Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 24

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 BUSLA MÍN (og fleiri ánœgjufleytur) Yfir 600 þrotabú bíða skiptaloka Það er með ólíkindum ... — Sigurður Helgi Guðjóns- son hœstaréttarlögmadur er ad selja drossíu sína, Cadillac Sedan De Ville árgerð 1990, eftir aðeins 25 þúsund kíló- metra. Þessi „einstaki, uirðu- legi og ríkulega búni eðal- uagrí' sem er ,,allur sem nýr, með frábæra aksturseigin- leika, kraftmikill og sparneyt- inrí' þarfá nýjum eiganda að halda. . . — íslandsbanki hefur gerst suo ósvífinn að heimta nauð- ungaruppboð á heimili Eyj- ólfs Konráðs Jónssonar vegna kröfu að fjárhæð 526 þúsund kr. Valur, Tryggvi og Björn: Eykon hrútabani kem- ur bara og lemur ykkur með löggjöf ef þið eruð með eitt- hvert múður . . . — Það er auðvitað engin til- viljun að Hreinn Loftsson valdist í hina suokölluðu „fortíðaruandanefnd" ríkis- stjórnarinnar. Hann er vanur maður við að greina vanda- mál fortíðarinnar. Hann skrifaðijú bókina„Valdatafl í Valhöll“ um borgarastyrjöld- ina innan Sjálfstæðisflokks- ins. . . — Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafði í fyrra mánaðarlaun upp á 434 þúsund krónur að nú- virði, langtum launahœrri en samráðherrarnir úr Alþýðu- flokknum, Jón Baldvin Hannibalsson ot> Jóhanna Sigurðardóttir. Aður en Jón Sigurðsson varð ráðherra uar hann forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, en í þeirri stöðu er nú Þórður Friðjónsson, sem hafði mánaðartekjur upp á 570 þúsund aö núuirði. Af þessu má œtla að Jón Sig- urðssori hafi lœkkað í laun- um um 24 prósent uið að hella sér út í pólitíkina . . . Iskipastól landsmanna eru ekki bara fiskiskip. Um sið- ustu áramót voru skráðir hér á landi 56 svokallaðir segl- bátar og 2 svokallaðir „skemmtibátar'! Á engilsax- neskri tungu eru fleytur þess- ar kallaðar „pleasure crafts" eða ánœgjufleytur í lauslegri þýðingu. Þriðjungur seglbátanna er stöðluð framleiðsla úr Hafn- arfiröi, 8,11 metrar á lengd og 2,59 metrar á breidd, alls 17 stykki. Aðeins 5 seglbátanna eru yfir 10 metrar á lengd og allir smíðaðir erlendis. Stærsti skráði seglbáturinn er Busla mín, 12,24 metrar á lengd og 4,22 metrar á breidd. Eigandi Buslunnar minnar er Agúst Sigurðsson forstjóri, Agústssonar útgerð- armanns á Stykkishólmi. Bát- urinn er frábrugðinn öðrum slíkum að því leyti að hann hefur 129 hestafla vél, meðan aörir stærstu seglbátarnir hafa 30 til 50 hestafla vél. í næstu sætum seglbáta koma Nína // í eigu Haraldar Rögrwaldssonar í Dalvík, Amía í eigu Björns H. Jó- hannessonar arkitekts í Reykjavík, Svala í eigu Reyk- víkinganna Garðars Jó- hannssonar og Inga S. As- mundssonar og Dóra í eigu Magnúsar Magnússonar í Reykjavík. Af öðrum eigendum segl- báta má nefna Sigurð Guðna Jónsson apótekara, Valdimar Örn Flygenring leikara, Guð- mund Thoroddsen listamann á ísafirði, Bjarna Hannesson Nýi landbúnaðarráðherr- ann okkar, hann Halldór Blöndal afEngeyjarœtt, hefur svekkt bœndur rneð skerð- ingu ríkisframlags til Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins. Sjóður sá hefur á undanförn- um árum uerið bœndum mik- ill búhnykkur vegna kaupa og leigu á fulluirðisrétti og til að hjálpa bœndum til bú- háttabreytinga. Hundruð milljóna hafa runnið úr sjóðnum, aðallega sem óaft- urkrœfir styrkir eða, í litlum mœli, sem uaxtalaus eða uaxtalítil lán. Mikið af styrkjum sjóðsins fór á sínum tíma i að koma upp loðdýraræktinni, sem lækni og Valtý Sigurðsson héraðsdómara. Skemmtibátarnir tveir eru Nellý Rós, 10,90 metrar á lengd með 174 hestafla vél í eigu Herlufs Más Melsen í Reykjavík, og Guðrún Ósk, 10,24 metrar á lengd með 211 hestafla vél í eigu Óskars- Ingvasonar, múrara í Kópa- vogi. eins og allir vita reyndist hið vonlausasta brölt. Nú orðið fer mikið af óafturkræfum styrkjum til bænda í að koma upp ferðaþjónustu, til að rækta kanínur, til að nýta rekavið og dún, til að breyta fjárhúsum í verkstæði og allt að 10 bændum hefur að auki fengið styrk til að kaupa sér bát til að stunda grásleppu- veiðar og skak. Styrkurinn er að núvirði ein milljón króna á kjaft. Og sjóðurinn vasast í ýmsu, kemur í Ijós þegar ársskýrsla 1989 er skoðuð (ársskýrsla 1990 er ókomin). Sem dæmi af framlögum má nefna: Bylgja gjaldþrota hefur verið umrœðuefni um nokk- urt skeið núna og reyndar vilja sumir meina að gjald- þrotum eigi eftir að fjölga. Það er rökstutt með þuí að benda á að íslenskar fjár- málastofnanir, einkum bank- ar og sparisjóðir, eigi brátt von á harðri erlendri sam- keppni og þurfi því að taka til hjá sér. Það þýðir með öðrum orð- um hertar reglur um útlán, víxlakaup, innheimtu van- skila og þar fram eftir götun- um. í fyrirtækjaskrá Hagstof- unnar, sem er upp á 396 síður, „Gerð nýrra forrita fyrir bændabókhald og stuðning við búnaðarsamböndin til að auka bókhaldsþjónustu fyrir bændur." „Rannsóknir á hringroti í kartöflum ... auk rannsókna á verkun heys í rúlluböggum ...“ „Rann- sóknir á júgurbólgu . . .“ „Landssamband kanínu- bænda fékk 5 milljóna króna framlag til að auka hlut sinn í Fínull hf. auk fyrirheits um aðra eins upphæð 1990“ „Allnokkru fé var varið til að veita bændum og ráðunaut- um námsstyrki vegna endur- menntunar og nutu um 400 aðilar námsstyrkja." „Ferða- er að finna skrá yfir nálægt 22.000 hlutafélög, sameign- arfélög, samvinnufélög, fé- lög, stofnanir, embætti og þess háttar. Og þar eru líka skráð ófrágengin þrotabú landsmanna. í febrúar síðastliðnum, þeg- ar skráin var gefin út, voru liðlega 600 þrotabú skráð sem ófrágengin voru, þannig að þau höfðu ekki verið af- skráð. Heimilisfang þeirra er hjá fógetum landsins. Er þá að sjálfsögðu ekki með talinn' ótölulegur fjöldi ófrágeng- inna þrotabúa einstaklinga, sem einnig vistast í skúffum fógetanna. þjónustu bænda var heitið stuðningi árin 1989—1992 ... Nam þessi stuðningur um 7 milljónum króna 1989“ Það gefur augaleið að það er glapræði hjá Halldóri að ætla sér að skerða þennan lífsnauðsynlega sjóð úr 700 milljónum í 350 milljónir. Jafnvel þótt í ársskýrslum segi: „Ljóst er að eftirspurn eftir framlögum til búhátta- breytinga hefur minnkað verulega frá fyrri árum, erfið- leikar í loðdýrarækt og viss „mettun" í ferðaþjónustu eru væntanlega meginorsök þess." Hinir ómetanlegu styrkir framleiðnisjóðs landbúnaðarins KYNLÍF Þegar blessud börnin spyrja Þeir sem umgangast börn þekkja mætavel for- vitni þeirra og hreinskilni. Þau láta sér ekkert óvið- komandi og spyrja án afláts um það sem fyrir augu ber. Krakkar innan við sjö eða átta ára aldur eru líka svo biessunarlega lausir við all- an tepruskap að það er un- un að tala við þá. Þess vegna er það mjög spenn- andi þegar þeir fara að spyrja um kynferðismálin. Það eru alls ekki allir sammála ofangreindri full- yrðingu hjá mér. Margir foreldrar verða skelkaðir þegar þau mál ber á góma og fara í kringum hlutina eins og kettir í kringum heitan graut. Ég hef áður minnst á „munnlása" í kyn- lífsumræðunni og auðvitað koma þeir berlega í ljós þegar krakkarnir fara að þjarma að foreldrunum og spyrja um kynlífið. Uppal- endur eru stundum hrædd- ir um að segja of mikið of snemma. Halda að þeir viti ekki svörin eða barnið hafi ekki þroska til að skilja þau,' eða eru hreinlega of feimn- ir til að tala um staðreyndir ■ JÓNA INGIBJORG JÓNSDÓTTIR lífsins. Þessar tilfinningar þekkja margir foreldrar af eigin raun. Það er hins veg- ar gott að fá það á hreint að ef börn spyrja hafa þau nægilegan þroska til að fá svör, það er ekki hægt að segja of mikið of snemma (kynfræðsla skaðar ekki, skortur á fræðslu gerir það). Æfingin skapar meist- arann í þessari umræðu jafnt sem annarri. Bíta bara á jaxlinn og láta það gossa. Um daginn fékk ég gott tækifæri á að spreyta mig í kynfræðslunni heima fyrir og mig langar til að deila þeirri reynslu minni með öðrum foreldrum. Það fór ekki framhjá fimm ára syni mínum um daginn að mamma setti á sig „bleiu“ (dömubindi) inni á baði. Hann er nefnilega sjálfur löngu hættur að nota bleiur og vildi ólmur fá að vita hvers vegna ég þyrfti að nota „konubleiur". Nú'kom til kasta kynfræðingsins að sýna hæfni sína í verki svo ég dró djúpt andann og sagði hátt og skýrt að blei- an væri köllúð dömubindi og væri til að taka við blóði sem kæmi út úr píkunni svo það færi ekki í nærbuxurn- ar. (Fyrir okkur mæðginin er orðið píka jafn eðlilegt orð og nef eða nafli þótt sumir fái hland fyrir hjartað þegar minnst er á þetta orð yfir kynfæri kvenna. Ég frá- bið mér samlíkingar og rósamál eins og „gatið", „buddan" eða „að neðan“.) Hann var alveg sáttur við þessa útskýringu á dömu- bindunum en spurði svo: „En mamma, hvers vegna kemur blóðið?" (Ekki að furða þótt hann undraði sig á upptökum blóðsins, því hann kláraði að minnsta kosti þrjá plásturspakka síðastliðið sumar eftir að hann tók hjálpardekkin af Batman-hjólinu sínu. Gat verið að mamma væri stór- slösuð?) Það tók mig svolítinn tíma að velta því fyrir mér hvernig ég gæti svarað svo litli heilinn mundi meðtaka og skilja. Fyrst gekk mér hálfasnalega — kom með einhverja langloku um að það þyrfti blóð til að búa til rúm og mat í leginu fyrir litla fóstrið og ef mamma væri ekki ófrísk þá kæmi blóð og bla, bla, bla. En Kári Svan var engu nær: „Ég skil ekki, viltu segja þetta aftur?" Það var engin undankomuleið — hann hafði verkilega áhuga á að uppgötva leyndardóminn! Loksins datt mér heillaráð í hug og sagði að í blóðinu væri matur fyrir börn sem vaxa inni í mömmunni. Ef það væri ekkert barn að vaxa inni í leginu á mömm- unni kæmi blóðið út úr pik- unni. Ef það væri barn að vaxa inni í henni fengi það mat úr blóðinu og blóðið hætti að koma út úr mömmunni. — En ég var ekki alveg laus allra mála. „En afhverju dettur matur- inn sem þú borðar ekki of- an í barnið í maganum?" Ég sagði honum að barnið væri í poka að vaxa inni í Fyrir okkur mæðginin er orðið píka jafn eðlilegt og nef eða nafli... mömmunni, það mætti ekki koma gat á pokann og þess vegna fengi það mat úr blóðinu. Hann virtist loksins sáttur við þessar út- skýringar og valhoppaði út að leika sér. Kannski hjálp- aði það til, að hann vissi fyrir að blóðið hreyfist út um allt í líkamanum (uppi á eldhúsveggnum hangir mynd sem hann teiknaði í fyrra og heitir því fína nafni: „Mamma og Kári Svan með blóð inni í sér). Slik fræðsluaugnablik heima fyrir eru ein besta æfingin sem ég fæ í að tala hreinskilnislega um kyn- lífsmálin. Sumpart vegna þess að spyrjandinn er svo einlægur og hjartanlega laus við tepruskap. Þess vegna get ég til dæmis sagt „píka" blátt áfram en ef ég tala við fullorðna, sérstak- lega konur, fá þær sting í magann, fussa og sveia. Þeim finnst þetta orð svo ljótt og niðrandi. Það fannst mér líka fyrst, en eftir að ég ákvað að nota það og bara venjast því hefur merking- in breyst í mínum augum. Þar að auki finnst mér það þó skárra en öll hringavit- leysan þar sem talað er undir rós. Hreinskilnir krakkar vilja hreinskilin svör. Þegar blessuð börnin spyrja þarf að vera til tungumál sem þau skilja. Svo einfalt er það. Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 fíeykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.