Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 12

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 ÚTVALDIR HÖNNUDIR OG VERKTAKAR LÉKU LAUSUM HALA 1 Það er einsdœmi í sögu Reykjavíkur hvernig verkefnum var útdeilt. I SH-verktakar fengu 80 milljóna króna verk án þess að útboð fœri fram. 1 Jóhannes Zoega valdi hönnuði hússins. Hann segist bera ábyrgð á þeim aukna kostnaði sem stofnað var til við bygginguna. Hann œtlar ekki að segja afsér WmmmtmÉad sem byggingarstjóri og segir reyndar að það þjóni engum tilgangi. Hjörleifur B. Kvaran, fram- kvœmdastjóri lögfrœdi- og stjórn- sýsludeildar Reykjavíkurborgar, og Jóhannes Zoéga, fyrrum hitaveitu- stjóri og byggingarstjóri Perlunnar, eru dregnir til ábyrgðar vegna þeirra mistaka sem gerð voru við byggingu Perlunnar og hafa kostað Hitaveituna hundruð milljóna króna. Jóhannes tekur undir þessa gagnrýni en segir að fleiri verði að bera ábyrgð en hann og Hjörleifur. Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri segir að Hitaveitan verði að taka lán vegna óráðsíu við byggingu Perl- unnar. Jóhannes Zoéga hafði nánast sjálfsvald um hverjir voru valdir til hönnunar- og verkfræðingastarfa við bygginguna. Upplýst er að SH-verktakar unnu verk upp á 80 milljónir króna út í reikning við Perl- una, en það mun vera einsdœmi hjá Reykjavíkurborg að ekki sé óskað eftir tilboðum í svo stórt verk. Hjörleifur B. Kvaran, .lóhannes Zoéga og Ingimundur Sveinsson sáu um framkvæmdir fyrir hönd borg- arinnar á þessu ári, þegar kostnað- urinn fór 300 milljónum króna fram úr áætlunum. Samkvæmt borgarmálasamþykkt eiga öll verk- og efniskaup að fara fram fyrir milligöngu innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar. Við byggingu Perlunnar var ekki farið eftir þessu ákvæði og á síöustu mán- uðum hafa aðeins 10 prósent af öll- um kaupum við bygginguna farið fram fyrir milligöngu Innkaupa- stofnunar. ÞESSIR FENGU MEST FYRIR HÖNNUNINA Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, lagði fram fyrirspurn í borgarráði. Hún spurði meðal annars hvernig val á hönnuðum Perlunnar hefði farið fram. í svari Hitaveitunnar kemur fram að Ingimundur Sveinsson hafi verið valinn þannig að ákveðið var að taka þeim hugmyndum sem hann lagði fram um gerð hússins. Ekki kemur fram hvar og hvenær Ingi- mundur lagði fram þessar hug- myndir. Hann hefur fengið tæpar 56 milljónir fyrir sitt verk. Fjarhitun hf. sá um hönnun á burðarvirkjum og hita- og loftræsti- kerfum. Ástæða þess að Fjarhitun varð fyrir valinu er sú að fyrirtækið hafði hannað vatnsgeymana á Öskjuhlíðinni. Fjarhitun hefur feng- ið tæpar 90 milljónir fyrir sitt verk. Rafteikning hf. var valin til að hanna raflögn, sérstaklega þar sem fyrirtækið hannaði raflögn í Borgar- leikhúsið. Rafteikning hefur fengið 57 milljónir fyrir sitt verk. Allir þessar tölur eru framreikn- aðar samkvæmt byggingarvísitölu. í svari Hitaveitunnar kemur fram að góð reynsla er af viðskiptum við þessi fyrirtæki. Það merkilegasta við svar Hita- veitunnar er ef til vill að Jóhannes Zoéga átti mestan þátt í vali hönn- uöa. Það þýöir að hann gat valið einn og sér hvaða menn og fyrir- tæki fengu þessi verkefni. HVERJIR ERU ÁBYRGIR? Sigrún Magnúsdóttir spurði einn- ig hverjir hefðu tekið ákvarðanir um breytingarnar sem ollu þeim gíf- urlegum hækkunum sem urðu á þessu ári. ísvari Hitaveitunnar kem- samtali við PRESSUNA. Þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að segja af sér sem byggingarstjóri svaraði hann: ,,Nei, það ætla ég ekki að gera. Ég get ekki séð að það þjóni neinum tilgangi. Þetta verk er að verða búið og þegar því lýkur þá hætti ég hvort eð er." DAVÍÐ ODDSSON BER EINNIG ÁBYRGÐ Það þarf ekki að koma neinum á óvart að framkvæmdir við Perluna fóru fram úr áætlunum. 18. janúar á þessu ári spurðist Sigrún Magnús- dóttir fyrir um hvers vegna fram- kvæmdaáætlun fyrir þetta ár væri fimmfalt hærri en gert var ráð fyrir og hvers vegna framkvæmdir síð- asta árs hefðu farið 64 milljónum fram úr áætlunum þess árs. meira en brúa það gat sem myndast hefur í fjárhag Hitaveitunnar. Fyrir skuldar Hitaveitan Rafmagnsveitu Reykjavíkur 350 milljónir króna. Ljóst er að bygging Perlunnar hefur leikið fjárhag Hitaveitunnar illa. Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri segir að vegna óráðsíu við bygging- arframkvæmdir hafi Hitaveitan þurft að grípa til lántöku. Hann seg- ir einnig að tveimur mönnum hafi verið falið að gæta hagsmuna borg- arinnar við framkvæmdir við Perl- una, þeim Hjörleifi B. Kvaran og Jó- hannesi Zoéga. Vegna fjárhagsstöðu Hitaveitunn- ar hefur verið samþykkt að skera framkvæmdir niður. Á þessu ári verður framkvæmt fyrir einn og hálfan milljarð. Á næsta ári á að framkvæma fyrir 740 milljónir Þrátt fyrir það lýkur byggingunni á skemmri tíma en áætlað var,“ sagði Jóhannes Zoéga. Líklegt er talið að heildarverð byggingarinnar verði um 1.600 milljónir króna. Búið er að vinna nær allt verkið, aðeins á eftir að vinna fyrir rúmar eitt hundrað millj- ónir króna. HALDIÐ FRAMHJÁ INNKAUPASTOFNUN Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi hefur haldið fram að af þeim 600 milljónum króna, sem varið hef- ur verið í byggingu Perlunnar á þessu ári, hafi aðeins einn tíundi verk- og efniskaupa farið fram fyrir milligöngu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Samkvæmt orð- um Sigrúnar hefur borgarmálasam- Ingimundur Sveinsson arki- tekt hefur fengið greiddar nærri 56 milljónir fyrir vinnu sina við Perluna. Egill Skúli Ingibergsson, fyrrum borgarstjóri, og félag- ar hans hjá Rafteikningu hafa fengið nálægt 57 millj- ónum fyrir framlag sitt til Perlunnar. Hjörleifur Kvaran, fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykja- víkurborgar, ber talsverða ábyrgð á þvi hversu mikið kostnaðurinn hefur farið úr böndum. Jóhannes Zoéga, fyrrum Hitaveitustjóri og bygging- arstjóri Perlunnar, segist ekki firra sig ábyrgð. Hann segir einnig að ekki þjóni neinum tilgangi að hann segi af sér sem byggingarstjóri. Bjarni Árnason í Brauðbæ. Hluti skýringa á hversu mjög kostnaður hefur farið úr böndum er rakinn til hans. ur fram að að hálfu borgarinnar hafi þaö verið Hjörleifur B. Kvaran, framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar borgarinnar, Jó- hannes Zoéga byggingarstjóri og Ingimundur Sveinsson arkitekt. Þá komu þar einnig nærri aðrir hönn- uðir hússins. Forsvarsmaður leigu- taka er Bjarni Arnason í Brauðbæ. í svari Hitaveitunnar segir einnig: „Ljóst er að eftirlit með kostnaði við bygginguna hefur farið gjörsamlega úr böndum á þessu ári, og endur- skoðun kostnaðar, sem var verulega vanmetinn fyrir, fallið niður." Þeir sem voru nefndir hér að framan, þ.e. Hjörleifur, Jóhannes og Ingimundur, verða því að teljast bera höfuðábyrgö á því að kostnað- ur við búnað, innréttingar og fleira varðandi veitingareksturinn fór 57 milljónum króna fram úr áætlunum. „Ábyrgðin er okkar Hjörleifs, þó ekki alfarið, þar sem fleiri eiga hlut að máli,“ sagði Jóhannes Zoéga í I bókun sem Sigrún Magnúsdóttir hefur gert segir: „Hitaveitustjóri lætur hafa eftir sér að algert sam- bandsleysi hafi ríkt milli fram- kvæmdaaðila. Ekki verður hjá því komist að draga fram í dagsljósið hverjir bera ábyrgð á einstökum ákvörðunum í sambandi við bygg- ingu Perlunnar. Þó er upplýst að yf- irlætislegar ákvarðanir borgar- stjóra, Davíðs Oddssonar, um verk- lok hafa aukið kostnaðinn verulega. Jafnframt er Ijóst að fyrrverandi borgarstjóri hefur allt frá síðasta hausti vanrækt algjörlega það eftir- lit, sem hann átti að hafa með verk- inu sem æðsti embættismaður borg- arinnar, þegar honum mátti vera ljóst í hvílíkt óefni stefndi." HITAVEITAN TEKUR ENN EITT LÁNIÐ Búið er að samþykkja að Hitaveita Reykjavíkur taki 450 milljónir króna að láni erlendis. Lánið gerir ekki króna, fyrir 690 milljónir á árinu 1993 og fyrir 534 milljónir árið 1994. Það er ekki fyrr en á árinu 1995 sem framkvæmdir verða komnar í svipað horf og á síðustu ár- um, en það ár á að framkvæma fyrir rúman milljarð. Það vekur sérstak- lega athygli að framkvæmdir við Nesjavallavirkjun verða litlar sem engar á næsta ári, eða aðeins fyrir 30 milljónir króna. Hitaveitustjóri fullyrðir að ekki verði dregið úr viðhaldi og eðlilegri endurnýjun dreifikerfis. TILBÚIN FYRR EN ÁÆTLAÐ VAR Jóhannes Zoéga segir að Perlan verði endanlega búin fyrr en að var stefnt. „Þrátt fyrir þær breytingar og viðbætur sem fylgdu samning- um við annan veitingamann skilum við verkinu fyrr en áætlað var. Þeg- ar samið var við annan veitinga- mann breyttust forsendur mikið. þykktin verið gróflega brotin. Hjá þeim sem rætt er við um fram- kvæmdir við Perluna, og þá er ein- ungis átt við þá sem tengjast málinu beint, kemur ljóslega fram að menn hafa ekki sést fyrir í framkvæmda- gleði. NÁLÆGT 100 MILLJÓNUM í STAÐ 40 í samningum við Bjarna Árnason kemur fram að hann hafði heimild til kaupa áhöld og tæki til veitinga- rekstrar fyrir allt að 40 milljónum króna. Þessi grein samningsins var þverbrotin og í stað 40 milljóna er kostnaðurinn þegar oröinn 97 millj- ónir króna. Hjörleifur Kvaran, Jóhannes Zoéga og Ingimundur Sveinsson sáu um framkvæmdir og samninga vegna breytinga á veitingarekstrin- um. Sigurjón Magnús Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.