Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 29

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 29 Ropi & skítur á þýskri kvikmyndahátíð Hápunktur þýskrar kvikmyndaviku, sem hefst á laugardaginn, er sjálf- sagt hingaðkoma leik- stjórans Cristophs Schilg- ensief. Hann er án efa um- talaðasti kvikmyndagerð- armaður Þjóðverja og af- rek hans iáta tilraunir Hrafns Gunnlaugssonar til að vekja umtal líta út eins og prakkarastrik sæta- brauðsdrengsins. „Þér kastið upp við að horfa á þessa mynd," sagði gagnrýnandi Bildzeitung um mynd Schilgensiefs; Þýska keðjusagarmorðið, — þeir komu sem vinir en enduðu uppi sem pylsur. „Myndin er ropi og skítur,“ sagði gagn- rýnandi Der Spiegel. Þýska keðjusagarmorðið verður sýnd á hátíðinni og einnig önnur mynd þessa dá- samlega manns; Adolf Hitler í 100 ár. Þýskir gagnrýnendur voru líka hrifnir af henni: ,,. . . það eina sem er hefð- bundið við hana eru titlarnir sem birtast í upphafi og enda hennar,“ sagði Hamburger Rundschau og RW. Jensen MAÐURINN MEÐ LAMPANN. Cristoph Schilgensief, Enfant terrible í þýskri kvikmyndagerð, heldur á.lampanum við tökur á 100 árum af Hitler. lýsti henni með eftirfarandi upptalningu: „skítug, ógeðs- leg, skræk, skökk, full af guð- lasti, ódýr, asnaleg, fitug, banal, litrík, ömurleg, rógs- kennd og hysterísk, eins og fyrirbærið sjálft: Hitler". Eitthvað fyrir Auði Eydal og hina krakkana í kvik- myndaeftirlitinu. Símsvari Hermann Gunnarsson „Hæ, þetta er Hemmi vinur þinn; skáld, fífl og fræðimað- ur frá Fremstuhúsum í Dýra- firði, kominn af galdra- og gleðimönnum fyrir vestan, þarafieiðandi Vestur-Islend- ingur. Nú er strákurinn kom- inn til Bandaríkjanna að skoða allar stjörnurnar þar og kemur ekki til baka fyrr en um miðjan september. Ég vona að þú hafir það regiu- lega gott þangað til. Eg hlakka til að heyra í þér og hitta þig. Bless á meðan." MYNDLISTIN_______________ Á laugardag verður opnuð í Nýhöfn mjög athyglisverð sýning á olíumálverkum Krist- ínar Guðrúnar Gunnlaugsdótt- ur. Kristín fæddist 1963 og hef- ur verið við nám á Ítalíu síð- ustu ár í freskumálun. í Ný- höfn sýnir hún tölf málverk frá árunum 1988—'91. Og svo er það franska línan. Án sýnilegs titils er heiti á sýn- ingu sem haldin er í boði Jacqueline og Jack Lang, sendiherra Frakklands á ís- landi. Þátttakendur hafa allir búið í Frakklandi, stundað þar nám eða búa þar jafnvel enn. Þessi sýna: Erla Magnúsdóttir grímur, Odd Stefán Þórisson Ijósmyndir, Ragnheiður Ág- ústsdóttir leirlist, Yann Hervé myndverk og Þórdís Ágústs- dóttir Ijósmyndir. Syningin er i Listhúsinu, Vesturgötu 17, á sunnudaginn kl. 17. SJÓNVARPIÐ Sinéad O'Connor, sú írska dís, veröur með tónleika í Ríkis- sjónvarpinu á föstudags- kvöldið. STÖQ2__________________ Það er mikil B-myndahátíð í vændum á Stöð en við vekjum hins vegar sérstaka athygli á þættinum Lagakrókar — 100 þættir að baki sem verður á fý>áJzi+i Guinnes Book of World Records útgefin 1991 Þessi 820 síðna doðrantur er ótrúlegt samsafn frásagna af furðulegum uppá- tækjum manna sem láta sig hafa það að spila á píanó á botni sundlaugar, ganga aftur á bak dögum saman eða hakka í sig ókjör af mat — allt til þess að komast tíma- bundið á þessi spjöld sögunnar. Öðrum þræði er bókin líka fræðslurit með feikna- miklum upplýsingum um allt milli himins og jarðar. Tilvalin fyrir þá sem vilja sá um sig í partíum. Við gefum henni 7 af 10. 9~® Guðrún Mary er 23 ára görnul, á afmæli 5. júlí. Hún er laus og liðug og lærir rússnesku í Háskól- anum. Áttu kött? Nei. Hlustarðu á Megas? Stundum. Hvað borðar þú í morgun- mat? Ristað brauð með hunangi. Hefurðu farið á tónleika með GCD? Nei, ég gæti það ekki. Gengurðu með sólgler- augu? Yfirleitt ekki. Læturðu lita á þér hárið? Já, reyndar. En gerirðu það sjálf? Stundum Ertu búin að sjá Hróa hött? Já. Hefurðu átt heima í út- löndum? Já. Kanntu dönsku? Ég gæti bjargað mér. Áttu fjallahjól? Nei. Ferðu í sólbað í sundlaugunum? Ef það er sól. Kitlar þig? Já, mjög. Hvernig strákar eru mest kynæsandi? Þeir þurfa að vera bæði skemmtilegir og almennilegir. Hugsarðu mikið um það í hverju þú ert? Það fer svolítið eftir skapinu. Gætirðu hugsaö þér að reykja hass? Ég hef ekki hugleitt það. Áttu bíl? Já, lítinn og sæt- an Suzuki Swift Við hvað ertu hræddust? Stríð og hatur. Vinsazlustci myndböndin 1. Parcific Heights 2. Look Who's Talking 2 3. Rookie 4. Pump up the Volume 5. Firebirds 6. Revershal of Fortune 7. Cover up 8. Memphis Belle 9. Stanley and Iris dagskrá á sunnudagskvöldið kl. 21.15. Á þessum merku tímamótum er rætt við ýmsa af leikurunum og „skondin" atvik sýnd. Ef þú ert lagakrók- afrík þá er þessi þáttur algert „möst". BÍÓIN HÁSKÓLABIÓ Hamlet*** Beint á ská 2Vi** Alice*** Lömbin þagna*** Bittu mig, elskaðu mig* Allt í besta lagi*** Skjaldbökurnar*** LAUGARÁSBÍÓ Eldhugar** Leikaralöggan** Dansað við Regitze*** REGNBOGINN Hrói höttur** Dansar við úlfa*** Cyrano de Bergerac*** Glæpakóngur- inn** Skúrkar* Litli þjófur- inn* STJÖRNUBÍÓ Hudsor. Hawk** Börn náttúrunnar** The Doors 0. BÍÓIN ...fær Jóhantt Frímannsson fyrir að hafa glætt Borgina lífi, - enn á ný. Nií þarf bara að láta matsölu- staðinn blómstra og þá hefur Borgin hlotið verðugan sess. VISSIR ÞÚ ... að iapanskt fyrirtæki hef- ur sett á markaðinn salerni sem efnagreinir það sem í því lendir og gefur notandanum upplýsingar um sykurmagn i blóði, eggjahvítuinnihald lík- amans og mælir blóðþrýsting og púls. Fyrst um sinn kosta herlegheitin 7 búsund dollara eða tæpar 430 þúsund krónur íslenskar. Ef salernið slær í gegn má þó búast við að það lækki einhvern tímann í fram- tíðinni. . . . að það kostar 250 dollara og 25 sent að kaupa tán- ings-leigumorðingja í Kína- hverfinu í New York til að drepa einhvern úr óvinaklík- unni. 250 dollarar (rúmar 15.000 krónur) eru fyrir verkið sjálft en 25 sentin (15 krónur) kostnaður við að kalla leigu- morðingjann upp í píptækinu. oy cuuuw í JnZi Fimmtudagskvöld Sveiflu- og dixielandhljómsveitin STALLAH-HÚ Föstudags- og laugardagskvöld Sunnudagskvöld Rokktónleikar ROJÞRÓ ásamt fleiri rokkböndum Nýr og breyttur pöb f kjallaranum KLÚBBURINN Borgartúni 32 A? . . . að það er misskilningur að Rússar hafi fundið það upp hjá sjálfum sér að steypa styttur af ýmsum forvigismönnum sósí- alismans. Eins og kunnugt er eigum við íslendingar eina slíka í Hallgrímskirkiu. en Guðmundur Jaki Guðmunds- son sat fyrir á sínum tíma þeg- ar Einar Jónsson hjó út Krists- líkneskið, sem stóð voldugt upp við altarið. I sumar réðst maður inn í kirkjuna og steypti Guð- mundi svo hann féll og mölvað- ist úr andlitinu á honum. Öfugt við stytturnar af Lenín og fé- lögum á að gera við þá af Gvendi jaka. REYKJAVÍK THE • 03 i i PÚLSINN —ir Moulin Rouge hvdð annáð? BÍÓBORGIN Rússlandsdeildin* Á flótta** Lagarefir** Skjald- bökurnar 2** Eddi klippi- krumla** BÍÓHÖLLIN Rakettumaður- inn*** Mömmudrengur* Líf- ið er óþverri 0, New Jack City*** Skjaldbökurnar 2** Aleinn heima*** í kvenna- klandri* Sofið hjá óvinin- um*** HAMLET HÁSKÓLABÍÓI Rosalega skemmtileg mynd. Brjálæðislega fyndið að sjá Mel Gibson, Mad Max, sem Hamlet. *★* RAKETTUMAÐURINN The Rocketeer BÍÓHÖLLINNI Ævintýramynd. Eina stjörnu fyrir spennu, aðra fyrir grín og þá þriðju fyrir tæknina. Fullt hús á þeim sviðum sem að var stefnt. Að sjálfsögðu er myndin ömurleg fyrir þá sem leiðist svona myndir. ★★★

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.