Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 11

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 11 F JL-Jkkert verður af utgafu ævisögu Maríu Gudmundsdóttur, súper- módels og ljósmyndara, fyrir næstu jól. Ástæðan mun vera ósætti sem kom upp á milli Maríu og Gullveigar Sæ- mundsdóttur, rit- stjóra Nýs lífs, en hún átti að sjá um skriftirnar. Þar með hefur Fróði hf. misst þá bók sem lík- legust var til stórsölu í næstu jóla- bókavertíð . . . * I svörum Gunnars Kristinsson- ar hitaveitustjóra um óstjórnlegan umframkostnað vegna byggingar Perlunnar kemur fram að þrír menn tóku ákvarðanir um margháttaðar breyt- ingar við fram- kvæmdirnar. Þetta voru þeir Hjörleif- ur Kvaran, fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjórn- sýsludeildar borgarinnar, Jóhann- es Zoega, byggingarstjóri Perlunn- ar, fyrrverandi hitaveitustjóri, og Ingimundur Sveinsson, arkitekt hússins. Kostnaðurinn við breyting- arnar fór sem kunnugt er algerlega úr böndunum. Hitt er svo annað mál að þetta er eiginlega fjölskyldu- mál, því eiginkona Jóhannesar er systir Sveins Benediktssonar út- gerðarmanns, föður Ingimund- ar . .. s k-/iðustu daga hafa tvö Islandsmet verið sett í keilu. Sólveig Guð- mundsdóttir setti nýtt met í þriggja leikja seríu þegar hún skoraði 655- stig. Þá jafnaði Kristinn Freyr Guðmundsson íslandsmetið í ein- um leik þegar hann skoraði 279 stig. Tveir keilarar hafa áður skorað 279 stig, en það eru Sigurður Valur Sverrisson, formaður keiludeildar KR, og Helgi Ágústsson. Sólveig og Kristinn Freyr náðu þessum ár- angri í Keilusalnum í Öskjuhlíð. Hæsta mögulega skor í einum leik er þrjú hundruð stig ... F ■ Jinn af þeim sem sátu við skrift- ir í sumar var Stefán Jón Hafstein, forstöðumaður dægurmáladeildar Ríkisútvarpsins. Stefán Jón var ekki að skrifa um fjöl- miðla og ekki endur- minningar sínar, — og þó. Bókin er ferðabók frá Afríku en Stefán Jón hefur mikið starfað fyrir Rauða krossinn á hungursvæðunum þar . . . F JL ramkvæmdastjori Felagsstofn- unar stúdenta, Arnar Þórisson, og húsnæðisnefnd stofnunarinnar hafa ákveðið að hækka húsaleigu í gömlu hjónagörðunum um 10 pró- sentustig umfram það sem leiguskil- málar kveða á um, þ.e. hækkun samkvæmt lánskjaravísitölu. Leig- an var 15 þúsund krónur og að auki var lagt á viðhaldsgjald, 2.200 krón- ur. Leigan í september er 19.500 krónur og viðhaldsgjaldið fellt inn í upphæðina. Flestir garðbúa sætta sig við hækkunina, en ekki allir. Hinir óánægðu segja að bæði sé ólöglegt að rukka leigutaka fyrir viðhald, sem auk þess hafi sama og ekkert verið, og svo að hækka leig- una umfram lánskjaravísitölu. Skýr- ing FS á hækkuninni er sú, að leigan sé of lág til að standa undir rekstri hjónagarða, málin hafi stefnt í óefni. Síðan er bent á að varla sligist stúd- entar undan leiguupphæðinni, sem sé um helmingi lægri en gengur og gerist á markaðinum ... F J elagsstofnun stúdenta munar um þá upphæð sem kemur inn með umframhækkun leigunnar í gömlu hjónagörðunum. Þar eru 50 íbúðir, nær allar tveggja herbergja. Á árs- grundvelli þýddi leigan í ágúst með viðhaldsgjaldi alls 10,3 milljóna króna tekjur, en með sérstakri um- framhækkun er ársígildið hins veg- ar 11,7 milljónir. Væri leigan hins vegar nær markaðsverði, t.d. 35 þúsund krónur á mánuði, yrðu árs- tekjurnar um 21 milljón króna ... ' \ JEPPA HJÓLBARÐ ARNIR VINSÆLU ttHANKOOK Jeppahjólbarðar frá Suður-Kóreu: 215/75 R15 kr. 6.320 235/75 R15 kr. 6.950 30- 9,5 R15 kr. 6.950 31- 10,5 R15 kr. 7.950 31-11,5 R15kr. 9.470 33-12,5 R15 kr. 9.950 Hröð og örugg þjónusta BARÐINN hff. Skútuvogl 2 S1-30801 o« Baðsett á góðu verði Vegna hagstæöra samninga og magninnkaupa á baðsettum getum viö boðið í einum pakka: WC, HANDLAUG, BAÐ og STURTUBOTN á einstöku verði. Aðeins kr. 39 950- ALLT SETTIÐ Æi /l&NORMANN J.þorláksson & Norómann hf. Suðurlandsbraut 20 - Sími: 91 -8 38 33 VERKSMIÐJUÚrSALA frá 3. september í húsi Sjóklæðagerðarinnar Skúlagötu 51,1. hæð. Útlitsgallað og eldri gerðir af sport- og vinnufatnaði. REGNFATNAÐUR barna, kvenna, karla SJÓFATNAÐUR NYLONFATNAÐUR KAPP-FATNAÐUR barna, kvenna, karla VINNUFATNAÐUR samfestingar, buxur, jakkar, sloppar VINNUVETTLINGAR STÍGVÉL I n SJÓKLÆÐAGERÐIN HF • SKÚLAGÖTU 51 Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 10-14.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.