Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 18
18 smcra letrið Nú er haustið komið og laufin falla af trjánum og molna og eyðast og farfuglar fljúga og litlu lömbin deyja, blómin sölna og elskendur kveöjast! Hver getur sagt að haustið sé góð árstið? Masókistar — og sadistar. Loksins sameinast tieir i sæluorgiu. En við i smáa letrinu gleymum ekki ástinni. Þess vegna leitum við huggun- ar hjá Torfa Jónssyni. Hann tók einu sinni saman bók. Þar kem- ur þetta hér meðal annars fram: „Ástin er það eina sem stækkar deili maður þvi með öðrum." Ók. höf. „Saga ástar- innar er saga mannkynsins." Charles Nodier. „Ástin er hun- angið úr blómi lífsins." Victor Hugo. „Ástin er saga konunnar en atvik i lifi karlmannsins." Ma- dame de Stael. „Ástin vex i réttu hlutfalli vtö hættuna á að missa þann sem maður elskar." C.K. Chesterton. „Að óttast ástina er að óttast lifið og sá sem þorir ekki að lifa er dauður að mestu." Bertrand Russel. „Elskið hvort annað en gerið ekki ástina að skyldu." Kahil Gi- bran. „Ást hættir aö vera ánægja þegar hún er ekki leng- ur leyndarmál." Aphra Behn. „I happdrætti ástarinnar, eins og i hverju öðru happdrætti, getur maður ekki spilað á fjórðungs- miða og krafist þess jafnframt að fá allan vinninginn." Nis Pet- ersen. „Ástin erglersem brotn- aref við höldum þvi of fast eða of laust í hendi." Rússneskt máltæki. „Deilur elskenda eru endurfæðing ástarinnar." Ter- ents. „Þeir sem hafa aldrei komist i kynni við grátinn hafa aldrei lært að elska." Ók. höf. „Ekkert er sannri ást hættu- legra en varkárni i ástum." Bertrand Russel „Að reyna að útskýra vald ástarinnar er líkast þviað bera Ijós út isólskin." Ro- bert Burton. „Ó, ást. Vald þitt stenst enginn, það sigrar jafn- vel gullið!" Sofokles. „I fyrstu verður konan að vera fögur svo hún verði elskuð. Siðan kemur sá timi að hún verður að vera elskuð svo hún geti haldið áfram að vera fögur." Francoise Sagan. „Ástinlog dauðinn eru vængir sem bþra góðan mann til himins." Michelangelo. „Auðmjúk ást hefur aldrei sigr- að fagra konu." Phineas Fletc- er. „Karlmaður er ávallt hrædd- ur við þá kondj.sem elskar hann of mikið." Bertold Brecht „Ást án ástar á móti er eins og þýð- ingarmikil spurning sem fær ekki svar." Nordahl Grieg. „Himnariki er alls staðar þar sem ástin býr." Jean Paul Richter Hingað og ekki lengra? Væmið? Það er þitt vandamál. Reyndu þessa frasa á kaffi- stofunni — og þú munt sigra að minnsta kosti eitt hjarta. Er það ekki það sem lifið gengur út á? Viltu vera viss um árangur á fyrsta stefnumótinu? Segðu þá: „Maður ætti alltaf að vera ástfanginn. Þess vegna ætti maður aldrei að gifta sig." TVÍFARAKEPPNI PRESSUNNAR — 11. HLUTI Tvífarar vikunnar koma hvort úr sinni áttinni i lifríkinu en engu aö siður er ættarmót- ið ótvirætt. Okkur er mikil ánægja að kynna Gisla K. Jónsson Ivinstra meginj og rófu sem nýlega skilaði sér i frjóum jarðvegi austur i Gaul- verjabæjarhreppi. Það var kona Gisla sem tók upp þessa risarófu (vegur 7 kg) en þeir fé- lagar prýddu baksiðu DV i vik- unni. „Andlitsfallið" er eins, „hárgreiðslan" eins og Gísli og rófan fari til sama rakara — og svo er það þessi glat. : :gi svip- ur. FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 Ágrip af m sögu fegurðar IMYNDIR KVENFEGURÐAR 1. Louise Brooks 2. Marlerte Dietrich 3. Grace Kelly 4. Brigitte Bardot 5. Twiggy 6. Björk Guð- mundsdóttir 7. Farah Fawcett 8. Marilyn Monroe 9. Madonna 10. Claudia Schiffer 11. Julia Roberts 12. Bryndis Schram 13. María Guðmundsdóttir 14. Linda Pétursdóttir 15. Henný Hermanns 16. Hófí 17. Linda Pétursdóttir. Þóll vid vitum ekki fyrir vísl ú eftir hverjum steinuldur- mudurinn blístrcidi þegur liann var ú gangi eftir fenja- mýrunum í úrdaga hefur sag- an skilid eftir nokkuð Ijósa mynd af því hvernig fegurö- arsmekkurinn hefur breyst í gegnurn aldirnar. ()g þegur grunnt er skodad kemur í Ijós ad hann hefur fyrst og fremst sveiflast ú milli þess granna ogþess bústna. Adrar sýnileg- ur breytingar ú smekk eru minnihúttar, adeins tilbrigdi við bústnu/grönnu-sveifluna. Eftir henni er hœgt uð rekja sig frú bústnum konum forn- uldar, sem voru uð springa af frjósemi, að íþróttamanns- legum kroppum Grikkja, aft- ur til Mónu Lísu og síðan til nútímuns. Ef einhver skyldi velkjast í vafa þú er smekkur- inn „grannur" í dag. Þannig virðist fegurðar- smekkurinn ferðast hring eft- ir hring. Steinaldarmaðurinn var ábyggilega að flauta á eft- ir sinni Madonnu og hún horfði á eftir Mel Gibson for- tíðar. (I raun er þetta ekki gal- in kenning, þvi bæði hafa þau yfir sér steinaldarsvip. Bæði eru þau með stóra kjálka, lappastutt og sveifla stuttum handleggjunum þegar þau ganga.) GRIKKIRNIR KOMU MEÐ KARLINN EN RÓMVERJARNIR KONUNA Grikkir voru meira fyrir karla en konur. Og þeir voru mikið fyrir karla. Þeir voru hugfangnir af líkamlegri feg- urð þeirra og bókmenntir þeirra og myndlist eru sneisa- fullar af þessari aðdáun þeirra. Þessi ástríða Grikkjanna hefur sett sporgöngumenn þeirra í nokkurn vanda. Að- dáun Platós á ungum mönn- um var slík að hinum sið- prúðu miðaldamönnum í Evrópu þótti ekki stætt á öðru en að búa til hugtakið platónsk úst til að reyna að hylma yfir hómósexúalisma Platóns. Það var eiginlega ekki fyrr en með Rómverjum, sem voru ekki eins opnir fyrir hómósexúalisma, að líkami konunnar fór að vera áber- andi og hinn íþróttamanns- legi Grikki fékk verðugan fé- laga af hinu kyninu. Rómverj- ar vildu hafa konuna mjúka og'- kvenlega; stór 'brjóst, miklar rrijaðmir og mjótt mitti, Þegar. Jeikstjórar í Hollywood' þurffu að velja í hlutverk rómverskra kvenna, mörgum öldum síðar, skoð- uðu þeir kvenlíkneski og -myndir Rómverja gaumgæfi- lega og réðu Sophiu Loren í aðalrulluna. Þeir sem höfðu ekki efni á henni létu sér Urs- ulu Andress nægja. FOTIN FJUKA ÞEGAR SAGAN BERST TIL MIÐJARÐARHAFSINS Um leið og frumkvæði sög- unnar fluttist norðar á bóg- inn eftir hrun Rómaveldis dró hin líkamlega fegurð sig dálít- ið í hlé. Mjúkar mjaðmir og hnyklaðir vöðvar voru ekki lengur i forgrunni. Astæðan var ekki sú að mannkynið hefði orðið sið- prúðara með kristninni held- ur var einfaldlega miklu kald- ara í Mið- og Norður-Evrópu. Athyglin fór að beinast að fín- legum höndum, roða í kinn- um og nettum hökum. Restin af líkamanum var hulin mörgum lögum af fötum og skilin eftir handa ímyndunar- aflinu. (Það er ekki fyrr en með miðstöðvarkyndingunni og síðar sólarlandaferðum sem Norður-Evrópubúar hafa far- ið að meta stærri hluta skrokksins.) Karlarnar voru að sjálf- sögðu jafnhuldir klæðnaði, konurnar voru í ull en karl- arnir í járnslegnum brynjum. Litlum sögum fer af kinnroða þeirra eða hökum, en þeim mun meiri af stökkkraftinum og vígfiminni. Einstakir lík- amshlutir karlsins fengu ekki sérstaka athygli, enda end- uðu þeir út um víðan völl eftir hetjulegan dauða karlanna, þar sem þeir börðust við of- urefli liðs. HIÐ HREINA KYNTÁKN KEMURFRAM Þegar sagan barst aftur til Miðjarðarhafsins fuku spjar- irnar. Á endurreisnartíman- um dreifðist sexapíllinn frá hökunni og smágerðum höndunum niður eftir ávöl- um líkama Venusar þar sem hún sté upp úr hörpuskelinni. Strákarnir fækkuðu líka fötum og þá kom í ljós stæltur og íþróttamannslegur kropp- ur, — næstum alveg eins og Plató féll fyrir forðum. Kon- urnar voru hins vegar full- búttaðar fyrir nútímasmekk. Bæði karlinn og konan báru þess merki að hafa verið uppi fyrir tíma vaxtarhormón- anna og bulimi-sýkinnar. En fötin komu aftur þegar nafli alheimsins fluttist til hirðar Frakkakonungs. Kon- ur urðu aftur bara rauðhærð- ar eða ljóshærð^r en ekki há- leggjaðar, bústnar eða mittis- mjóar. En franska hirðin kunni að gera sér mat úr því litla sem sást og þar þróaðist til fullkomnunar hið tungu- lipra klám sem kallað hefur verið daður. Nokkru síðar dró Emil Zola fram í dagsljósið hvað bjó undir með því að kynna Nönu fyrir heiminum. Þar var mætt frummynd þeirra Marilyn Monroe, Madonnu og margra annarra fegurðar- imynda tuttugustu aldar. Nana geislaði af kynþokka og var lítt brúkanleg til annarra hluta en kynlífs. FEGURÐIN FER í BÍÓ Og þessa öld hafa kvik- myndirnar séð okkur fyrir ímyndum fegurðarinnar. Það er helst poppið sem getur eitthvað lagt til málanna. En hinar svokölluðu fögru listir hafa ekkert í samkeppni við bíóið að gera, enda lögðust þær í úpphafi aldarinnar út í einhverja eyðimerkurgöngu sem ekki sér enn fyrir end- ann á. Allt frá því Valentino lét heilu bíóhúsin fá gæsahúð með augnaráðinu einu sam- an hafa langflestir karlanna í bíó verið muldrandi, karl- mannlegir, eilítið viðkvæmir, en, umfram allt, frábærir elskhugar. Stærstu nöfnin eru meira eða minna útgáfur af þessu. Þeir eru grannir og virka meðalmenn á tjaldinu þótt þeir séu utan þess fæstir gjaldgengir í lögguna vegna smæðar. Af stærstu stjörnun- um er það helst Schwarze- negger sem fellur ekki inn í þessa formúlu, enda hefur komið í Ijós að hann er varla ÍMYNDIR KARLFEGURÐAR 1. John Malkovich 2. Humphrey Bogart 3. Rúnar Júlíusson 4. Sean Connery 5. Valentino 6. Valdi- mar Örn Flygenring 7. Mel Gibson 8. Egill Ólafs- son 9. James Dean 10. Cary Grant 11. Helgi Pét- ursson 12. Elvis Presley 13. Gunnar Eyjólfsson 14. Robert Redford 15. Björgvin Halldórsson. nothæfur í neitt nema gam- anmyndir. Konurnar hafa verið mis- munandi útgáfur af Nönu hans Zola, — bara mismun- andi grannar pg misjafnlega brjóstastórar. Á milli hreinna kynbomba (Monroe, Bardot, Madonna) hafa verið gerðar tilraunir til að bæta einhverju við kyntáknin til'að draga úr því að þau séu allra gagn. Síð- asta tilraunin til þess er Julia Roberts eftir Pretty Woman. Niðurstaðan er einhvers kon- ar sykurhjúpur, hópvinna markaðs- og fegruharfræð- inga. Loks hefur maðurinn gert fegurðina sér undirgéfna eins og aðrar skepnur jarðar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.