Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 Skátinn og skuggabaldurinn WFRNFR NIÚNDI ARATUGURINN VAR ÁRATUG- UR ÞEIRRA WERNERS OG HERLUFS OG EKKERT BENDIR TIL ÞESS AÐ ÞEIM MUNI FARNAST NOKKUÐ VERR Á ÞEIM TÍUNDA. ÞEIR FÉLAGAR ERU HETJUR ÍS- LENSKS VIÐSKIPTALÍFS I DAG, AT- HAFNASKÁLD OKKAR TÍMA, MENNIRN- IR SEM FRAMKVÆMA, KAUPA, EIGA OG LÁNA. VIÐ RÆÐUM UM ÞÁ I SVOLITLUM ÖFUNDARTÓN OG ERUM ALLTAF AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR OKKUR HVERNIG ÞEIR URÐU SVONA RÍKIR OG HVE RÍKIR ÞEIR ERU. EINNIG REYNUM VIÐ AÐ ÍMYNDA OKKUR HVERNIG ÞEIR I RAUN ERU, SEGJUM SÖGUR AF ÞEIM OG GLEYPUM í OKKUR ÖLL TÍÐINDI ÞEIM VIÐKOM- ANDI. Þeir félagarnir eiga ýmislegt sameiginlegt fyrir utan aö vera ríkir. Þeir eru tii að mynda báðir af erlendum ættum; Werner er af sænskum ættum en ber þýskt nafn, eins og reyndar Herluf, sem er hins vegar af dönskum kaup- mannaættum. Þeir öfluðu sér und- irstöðugóðrar menntunar án þess að leggja akademíuna fyrir sig. Werner var dúx og lærði lyfja- fræði en Herluf varð viðskipta- fræðingur. Hann lét sér aðra ein- kunn duga, enda kominn á kaf í viðskiptalífið þegar á námsárun- um. En þótt þeir eigi margt sameig- inlegt eru þeir um margt ólíkir. Werner er opinber persóna sem situr í stjórn margra fyrirtækja, talar við fjölmiðla og sinnir félags- málum. Herluf er lokaðri og í raun furðulítið áberandi miðað við um- svif, helst að hann sjáist á kvöldin á Café Óperu, sem hann reyndar á. Þessi munur á þeim félögum sést meðal annars í mismunandi glanstímaritsviðtölum þeirra. í Mannlífsviðtali gustar af Werner sem sparar ekki yfirlýsingar, talar eins og sannur athafnamaður og lætur að lokum mynda sig í faðmi fjölskyldunnar — maður sem hef- ur ekkert að fela og er augljóslega stoltur yfir ævistarfi sínu. HERLUF MEÐ KURTEISINA AÐ VOPNI Hlutirnir gengu öðruvísi fyrir sig þegar Heimsmynd fjallaði um Herluf. Hann hafnaði viðtali og féllst aðeins á að svara nokkrum spurningum þar sem hann segir í raun fátt. — Og þegar kom að myndatökunni samþykkti Herluf með þögninni að ljósmyndari mætti sitja fyrir honum. Að stilla sér upp var af og frá. Þegar blaðamaður PRESSUNN- AR bað um að fá að mynda hann fékk hann kurteislegt afsvar. Kurt- eisin er reyndar einkennandi fyrir hann, svo mjög að jaðrar við feimni. Það kemur reyndar heim og saman við þær lýsingar sem fást af honum, flestum kemur saman um að hann sé í raun hlé- drægur og feiminn. Einn viðmæl- enda, sem gjarnan vill leita sál- fræðilegra skýringa, sagði að hann virtist ekki vera með sjálfsímynd- ina á hreinu. Ósagt skal látið hvort það segir nokkuð, en það má gjarnan fljóta með. „Hann er að eðlisfari lokaður persónuleiki sem hleypir engum inn á sig. í sjálfu sér getur maður ekki annað en kunnað vel við hann. Þá fer ekki á milli mála að hann er snillingur sem fjármála- maður," sagði maður úr veitinga- húsaheiminum sem átt hefur við- skipti við Herluf. Annar lýsir hon- um á eftirfarandi hátt: „Hann er ákaflega þægilegur maður en hef- ur smáborgaralegan smekk. Hann er ekki maður mikilla hugsana þegar kemur út fyrir bissness- heiminn." Það er einmitt í viðskiptaheim- inum sem hann er kóngur og þá sérstaklega smáviðskiptaheimin- um. Hann stundar sveigjanlega lánastarfsemi sem beinist helst að fataverslunum og veitingastöðum. „Það verður að segjast eins og er að það fer enginn til hans ótil- neyddur. Mér finnst stundum að það sé eins og upphafið að enda- lokunum að leita til hans,“ sagði kaupmaður á Laugaveginum. Það eru hins vegar engin klögumál í gangi út af honum — enginn virð- ist telja hann upphaf allra sinna hörmunga, eins og sumir mundu ætla. SKATINN OG FRÍMÚRARINN WERNER Werner er félagsmálatröll, enda vanalega lýst sem félagslyndum dreng af þeim sem til þekkja. Hér má sjá dæmi um athafnasemi þeirra Herlufs og Werners hlið við hlið. Herluf á veitingastaðinn Café Óperu en fyrirtækjagleypirinn Werner er nýbú- inn að næla sér í gleðihúsið Berlín. Hann hefur reyndar fyrst og fremst einbeitt sér að félagsmálum apótekara — nánast gegnt öllum embættum sem nöfnum tjáir að nefna í þeim félagsskap. Sama hvort um er að ræða formennsku í Apótekarafélagi Islands eða setu í stjórn lífeyrissjóðs þeirra; alls staðar hefur Werner verið, einnig í norrænum félögum apótekara. Sömuleiðis hefur hann setið í lyfjaverðlagsnefnd, sem hlýtur að teljast praktískt fyrir svo mikilvirk- an lyfsala og lyfjaframleiðanda. En hann lætur praktísk félags- mál ekki nægja. Hann hefur einn- ig verið skáti og var í stjórn Skáta- félags Reykjavíkur. Þá hefur hann verið í Rotaryklúbbi Kópavogs um langt skeið. Nú, og að sjálfsögðu er Werner frímúrari. Werner er atorkumaður og þeir sem hafa kynnst starfsháttum hans bera honum yfirleitt vel sög- una. „Hann var ákaflega alúðleg- ur og lagði sig fram um að setja sig inn í starfsemi fyrirtækisins. Hann nennti að setjast niður og pæla í vandamálum okkar við reksturinn. Maður hafði á tilfinn- ingunni að hann vildi virkilega Werner hefur komið sér fyrir í þessu húsi i Kópavogi. Sumir segja að það sé eins og eigandinn — hagkvæmt og látlaust. kynnast þessu fyrirtæki sem hann var að kaupa. Það er meira en sagt verður um ýmsa aðra starfs- menn hans,“ sagði maður sem kynntist honum hjá íslandslaxi. Þetta kemur heim og saman við lýsingar annarra sem segja að honum henti vel að reka fyrirtæki — það sé eiginleiki sem hann hafi í raun uppgvötvað seint, en hann er nú á 61. aldursári. INN OG ÚT AF SKATTAKÓNGALISTANUM Herluf skaust upp á stjörnuhim- ininn í fyrra þegar hann varð skattakóngur Reykjavíkur, með skattskyldar tekjur upp á 25 millj- ónir króna. Það kom reyndar á menn þegar í ljós kom að áætlað hafði verið á hann. Þeim fannst þetta ekki líkt Herluf, sem oftast sýnir þýska nákvæmni, en síðan kom í ljós í sumar að hann hafði ekki mótmælt áætluninni. Kunn- ugir segja að þetta sé vel skiljan- legt því tekjur Herlufs séu, eðli málsins samkvæmt, mjög sveiflu- kenndar. í ár taldi hann fram og var hvergi á lista yfir hæstu menn. Erfitt er að greina hvaða fyrir- tæki Herluf á hverju sinni. Eftir því sem komist verður næst hafa völd hans á Laugaveginum minnk- að frá því gatan var skírð Herluf- strasse, en það segir kannski meira um Laugaveginn en stöðu Herlufs. Hann mun þó hafa átt fataverslunina Esprit og Skóversl- un Þórðar Péturssonar á Lauga- vegi og verslunina Jackpot í Kringlunni. Þá átti hann um tíma veitingastaðinn Ítalíu, en nú á hann Café Óperu og Trúbadorinn, sem hvor tveggja eru rekin af Val Magnússyni, sem er hægri hönd Herlufs. Tengsl hans við Val eru reyndar eitt af því sem fæstir skilja en sumir vilja taka sem dæmi um trúmennsku hans. „Þessu sambandi má kannski lýsa með því að þú heyrir stundum Val segja; ég og Lúffi, en þú heyrir hins vegar Herluf aldrei segja; ég og Valur," sagði veitingamaður í Reykjavík. Önnur fyrirtæki sem komist hafa í eigu Herlufs eru tískuversl- unin Sér á Laugavegi og fiskút- flutningsfyrirtækið Pólarfrost í Höfnum. Um skeið rak hann ant- íkverslunina Kjörgripi í verslunar- húsi sínu í Bröttugötu. Sú staðsetn- ing hefur fært honum nafngiftina „bankastjórinn í Grjótaþorpinu", sem vísar til umfangsmesta liðar- ins í starfsemi hans — almennrar lánaumsýslu. Af samtölum við menn kunnuga starfsemi hans má ráða að talið er að hann hafi orðið fyrir skakka- föllum við gjaldþrot fyrirtækja Ól- afs Laufdal. Þeir eru gamlir skóla- félagar og mun Herluf hafa lánað Ólafi töluverðar upphæðir. Það er reyndar einkenni á viðskiptum Herlufs að um þau eru sagðar sög- ur en fáar fréttir. FYRIRTÆKJAGLEYPIRINN WERNER Werner lenti í sömu vandamál- um með skattframtal sitt í fyrra. Hann lét þá áætla á sig og leið- rétti það ekki, en honum voru

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.