Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 23

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 23 áætlaðar 7,5 milljónir í skattskyld- ar tekjur árið 1989. í ár taldi hann hins vegar fram og þá kom í ljós að hann var með 15,9 milljónir króna í skattskyldar tekjur árið 1990, ef marka má úttekt Frjálsrar verslunar. Umsvif Werners eru slík að hann hefur smásaman verið að stela titlinum „stjórnarformaður íslands" frá Halldóri H. Jónssyni. Hann hefur verið stjórnarformað- ur eftirfarandi fyrirtækja: Ýlir hf., Parmaco hf„ Kemikalia hf., Delta hf., Medís hf., Deiglan hf., Staða- staður hf„ Reykvísk líftrygging hf„ Mega hf., Gosdrykkjaverksmiðjan Sanitas hf., Norðurstjarnan hf. og Örtölvutækni — Tölvukaup hf. Einnig hefur hann setið í stjórnum Genís hf., Reykvískrar endurtrygg- ingar hf., íslenskra matvæla hf. — Nú og svo er hann auðvitað apó- tekari í Ingólfsapóteki. Þau viðskipti Werners sem mesta spennu hafa vakið á síðustu árum tengjast laxeldi og öl- og gosdrykkjamarkaðinum. Lyfjafyrir- tæki Werners keypti Sanitas og Víking-brugg fyrir um 900 milljón- ir að því er talið er. Kaupverðið var hins vegar að mestu greitt með yfirtöku skulda. í gegnum Sanitas áttu sér stað skemmtileg- ustu fyrirtækjakaupin, þegar hann keypti meirihluta í gleðistaðnum Berlín. Um leið hefur rekið á fjörur hans ýmis fyrirtæki sem stoppa stutt við. Þar var fremst í flokki Sápugerðin Frigg, en þar var Werner fyrst og fremst að kaupa tap til skattafrádráttar. Umsvifin í laxeldinu eru athyglisverð en þar hefur fyrirtæki hans Pharmaco leigt rekstur íslandslax og Laxa- lindar. Nú heyrast reyndar raddir um að þessi rekstur sé sífelld upp- spretta vonbrigða og taprekstrar, þrátt fyrir að leigusamningarnir beri viðskiptasnilld Werners fagurt vitni. Pharmaco borgar til dæmis aðeins 550.000 krónur á mánuði í leigu fyrir íslandslax. Werner hef- ur þó kynnst tapi, því hann tapaði á gjaldþroti Grundarkjörs og auk þess átti hann loðdýrafyrirtæki sem fór á hausinn. ATHAFNASKÁLD EN NEITA SÉR EKKI UM OPINBERA STYRKI Eins og bent er á í upphafi má fella þá félaga undir skilgreiningu Matthíasar Johannessen, skálds og ritstjóra, á athafnaskáldum, en Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor hefur haldið þessari kenn- ingu nokkuð á loft. Þeir eru at- hafnamennirnir sem sjá möguleika sem aðrir sjá ekki. Sjá styttri stíg í viðleitni sinni til að sameina draum og veruleika í viðskiptum. Allt auðvitað til að græða pen- inga. Herluf er kannski kristaltærara eintak af þessu athafnaskáldi, því hann er braskari af lífi og sál. Hann hrærist í miklum samkeppn- isheimi, þar sem menn uppskera ríkulega en er líka refsað fyrir mistök. Werner hins vegar hefur komist áleiðis í skjóli einokunar sem lyf- salar njóta. Hann fékk lén sem fólst í lyfsöluleyfi. Það var honum þó ekki nóg og hann hefur stokk- ið inn á fyrirtækjamarkaðinn sem mikilvirkur fyrirtækjagleypir. Hann lætur sér ekkert óviðkom- andi, eins og kaup hans á gleöi- Sigurður Már Jónsson Herluf bjó lengst af á Hólavallagötu en keypti siðan Hofsvallagötu 1 af Björgólfi Guðmundssyni, fyrrum for- stjóra Hafskips, sem nú vinnur reynd- ar viö gosdrykkjafyrirtæki Werners, þannig að þeir félagar mætast að nokkru í Björgólfi. Húsið er glæsilegt en það var byggt af Vilhjálmi Þór á sínum tíma. Fljótlega eftir að Herluf keypti húsið fóru að heyrast sögur um að hann væri að eyðileggja það. Það sem hann gerði hins vegar var að breyta húsinu og senda her iðnaðar- manna inn og reisa garðhýsi. burði og þörf fyrir að vera opin- ber þátttakandi í íslenska við- skiptalífinu. Hann á meira að segja möguleika á að verða boðið í forsetaveislu. Herluf á hins vegar erfiðara uppdráttar. Viðskiptaheimur hans er ekki eins opinber. Hann situr ekki í stjórnum og sinnir félagslífi ekkert. Þá benda sumir á að hann umgangist einfaldlega ekki rétta fólkið. Menn kunnugir honum halda því þó fram að hann vilji gjarnan standa framar í sviðsljós- inu og leiti þess vegna að rétta fyrirtækinu til þess. Hver veit nema að hann hefji samstarf við Werner? Nú ueröur sagt frú því hvernig líf og viöskipti þessara athafnamanna flétt■ ast saman. Þeir skjótast um hliöar- götur viöskiptaheimsins meö elding- arhraöa og enginn veit nákvœmlega hvar þeim bregöur fyrir nœst. staðnum Berlín sýna. Þá er hann ófeiminn við að nýta þá mögu- leika sem eru fyrir hendi. Hann fékk 30 milljóna króna neyðarlán vegna fiskeldisrekstrar Pharmaco, sem var úthlutað um leið og ljóst varð að fyrirtækið skilaði 145 milljóna króna hagnaði í fyrra. Nú hefur hann sóst eftir liðsinni Akureyrarbæjar, þannig að hann geti áfram haft bruggverksmiðjuna Víking-brugg á Akureyri. Á svip- aðan hátt reyndi Herluf að fá Njarðvíkurbæ í lið með sér þegar hann ætlaði að taka fyrirtækið Sjöstjörnuna inn í rekstur sinn. Þetta sýnir að þeir hika ekki við að nota þau meðul sem með þarf. EKKI Á BOÐSLISTA ÞEGAR FORSETAVEISLUR ERU HALDNAR íslendingar hafa löngum verið haldnir fordómum í garð manna eins og Werners og Herlufs. Talað er um braskara og kaupahéðna en ekki virðulega kaupsýslumenn eða athafnamenn. Sumir segja að þeir séu einfald- lega dálítið utanveltu í fjölskyldu- veldinu á íslandi. Hvað sem hæft er í því er augljóst að ekki er al- veg jafnt á komið með þeim. Werner baðar sig í sviðsljósinu. Sækir myndlistaropnanir og ræðir við kunningja sinn Þorvald í Síld og fisk. Fer á leiksýningar — skýst jafnvel til London til að fullnægja leiklistaráhuga sínum. Hann hefur I Iin árlega Hólahátíð er nýlega afstaðin. Það vakti almenna undrun og reiði sumra að Ólafur Skúlason biskup sá ekki ástæðu til að mæta á hátíðina. Einkum urðu menn þó svekktir þegar frétt- ist að Ólafur hefði ekki mætt vegna þess að hann var að vígja kapellu í einkaeign. Kapella þessi er risin á landi Guðmundar Gíslasonar í Bifreiðum og landbún- aðarvélum á landspildu hans við Mývatn. Vígsluna var ennfremur viðstödd frú Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti íslands. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði slík vígsla heyrt undir Örn Friðriksson, prest á Skútustöðum, en hann mun ekki einu sinni hafa vitað af málinu . .. K u hefur verið sett á laggirnar nefnd sem kanna á hvar hægt er að urða sorp á Vestfjörðum, þannig að unnt sé að loka sorp- brennslustöðinni á Skarfaskeri við Hnífsdal. Munu full- trúar Hollustu- verndar vera að taka út svæðið núna. Sem stendur búa hins vegar íbúar á Hnífsdal við óbreytt ástand og leggur eiturreyk- inn yfir bæinn sem aldrei fyrr þegar sorpi er brennt. Fyrir vestan undrast menn áhugaleysi Eiðs Guðnason- ar umhverfismálaráðherra . . . N 1 ^ýlega mættu fulltruar atta húsvískra verktaka á fund Einars Njálssonar, bæjarstjóra Húsavíkur. Þeir mótmæltu því að mikilvægur áfangi í byggingu nýs grunnskóla- húss bæjarins var ekki boðinn út, heldur falinn fyrirtæki Helga Vig- fússonar, Fjalari hf., beint. Einar er formaður byggingarnefndar húss- ins. Um er að ræða tiltekinn áfanga eftir uppsteypu, þ.e. múrverk, ein- angrun, pípulagnir, raflagnir og inn- réttingar á efstu hæð hússins, sem samkvæmt kostnaðaráætlun er verk upp á 15 til 17 milljónir. SLýr- ingar bæjarstjórans á þessu voru að ekki hefði unnist tími til að útbúa út- boðsgögn vegna þessa verkefnis, miðað við að áætlanir um að taka hluta hússins í notkun haustið 1992 ættu að standast. Verktakarnir hafa ekki fallist á þessa skýringu og telja að verið sé að bæta Fjalari hf. upp lág tilboð í fyrri áfanga byggingar- innar .. . ✓ I vor tapaði Frjáls fjölmiðlun hf„ sem gefur út DV, málaferlum fyrir borgardómi vegna óiögmætrar upp- sagnar eins starfs- manna sinna, Borg- hildar Önnu Jóns- dóttur blaðamanns. I niðurstöðu dóms- ins var fallist nær undantekningar- laust á allar bóta- kröfur Borghildar, sem byggðust á því að hún hefði verið rekin í veik- indaleyfi. Eigendur Frjálsrar fjöl- miðlunar, þeir Sveinn R. Eyjólfs- son og Hörður Einarsson, hafa ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.