Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 5

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 5 A xm.ndrúmsloftið í Þjoðleikhusinu er lævi blandið nú þegar leikárið er að hefjast. Stefán Baldursson, sem nú er einn skip- stjóri á skútunni, hefur ekkert gefið uppi um það hvort hann ætlar að standa við uppsagn- irnar síðan í vor. Þá sagði hann upp á einu bretti níu starfsmönnum húss- ins, þar af tveimur leikstjórum og sex leikurum. Uppsagnirnar vöru hins vegar afturkallaðar eftir að Gísli Alfreðsson neitaði að fallast á þær. Listamennirnir eru því ennþá starfsmenn Stefáns, en sem fyrr seg- ir hefur ekkert verið gefið uppi um hvort hann ætlar að segja þeim upp aftur. í þessum hópi er Benedikt Árnason leikstjóri, en hann kemst á eftirlaun um áramótin og fram- koman gagnvart honum þótti býsna nöturleg . . . fundi sambandsstjórnar SUS um síðustu helgi var kjörin fimm manna framkvæmdastjórn. Við val í hana þótti Davíð Stefánsson for- maður ekki sýna andstæðingum sína mikla sanngirni, en hann stakk einvörð- ungu upp á fylgis- mönnum sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson í Borg- arnesi og Ari Edwald voru kjörnir varaformenn, Mjöll Flosadóttir var kjörin gjaldkeri og Júlíus Guðni Antonsson ritari. Þau eru öll á bandi Davíðs, en hreyfing ungra sjálfstæðismanna er klofin í tvær fylkingar. Það vakti hins vegar athygli að við kjör sambandsstjórn- arinnar í flokkstjórn, sem er æðsta vald Sjálfstæðisflokksins milli lands- funda, hlaut Sveinn Andri Sveins- son borgarfulltrúi mjög slaka kosn- ingu. Júlíus, hinn nýkjörni ritari, komst hins vegar ekki að. Þeir Sveinn og Júlíus eru báðir Davíðs- menn . . . Ml ótt íslendingarséu mesta bóka- þjóð í heimi að eigin áliti er alltaf að bætast við bókmenntaflóruna. í vik- unni kom þannig út bók með ljóðum þjóðskálds Kúrda, Gorans, í þýðingu Jóns frá Pálm- holti. Útgefandi er Hringskuggar, sem lætur til sín taka í vaxandi mæli. Aðalsprautan á þeim bæ er skáldið Pjetur Hafstein Lár- F * lokksstjórnarfundur Alþýðu- flokksins í síðustu viku varð ekki eins fjörugur og margir bjuggust við. Fyrir fundinn hafði Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri haldið uppi harðri gagn- rýni á forystu flokks- ins fyrir þjónustu- gjöld sem hann taldi andstæð eðli jafnaðarstefnunnar. Gagnrýni Guðmundar á fundinum sjálfum varð þó ekki jafn harkaleg og áður og ekki bætti úr skák að Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og meðframbjóðandi Guðmundar í Reyjaneskjördæmi, upplýsti að ný- lega hefðu verið hækkuð þjónustu- gjöld í Hafnarfirði vegna sorphirðu. Og væru orðin þau hæstu á land- inu . . . SET SNJÓBRÆÐSLURÖR Fullnýtum orku heita vatnsins meö SET - snjóbræðslurörum undir stéttar og plön. SET - snjóbræðslurör eru gerð úr fjölliða poly propelyne plastefni af viðurkenndri gerð. Hita- og þrýstiþol í sérflokki. SET - snjóbræðslurör og hitaþolin vatnsrör eru framleidd í eftirfarandi stærðum 20mm, 25mm, 32mm og 40mm. EYRAVEGI 43 • 800 SELFOSSI Box 83 • SÍMI 98-22700 • Fax 98-22099

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.