Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 4

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 AnUMG, d ÚóicuHxii Guðmundur kvikmyndatökumaður og einn af eigendum Nýja Baby grand heyrði að Reimar ætti að fara af heimilinu að hún sofnaði grátandi með andlit- ið ofan í rjómatertunni sem hún hafði bakað. Daginn eftir fór Reimar með nýja lettann, Chevrolet Chevy 11 1964, beint á bíla- sölu og skipti á sléttu á gamla Kádiljáknum. Ég hélt hann væri orðinn vitlaus. Bílasalinn varð svo æstur að hann roðnaði í framan og er þetta í eina skiptið sem ég hef séð bílasala roðna því sú stétt manna kann ekki að skammast sín. Bílasaiinn viidi fá að sjá afsal til að vera viss um að Reimar ætti nýja bílinn og þegar það var sannað hló hann upp í opið geðið á okkur. Hann útbjó pappírana í hasti og afhenti Reimari lyklana. Kadilakk- inn fór ekki í gang frekar en fyrri daginn. I höfðingsskap- arkasti gaf bílasalinn Reim- ari fyrir sendibíl, sem dró okkur af svæðinu. Reimar sat undir stýri í flekoninu og flautaði. Svo renndi hann sér í gegnum gírana og sagði: — Nú set ég í fyrsta. Og nú set ég í annan. Ég var alveg gáttaður. Ég vissi að Eiki hafði skrifað upp á víxla- bunka. Og þá fór Reimar svona að ráði sínu. Maður sem vildi verða ríkur. Hvern- ig gat hann verið svona vit- laus? — Ég held þú hafir ekki gert góð kaup, sagði ég. — Af hverju seldirðu ekki Lett- ann fyrst og keyptir svo skrjóðinn? Við hefðum get- að farið í ísafjarðarreisu fyrir afganginn. — Þú hugsar alltof smátt Nasi, sagði Reimar. — Aðrir verða líka að græða vinur. Það liggur í hlutarins eðli. Ég ætla mér að verða kaup- maður í framtíðinni. Ríkasti maður á landinu. Heyrirðu það. Og ég vil byrja grand vinur. Eg vil láta sjá mig á Kadilakk þegar ég starta mínum ferli. Ég vil fá viður- nefnið Baby grand ef ég á eitthvað annað að heita í bransanum en Reimar ríki. Og ef þú skráir einhverntím- ann sögu mína þá máttu hafa orðið Bransi með stór- Það var engin spurning hja folki sem fylgist með tónlist hver var sigurvegari í síðustu HURÓVlslON-keppni (þó svo gamla gengið hafi reynt að troða upp á okkur öskrandi Bo Bedre-krökkum frá Svíþjóð). - Það var engin önnur en söngkonan og glæsikvendið AMINA, ættuð frá Túnis, búsett í Frakklandi. Amina hefur starfað með fjölda þekktra tónlistarmanna; meðal annars AFRÍKA BAMBAATA. Árið 1988 sendi hún frá sér plötuna yalil sem vakti mikla athygli víða um heim. Stúlkan hefur líka stundað kvikmyndaleik og náð góðum árangri. Til dæmis í mynd BERNANDOS BERTOLUCCIS TE í SAHARA. Athyglisverð söngkona. Förum a tónleikana... Fallegasta, skemmtilegasta og glæsilegasta parið sem ég hefséð í Reykjavík síðan sögur hófust. Hrifning mín var slík að ég gleymdi að spyrja þau til nafns og biðst velvirðingar á því. 'SF|R0|NGUr og ævintýri tians í Reykjavík Reimar brást ókvæða við þegar hann fékk nýjan Chevrolet í afmælisgjöf á sautján ára afmælisdaginn sinn. Hann hafði óskað sér gamals sendiráðsbíls, Kadi- lakks. — Ég vildi miklu frem- ur eiga ógangfæran Kadi- lakk en Chevrolet glænýjan úr kassanum, sagði hann við afmælisgesti þegar hann var búinn að jafna sig. Öni pabbi sagði að réttast væri að koma Reimari fyrir á góðu sveitaheimili. Éika setti hljóðan. En móðir mín blessuð, sem hafði fengið sér obboðlítið sérrí í tilefni dags- ins, var ekki með málin full- komlega á hreinu. Hún varð svo sorgmædd þegar hún Hjördís hy'ii'ii.œ.ta ltj,á 9ce.la*tAic Mo-Aeli., et k-0-m.ÍH á i.a*nnÍH(f. Itjá móAeLi.h'ii^i.tojjUH.H.i ó}lai.lt í Mítané. um staf. Önundur faðir minn fór á annan endann þegar Reim- ar kom með Kadilakkinn, en Eiki varð sem dópaður. Eiki var það málstirður að hann treysti sér ekki í þjark við bíiasalann. Það varð úr að pabbi færi. — Drengurinn var ekki þvingaður til neins, sagði bílasalinn. Og þessi ljóti hérna er til vitnis um það. Hann benti á mig. A meðéui við vorum að æsa okkur og faðir minn að staglast á því að Reimar væri ekki fjárráða var Reimar heima á lóð salírólegur að troða tröllaskít í ryðgöt á drossíunni og lakka yfir með svörtu. Hann var ekki enn búinn að koma henni í gang en húkti flestum stundum úti í bíl samt sem áður að strjúka mælaborðið. Þess á milli las hann í bók- inni „Viltu verða leyni- lögga?" Hans fyrsta mál var að fara og njósna um ferðir föður míns. Ég nennti ekki að taka þátt í þessari vit- leysu. En Reimar hvarf út í Duy & A/i ght júpíters slógu enn í gegn á borginni á ddaflugsgóðu balli síðasta föstudags- völd. Borgin minnir nú á gamla daga, hiti og sviti í loftinu, fólk að kela í sófun- m og dansgólfið troðfullt af stórkost- lega skemmtilegu fólki. EIRA AF SVONA KVÖLDUM, BORGARMENN hríðina einn eftirmiddag. Þetta var liður í starfsþjálfun samkvæmt fræðsluriti um lögreglustörf, sem við höfð- um stuttu áður fengið í pósti frá Kaliforníu. Klukkan níu kom Reimar heim hróðugur með skýrslu sem hann sýndi mér. 19.08 Önundur fornsali lokar hjá sér og heldur út í bæ. 19.17 ljóshærð kona opnar fyrir honum í húsi við Óðinsgötu. Önundur dvelur þar tii klukkan 19.30. — Of stuttur tími til að nokkuð al- varlegt hafi gerst, sagði ég. 20.03. Önundur hittir vissan bílasala. Þeir ganga saman á Hótel Borg. Spæjari á vakt, Reimar Eiríksson, sér inn um glugga að bílasalinn tel- ur Önundi þrjátíu seðla á borðið. Sennilega þúsund- kalla. Þeir takast í hendur. Skýrslu lýkur.. Leynilögregla við störf flýtir sér heim til að verða á undan grunaða heim. — Grunaða hvað? spurði ég- Daginn eftir sagði Eiki mér að hann hefði ákveðið HIN IUIÖR6U ANDLIT SIGGU BEINTEINS Sigga Beinteins var í hinu nýja kvikmyndaveri Nýja bíós í síðustu viku við upptökur á myndbandi við lagið Hamingjumyndir með Stjórninni. í myndbandinu er Sigga í fötum frá Plexiglass. að lögsækja ekki. Hann Ön- undur mágur hefði sagt sér að það væri ekki til neins, jafnvel þótt Reimar væri ekki fjárráða. Slík málaferli gætu staðið árum saman og ekkert upp úr því að hafa nema sorgir. Ég ákvað að ráða Reimar til að finna minn raunverulega föður. Ólafur Cunnarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.