ein- mitt í þeim svifum þegar við fengum fregnir af því að Mexíkanar væru hættir við að kaupa kjötið. Ég greip hana því á lofti og því betur sem ég hugsa um hana því hrifnari verð ég af henni," sagði Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra, en hann skrifaði undir reglugerð í gær sem heimilar að umframfram- leiðsla á kindakjöti verði urðuð í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. „Með þessu sláum viö í raun tvær flugur í einu höggi. Það hefur gengið erfiðlega að fá einhvern jaröaðan í jjjóðar- grafreitnum og eins höfum við átt erfitt með að koma kjötinu fyrir á virðulegan hátt," sagði Halldór. „Eg fagna þessari niður- stöðu," sagði Heimir Steins- son þjóðgarðsvörður. „Mér finnst ánægjulegt að kveðja Þingvelli með því að jarðsetja þessar kindur í grafreitnum. Það er í anda þess sess sem sauðkindin hefur skipað í lífi þjóðar vorrar og sýnir vel hug okkar til hennar." Heimir Steinsson, sóknarprestur á Þingvöllum og þjóðgarös- vörður, mun jarðsetja 1.000 tonn af kindakjöti við hátíðlega at- höfn við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Undir beltið - þar sem það er sárast askrifendur! Til að Grétar haldi bílnum þarftvö þúsund áskrifendur. Á fyrstu tveimur mánuðum herferðarinnar hafa fjórir gerst áskrifendur, en tveir sagt upp áskrift. Betur má ef duga skal! GULA PRESSAN Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfí og alhiiða þjónusta MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.