Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 27

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 27 Nú hafa gárungarnirfarið að uppnefna Veggfóður eftir JúLius kemp Sód- ómu-Reykjavík part 2. Þeim sem unnu við Sód- ómu og vinna núna fyrir Júlíus finnst furðumargt líkt með myndunum. Tökustaðirnir eru þeir sömu, leikmunirnir svip- aðir og búningarnir næst- um alveg eins. I poppbransanum eru menn farnir að velta fyrir sér hvaða hljómsveitir muni bítast um toppsæt- in á sölulistunum fyrir jól- in. Hvorki siðan skein sól né bubbi morthens senda frá sér nýja afurð fyrir jól- in og því telja menn aukið svigrúm fyrir aðra á markaðnum. Meðal sveita sem eflaust eiga eftir að blanda sér í slag- inn eru sálin hans jóns MÍNS, NÝ DÖNSK, TODMO- BILE og HENNES VERDEN (hljómsveit valdimars flygenring), en allar þess- ar hljómsveitir senda frá | sér plötu fyrir jólin ... Tvær íslenskar bíómyndir fara i samkeppnina um Evrópu-Óskarinn, Ryð eftir LÁRUS ÝMI OSKARSSON og Börn náttúrunnar eftir FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDS- son. Þá fylgir einnig meö sú undarlega heimilda- mynd um Guðmund góða sem viðar víkings- son gerði og eyðilagði með því jólin síðustu. Hún keppir i flokki heim- ildamynda. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða íslenska mynd keppir um alvöru-ameríska-Öskar- inn. PRESSAN veðjar á Hvíta víkinginn hans HRAFNS GUNNLAUGSSONAR og Norðmannanna. Ég hef mjög einfaldan smekk, ég vel aöeins það aldýrasta 'ilSn vAra flnttii* bptta pr Hvrs Ef menn vilja vera flottir á því er alveg eins hægt að gera það hér heima og dröslast eitthvert út í heim á kortinu. Á Holtinu er til dæmis hægt að fá sér Cor- ton de Chateau de Grancey með steikinni og borga 29.857 krónur fyrir. Og fróðir menn segja að þetta sé peninganna virði. Þetta vín frá Louis Latour í Burg- úndí er ótrúlega gott og Holtið býður upp á hreint frábæran árgang af því, 1978. Þetta er dýrasta vínið á seðlinum á Holtinu en Jón Ármannsson vínbóndi setur hann saman og velur þar góðvín frá öllum héruðum og úr öllum verðflokkum. Það ódýrasta kostar 1.900 og samkvæmt útreikningum hinnar hagsýnu húsmóður er hægt að kaupa hátt í sextán slíkar fyrir eina Corton de Chateau de Grancey. Talandi um verðlag á Holt- inu, þá er hægt að borða þar þríréttað í hádeginu fyrir 995 krónur. Við mælum með því. Og að fólk fái sér einn 17 sentimetra langan Davidoff númer 1 (kr. 1.602) á eftir og blási á reikninginn. BIRGIR STEFÁNSSON, þjónn á Holtinu, heldur á kassa með úrvali af Davidoff-vindlum. Þeir eru ekki frá Havana og ekki k Hondúras hetdur Dóminíska lýðveldinu. Davidoff er til í ýmsum stærðum; Ambasadrice fyrir k dömurnarog allt uppi í Davidoff númer 1 fyrir Albert. MYNDBfiNDfiDfiNS Á þriðjudaginn hefst í Nor- ræna húsinu mesta mynd- bandahátíð sem haldin hefur verið hérlendis. Sýningin ber yfirskriftina DANCIN’ VISU- ALS 1991 og samanstendur af um 30 nýjum myndbönd- um — hiklaust því besta sem framleitt hefur verið síðustu árin. Það var Video Galleriet í Kaupmannahöfn sem átti frumkvæði að hátíðinni sem er samnorræn listahátíð. Þema allra myndanna er* dans og auk fjölda evrópskrat listamanna sem fara á kost- um gefst áhorfendum tæki- færi til að kynna sér verk Bandaríkjamannsins Charl- es Atlas, sem hefur í meira en tvo áratugi unnið með víd- eódans og átt samstarf við marga þekkta listamenn. Sýningar hefjast sem sagt á þriðjudaginn kl. 16.30 og standa til kl. 20 alla virka daga fram að helgi. Helgina 21. og 22. verða sýningar frá klukkan 13—20. Þetta verður mikil veisla fyrir augað. % ðHS* ^ \v % XJ HVERJIR ERU HVAR? Nokkrir fastakúnnar á Café Romance; Brynja Nordquist módel og Magnús Ketilsson heildsali, Herluf Clausen, bankastjórinn í Bröttugötu, og frú Elín Gunn- arsdóttir, Grímur Sæmundsen læknir í Mætti og Björg Jóns- dóttir, Simbi og Biggi, Halldór Blöndal landbúnaðarráöherra, Dóra Einars og Pétur Einars- son flugmálastjóri. POPPID Tómas R. Einarsson, djassarinn með háskólaút litið, verður á Blúsbarnum í kvöld ásamt Eðvarð Lárussyni og Einari Val RAFN JÓNSSON TROMMULEIKARI sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu í haust. Allur ágóði rennur til styrktar lömuðum og fötluðum. Maðar verður að berjast „Ég fékk þessa hugdettu fyrir ári og fór þá ad semja meö plötuna í huga. Líklega er þó elsta lagiö eins og hálfs árs," segir Rafn R. Jónsson trommari, sem sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu núna í haust. Plata Rafns er fyrir margt sérstök, ekki síst hvernig staðið er að henni. Hann gef- ur hana út sjálfur í samvinnu við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og mun allur ágóði renna í sjóð til styrktar bygg- ingu sundlaugar fyrir fötluð börn í Reykjadal og til stofn- unar sjóðs til styrktar rann- sóknum á sjúkdómnum MND, sem er hreyfifrumusjúkdóm- ur sem Rafn þjáist sjálfur af ásamt 20 til 30 öðrum íslend- ingum. Sjúkdómur þessi hefur háð Rafni um nokkurt skeið og hefur hann þurft að hafa hægara um sig í spilamennsk- unni og tekið í gagnið raf- magnstrommusett til að auð- velda sér spilamennskuna. „Maður getur ekki lagst fyrir með tærnar upp í loftið. Mað- ur verður að berjast," segir Rafn um baráttuna við sjúk- dóminn. í gegnum árin hefur hann spilað með fjölda hljóm- sveita, byrjaði á Isafirði með Ýri og stofnaði síðan hljóm- sveitina Grafík sem gefið hef- ur út 5 plötur. Aðrar þekktar hljómsveitir sem Rafn hefur spilað með eru Haukar, Bítla- vinafélagið, Sálin hans Jóns míns og nú síðast Galíleó. Sólóplötu Rafns hefur þeg- ar verið gefið nafn, „Andar- tak“. „Tónlistin er fjölbreytt, sumt Grafíklegt, annað ekki, og í heildina er hún frekar ró- leg,“ segir hann. Honum til aðstoðar eru um 40 tónlistarmenn og hafa flestir þeirra starfað með honum í hljómsveitum áður. Söngvarar á plötunni eru þau AndrÆ Gylfadóttir, Bubbi Morthens, Daníel Ágúst Har- aldsson, Helgi Björnsson, Reynir Guðmundsson, Stefán Hilmarsson og Sævar Sverris- son. „Það var auðsótt mál að ná þessu fólki saman og ótrú- lega skemmtilegt að vinna að þessu,“ segir Rafn um „lands- liðið“ sem aðstoðaði hann við gerð plötunnar. Hvað ætlarðu að gera um helgina, Sigrún Ótt- arsdóttir, fyrirliði ís- landsmeistara Breiða- bliks í knattspyrnu kvenna? „Ég œtla í bíó á föstu- dagskuöldiö en er ekki búin ad ákveöa hvada mynd ég fer á. Á laugar- daginn er svo uppskeru- hátíd Breidabliks, þaö veröur mjög skemmtilegt. Stór hluti helgarinnar fer svo í aö lesa fyrir verk- frœöina í Háskólanum. Scheving. Bassadjass. The Government hertekur Púlsinn i kvöld og spilar þar á hverju kvöldi alla helgina. Spilar bæði eigið efni og eins gamla kunningja eftir minni spámenn á borð við Rolling Stones, Bowie og Hendrix. Rokk, fönk og hörkustuð. b ► Súfóbandið (Ari Einarsson, Kjartan Valdimarsson, Hafþór Guðmundsson og Þórður Guðmundsson) verður á Blús- barnum á föstudagskvöldið. Súfó er makedónska og er þarlent hugtak sem nær nokk- uð vel því sem kallað er léttur djass og blús. Loksins, loksins, loksins. Nú gefst fólki tækifæri á að taka filsunga i fóstur. Hún Daphne Sheldrick hefur blessunarlega tekið að sér að safna fósturforeldrum fyrir alla litlu fílsungana í Afriku. Það er þó óþarfi fyrir konur að fá fyrir brjóstið. Það er ekki ætlast til að þær taki filsungana á brjóst heldur nægir að greiða 14,95 pund (rétt rúmar 1.500 krónurj. Þeir sem hafa áhuga (ungarnir eru 1 til 3 ára) sendi fyrirspurnir til: Care for the Wild, 1 Ashfolds, Horsham Road, Rusper, West Sussex RH12 4QX (0293 871596), DMcA, Englandi. Við mæUjm MEÖ Næturlífinu í Reykjavík ekki vegna þess að það sé betra en í New York heldur vegna þess að það er hægt og hægt að verða betra og fjöl- breyttara. Litlu verður Vöggur feginn *»» Að einhver pylsusalinn hætti að selja pylsur og bjóði upp á kebab ef ekki þá væri hægt að vinna að því að einhverjir Grikkir kæmu hingað í atvinnuleit sig í þýskukúrsinn, myndlist- arnámskeiðið eða hvað það nú var sem það hefur alltaf ætlað að gera það hefur engan tilgang að endurskipuleggja líf sitt á haustin ef ekkert er gert í mál- ununt. Það elur bara á óánægju Ef Guð almáttugur hefði ætlað okkur að ganga í víðum bux- um hefði hann skapað okkur með sverari leggi. Þetta er boð- orðið í karlmannatískunni fyrir veturinn. Burt með fellingar í mittinu, burt með flaksandi víð- ar skálmar um læri og út í hafsauga með útvíðar buxur. Nú eiga allir að klæðast buxum eins og Sean Connery i Thund- erball eða Herman's Hermits, þegar þeir voru upp á sitt besta. F • UTI A seinni tímum hefur ekkert orðið jafn snögglega púkalegt og að halda giftingarveisluna í Perlunni. Þótt það sé eins og gerst hafi í gær að Perlan var opnuð hefur meðal-íslendingur- inn nú þegar farið í tvær komma sjö giftin^ar í Perlunni. Eitt kvöldið munú fjórtán brúð- hjón hafa setið í salnum og aumingja gestirnir þurftu að skála fyrir þeim öllum. En fólk á ekki að vorkenna gestunum heldur brúðhjónunum. Allt í einu átta þau sig á því í Perl- unni að þau eru ekki einstök. Þegar þau líta í kringum sig og sjá öll hin brúðhjónin finnst þeim giftingin næstum því það hversdagslegasta af öllu hvers- dagslegu. Þau hugsa; svona hlýtur það að vera að taka þátt í fjöldagiftingu hjá Moon og Kim II Sung. Að blaðburðarbörnin fári fyrr á fætur eitt sterkasta merki þess að heimurinn fer versnandi er að blöðin eru aldrei komin þegar maður fer í vinnuna Að fólk drífi sig nú og innriti

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.