Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 10

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 Byggöastofnun FÉKK 600 MILLJÚNA KRÓNA1ÁN HJÁ ERLENDUM OANKA ÓT Á FALSKA EIGINFJÁRSTfiÐU 1200 milljóna króna ríkisstyrkur var notaður til að bæta eiginfjárstöðuna, en tveimur mánuðum síðar settur í afskriftasjóð Síðastliðið vor lagfærði Byggðastofnun eiginfjárstöðu sína með því að fá ríkisaðstoð upp á 1.200 milljónir króna og fékk þar með samþykki Norræna fjárfestingarbank- ans (NIB) fyrir 600 milljóna króna lánveitingu. Tæpum tveimur mánuðum síðar voru 1.200 milljónir settar í af- skriftasjóð og staðan á eiginfjárreikningi því orðin sú sama og áöur en bankinn setti skilyrði um bætta eigin- fjárstöðu. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, neitar að bankinn hafi verið blekktur og segir að enn hafi ekki komið til þess að nýta þessa fjármuni sem fóru í af- skriftasjóð, þótt þeir hafi vissulega verið bókfærðir þar til að mæta fyrirséðu tapi. Guðmundur Kr. Tómasson hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki segist þurfa frekari upplýsingar til að geta svarað því hvort bankinn hafi verið blekktur. sem Framkvæmdasjóöur hafði tek- ið að láni erlendis og síðan endur- lánað Byggðastofnun. í samræmi við heimildina á lánsfjárlögum féllst ríkissjóður á að taka yfir þetta 1.200 milljóna króna lán. Þar með batnaði skuldastaða Byggðastofnunar um 1.200 milljónir og stofnunin losnaði við 300 milljóna króna greiðslu- byrði á þessu ári. HLAUPIÐ TIL VIKU FYRIR SKÝRSLU RÍKISENDURSKOÐUNAR í byrjun ágúst, viku áður en Ríkis- endurskoðun skilaði forsætisráð- herra skýrslu um stöðu Byggða- stofnunar og Framkvæmdasjóðs, ákvað stjórn Byggðastofnunar að setja 1.200 milljónir króna í af- skriftasjóð með tilliti til erfiðleika fiskeldis. í máli Byggðastofnunar hefur komið fram að þetta hafi verið gert í beinu framhaldi af 1.200 millj- óna króna skuldaafléttingunni. í af- skriftasjóðnum voru 500 milljónir fyrir og þar með var búið að færa í afskriftasjóð í samræmi við það mat sem fram kom í áliti Ríkisendur- skoðunar, sem þó hafði enn ekki af- hent forætisráðherra skýrslu sína. Þar segir: „Rikisendurskoðun telur að fram- lög í afskriftasjóð þurfi að nema allt að 1.725 milljónum króna hjá Byggðastofnun. í byrjun ágústmán- aðar 1991 samþykkti stjórn Byggða- stofnunar að auka framiög í af- skriftasjóð um 1.200 milljónir króna, þannig að heildarframlög nema alls um 1.650 milljónum króna. Af framansögðu má ráða að framlög í afskriftasjóð á liðnum ár- um hafa ekki verið nægilega há. Eigið fé Byggðastofnunar í lok maí- mánaðar 1991 nam tæplega 1.700 milljónum króna, sem er um 19% af heildareign stofnunarinnar." „BANKINN VERÐUR EKKERT HISSA“ Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, staðfestir að stofnunin hafi tekið lán hjá NIB fyrir þörf sinni í ár, það er 600 milljónir króna. „Einhvern tímann um ára- mót gerði ég þeim grein fyrir að til stæöi að umrædd afgreiðsla yrði í lánsfjárlögum. Þá sögðu banka- mennirnir úti að þeir myndu skoða með velvilja umsókn frá okkur um svokallað byggðalán. Áður vorum við búnir að fylla dálítið okkar kvóta," sagði Guðmundur. „Það að eigandi Byggðastofnunar, ríkið, var að styrkja efnahag Byggöastofnun- ar var mjög jákvætt í þeim tilgangi að lánveitandinn kæmi með lán á móti. Þetta virkaði því með góðum hætti." — Tveimur mánuðum síðar setjið þið sömu upphæð og þið fenguð frá ríkinu beint í afskriftasjóð. Er bank- anum kunnugt um að eiginfjárstað- an er komin á svipað ról og hún var fyrir? Þegar Byggðastofnun sótti um 600 milljóna króna lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum gerði bank- inn kröfu um bætta eiginfjárstöðu. Byggðastofnun vísaði þá til beiðni sem lægi fyrir hjá ríkisstjórninni og með lánsfjárlögum síðastliðið vor var samþykkt heimild til handa rík- isstjórninni um 1.200 milljóna króna aðstoð. Það kom í hlut Friðriks Sop- hussonar, nýs fjármálaráðherra, að nýta heimildina í maímánuði síðast- liðnum. STYRKUR TIL AÐ GERA UPP SKULD VIÐ FRAMKVÆMDASJÓÐ Við svo búið veitti Norræni fjár- festingarbankinn Byggðastofnun 600 milljóna króna lán, en aðeins nokkrum mánuðum síðar, viku áð- ur en Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu um stöðu Byggðasjóðs, ákvað Byggðastofnun að setja ná- kvæmlega 1.200 milljónir króna í af- skriftasjóö. Þar með var staöan á eiginfjárreikningi orðin sú sama og áður en NIB setti skilyrði fyrir lán- veitingu. Byggðastofnun skuldaði Fram- kvæmdasjóði 1.200 milljónir króna „Vil ekki viður- kenna að við höf- umblekkteinneða neinn," segir Guö- mundur Malm- quist, forstjóri Byggðastofnunar. „I rauninni er þetta bókhaldsat- riði. f eina tíð var aldrei neinn af- skriftasjóður, hvorki í Byggðastofn- un né í Byggðasjóði gamla. Það var einungis tekið af höfuðstól. Núna er hins vegar byrjað á þessu og við reynum að eiga í afskriftasjóði fyrir einu til tveimur árum fram í tímann. Það að við settum þessar 1.200 milljónir í afskriftasjóð var vegna umtalsins í þjóðfélaginu og þeirrar nýju stefnu að vera með í afskrifta- sjóði fyrir öllu hugsanlegu tapi á líf- tíma lánanna. Við erum búnir að því núna. Bankinn verður ekkert hissa á þessu." BANKINN MUN KANNA MÁLIÐ PRESSAN spurði Guðmund Kr. Tómasson hjá NIB í Helsinki um af- stöðu bankans til þessarar tilfærslu hjá Byggðastofnun, en hann sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu og vísaði til bankaleyndar. — Voruð þið blekktir? „Ég hef ekki haft tækifæri til að skoða þennan reikning ennþá og get því ekki svarað hvort við höfum verið blekktir. Að öðru leyti get ég ekki tjáð mig um málið vegna bankaleyndar." Guðmundur Malmquist segir að eiginfjárstaðan sé í raun 1.700 millj- ónir, samkvæmt eiginfjárreikningi, auk 1.650 milljóna sem eru í af- skriftasjóði. „Við erum ekki búnir að nýta okkur þennan afskriftasjóð, en þetta er það sem við búumst við að þurfa að afskrifa í framtíðinni." — En skýrðuð þið bankanum frá því að 1.200 milljónirnar færu í af- skriftasjóð? „Nei, honum hefur ekki verið skýrt sérstaklega frá því. Bankinn leggur fyrst og fremst upp úr því að Byggðastofnun er eign ríkisins og ríkið ber eigandaábyrgð á Byggða- stofnun. Það er hin stóra trygging bankans." — Eru menn sem sagt sáttir við þessa niðurstöðu? „Það skal ég ekkert um segja, en ég vil ekki viðurkenna að við höfum blekkt einn eða neinn." Kristján Þorvaldsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.