Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 26

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 'Jiíjjrtf íétciiðfiat* jjjóðéögut* Tveir ungir bræöur sátu eitt sinn inni í herbergi sínu, sem var í risíbúð í gömlu bárujárnshusi. Sá yngri fór á kostum og sagöi hinum ótrúlegar sögur. Sjálfur var sögumaöur i aöalhlutverki i öllum sögunum. Þegar þeim eldri þótti nóg um, og var farinn aö gruna bróöur sinn um aö segja ekki satt, fylltist hann áhyggjum og sagði: „Þú veist aö guö heyrir allt sem þú segir." Sá yngri leit til lofts, hugsaöi sig um smástund en sagöi síðan, nokkuö ör- uggur meö sjálfan sig: „Hann heyrir nú ekki gegnum járn." (Úr strákasogum) Fréttamaöur Ríkisút- varpsins var eitt sinn á Ak- ureyri og komst þar aö því aö ágreiningur var milli Gauta Arnþórssonar, yfir- læknis á Fjórðungssjúkra- húsinu, og Guöjóns Magn- ússonar, þáverandi aöstoö- arlandlæknis. Fréttamaöur fékk staðfest aö Guöjón heföi óskaö eftir aö gerö yröi rannsókn á störfum Gauta. Meö þessa vitn- eskju hringdi fréttamaður- inn til félaga sinna á frétta- stofunni i Reykjavik. Ekki tókst þeim betur til en svo, aö sagt var í fréttum aó aó- stoðartannlæknir heföi óskaö rannsóknar á störf- um yfirdýralæknisins á Ak- ureyri. (Úr fréttamannasögum) Þulur hjá Ríkisútvarpinu var eitt sinn aö lesa tilkynn- ingar. í einni auglýsingunni mismælti þulurinn sig og sagói: „Parket i úrvali, parket í úrvali, fura, egg og beikon." Þulurinn tók ekki eftir neinu og hélt lestrinum áfram eins og ekkert hefói í skorist. Aö sjálfsögöu átt auglýsingin aö enda á orö- unum fura, eik og birki. (Úr þulasogum) Skipstjóri á fiskibáti i Breiöafiröi, sem var vanur aö tala um bát sinn i fyrstu persónu, var aö kalla á fé- laga sinn, sem var skip- stjóri á öörum báti. Þaö var sama hvaö skipstjórinn kallaði, hinn heyrði ekki í talstööinni. Eftir nokkra stund kom loks svar. „Sæll og blessaður, hvar ertu?" „Ég er niöri á tvö hundr- uö og þrjátíu föömum, al- Ijósaöur, séröu mig ekki?" svaraði hinn. (Úr skipstjórasógum) HÚN ER KOMIN fHUNDANA Fyrir skömmu mátti sjá í dagbladi auglýsirtgu um all- nýstárlega þjónustu, þar sem bodid uar upp á aö taka hunda ígœslu og fara med þá í gönguferdir. Þad fyrsta sem kom í hugann uar að þarna vœri á ferðinni einhver gam- all sveitamaður sem vildi komast í snertingu við þessar blessuðu skepnur eftir langa fjarveru úr sveitinni, en svo var aldeilis ekki. Hunda- gœslumaðurinn var ung stúlka, sem á milliþess að líta eftir hundunum og fara með þá ígönguferðir stundar nám við Leiklistarskóla íslands. Hún heitir Björk Jakobsdótt- ir, er Gaflari og hefur ýmis- legt baukað um œvina. Einhverjir hafa sjálfsagt haldið að þessi auglýsing væri eitthvert grín, en hvað segir hundagaeslukonan. „Auglýsingin er að sjálfsögðu ekkert grín. Fyrst hengdi ég upp tilkynningu í gæludýra- búðum og hjá Hundaræktar- félaginu, setti síðan auglýs- ingu í dagblað og síðan hefur verið nóg að gera. Sjálfa hef- ur mig alltaf langað til að eiga hund, en ekki getað það vegna þess að ég hef ekki að- stöðu til að láta gæta hans ef ég þyrfti að bregða mér frá. Þannig að ég hugsaði að í stað þess að eiga hund gæti ég kannski aðstoðað fólk sem ætti í sömu vandræðum, — og kannski uppfyilt þannig að einhverju Ieyti óskina um að eignast hund." / hverju felst þjónustan sem þú býður upp á? ,,Ég reyni að sinna þörfum og óskum hvers og eins. Ég hef tekið eftir því að mesta þörfin liggur í því að ef fólk þarf að bregða sér frá í fáeina daga lendir það oft í vand- ræðum með að koma hund- unum fyrir. Svo eru aðrir sem eiga hunda sem þurfa mikla hreyfingu, og fólk hefur ekki alltaf tíma sem skyldi." Björk segist leggja mikla áherslu á að kynnast hverjum hundi áður en hún tekur hann í lengri gæslu. „Hund- eigendum er illa við að láta hundana í hendurnar á ókunnugum og því býðst ég til að verða einhverskonar frænka, eða einhver sem hundurinn þekkir. Þannig losnar fólk við að vera alltaf að setja hundinn sinn í hend- ur vandalausra. Hundar þurfa umhyggju og það er mikið atriði að þeir þekki þá sem þeir umgangast. Þeir eru á vissan hátt ekkert ólíkir ungbörnum, nema allir vilja passa ungbörn, en enginn vill táka'hund." Þegar þú ert úti að ganga með hundana ertu þá kannski að kanna viðbrögð þeirra við leikhœfileikum þínum? „Það er aldrei að vita hvað okkur fer á milli, en það góða við hundinn er að hann er trúr vinur og kjaftar aldrei frá. Svo má kannski segja að við bætum hvort annað upp; ég þarf að fá mína hreyfingu til að halda mér í formi fyrir skólann, og hundurinn ekki síður til að hlaupa ekki í spik.“ En hefur þú einhverja sér- staka þjálfun í að umgangast hunda? „Ég var í sveit alla mína barnæsku og tók svo upp á því á seinni árum að ráða mig sem kaupakonu norður í land í sumarvinnu, og í sveitinni öðlast maður að sjálfsögðu reynslu í því að umgangast dýr. Svo þegar ég kom á mal- bikið í haust saknaði ég þess að hafa ekki dýrin í kringum mig, svo ég ákvað að reyna að sinna þessu áhugamáli mínu og drýgja tekjurnar um leið, vegna þeirrar staðreynd- ar að námsíánin hafa lækkað um heilar tíu þúsund krónur á mánuði." Hvernig hafa svo viðtök- urnar verið? „Þær hafa verið mjög góð- ar, ég finn að þessa þjónustu hefur vantað. Nú þegar hef ég tekið að mér nokkra hunda og bæði hundarnir og eig- endurnir virðast ánægðir." Ertu kannski með þessu bú- in að finna œvistarfið? „Nei, ég hef nú hugsað mér að reyna að eignast minn eig- in hund seinna meir. Svo er draumurinn að verða góður leikari, hver veit nema í fram- tíðinni geti ég leikið á vet- urna og síðan átt sumarat- hvarf með hundum og hest- um,“ sagði Björk. Björk Jakobsdóttir, tilvonandi leikkona, hefur fundið bráð- snjalla leið til að drýgja tekj- urnar og sinna einu af áhuga- málum sínum. SJÚKDÓMAR OG FÓLK Þreyta, slen og slappleiki Katrín B. sat gegnt mér í stólnum mæðuleg á svip. „Ég er svo óskaplega þreytt," sagði hún. „Það er alveg sama hversu lengi ég sef, alltaf vakna ég þreytt. Ég get tæplega annast heimilið lengur." Hún var feitlagin, þreytuleg á svip, klædd í blá- bleikan glansgalla; hárið var litlaust og slétt, andlitið ómálað. Katrín var tæplega fertug húsmóðir, börnin voru komin á legg, eigin- maðurinn á hraðferð til met- orða í þjóðfélaginu og henni fannst eins og allir hefðu skilið sig eina eftir á ókunnri brautarstöð. Hún hafði reynt að vinna úti en fannst það vera svik við börnin svo að hún hætti því. „Ætli ég sé með krabbamein eins og Jóna móðursystir?" spurði hún. „Nei, það held ég ekki," svaraði ég, ,,en þetta verð- um við að rannsaka betur." ALGENGAR KVARTANIR Þreyta og slen eru ein- hverjar algengustu kvartan- ir sem berast læknum til eyrna. Ástæðurnar geta ver- ið ótalmargar. Ég skipti oft þreytu og sleni í þrjá aðal- flokka. í fyrsta lagi er líkam- leg þreyta. sem stafar af áreynslu og puði. Vöðvarnir OTTAR GUDMUNDSSON eru þá fullir af mjólkursýru og koltvísýringi svo að menn finna til örmögnunar. Slík þreyta er oftast ánægju- leg og meðferðin einföld; hvíld og svefn. Vöðvarnir losa sig þá við úrgangsefnin, endurnærast og menn vakna upp tilbúnir í ný átök. í öðru lagi má nefna þreytu sem er fylgifiskur líkam- legra veikinda, langvinnra sýkinga, inflúensu, sykur- sýki eða krabbameins. Venjulega eru þó önnur ein- kenni fyrir hendi sem benda til þessara sjúkdóma. Alvar- leg veikindi eru sjaldnast or- sök langvinnrar þreytu einn- ar og sér, en þó þarf að rann- saka slíka einstaklinga vel. Margir læknar einblína um of á ýmsa líkamlega sjúk- dóma þegar einhver nefnir orðin: þreyta og slen. Þeir senda viðkomandi sjúklinga í ótal rannsóknir; blóðmæl- ingar, þvagrýni, röntgen, speglanir, ómanir og sýna- töku. Þegar eðlilegar niður- stöður liggja fyrir kalla þeir sjúklinginn á sinn fund og segja glaðir að nú sé þetta full-rannsakað; ekkert sé að og sjúklingurinn geti farið hamingjusamur heim. Hann situr eftir og hefur í raun ekki fengið neina bót ein- kenna sinna en lækninum líður betur, pnda þess full- viss að hann hafi ekki misst af neinu eða gert nein mis- tök. Slíkt rannsóknaæði er því betur til þess fallið að lækna óróleika og óöryggi læknisins en sjúklingsins. ANDLEGAR ORSAKIR í þriðja lagi má nefna and- lega ástæðu mikillar þreytu. Streita, kvíði og spenna eru algengustu or- sakir mikillar þreytu sem fólk finnur fyrir. í mörgum tilvikum virðist um að ræða varnarkerfi sálarinnar. Fólk vill ekki horfast í augu við vandamál eins og erfitt hjónaband, leiðinlega vinnu, erfiðleika í samskipt- um við aðra, dapurleg pen- ingamál, o.fl. Sálin er full af óleystum áhyggjuefnum sem brjótast fram í óljósum líkamlegum einkennum eins og þreytu og sleni og krabbameinsáhyggjum. HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA? Katrín B. var þunglynd og það var orsök þeirra ein- kenna sem hún kvartaði undan. Henni fannst hún af- skipt í lífinu, hún grunaði eiginmann sinn um græsku og hún var óánægð með það líf sem þau lifðu. Okkur tókst að ræða þessi mál og henni fór að líða betur og hún áttaði sig á því að hún þyrfti að aðhafast eitthvað. Þaö er ýmislegt hægt að gera við þessum einkenn- um. Vítamín eða róandi lyf eru sjaldnast skynsamlegur valkostur þrátt fyrir flenni- stórar auglýsingar í fjölmiðl- um með myndum af eitur- hressum sjónvarpskonum sem aldrei virðast þreytast, þrátt fyrir mikið álag í einka- lífi og annars staðar. Best er að geta rætt um lífið og til- veruna og gera sér grein fyr- ir eigin óánægju og von- brigðum og reyna síðan að endurskipuleggja líf sitt. Mataræði: Reglubundið mataræði á matmálstímum er mikilvægt. Mikið sælgæt- isát og kókdrykkja getur gert fólk þreytt vegna sveiflna i bíóðsykri. Lík- amshreyfing: Æfingar eins og hlaup, sund eða hjólreið- ar vinna bug á þreytu og auka úthald og þol. Áreynsla að loknum vinnudegi losar um spennu og eykur orku. Svefn: Nægur svefn er nauðsynlegur þeim sem finnst þeir síþreyttir. En aðal- atriðið er að þessi einkenni séu tekin alvarlega og lækn- ar gefi sér tíma til að ræða við sjúklinga sína um eitt- hvað annað en eðlilegar rannsóknarniðurstöður og allan þann aragrúa af sjúk- dómum sem þeim hafi tekist að útiloka með þekkingu sinni og fyrirhyggju.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.