Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 19

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 19 A ormaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Davíð Stefáns- son, situr fyrir flokk sinn í útvarps- ráði. Yfirleitt eru fundargerðir út- varpsráðs samsafn af pirringi út í starfs- fólk og ýmsa dag- skrárliði og þar læt- ur Davíð ekki sitt eftir liggja. Upp á síðkastið hefur hann aðaliega verið að agnúast út í Sigríði Rósu Krist- insdóttur frá Eskifirði, en hún hef- ur haldið úti föstum pistlum á rás 2, með smáhléi í vor þegar hún brá sér í kosningabaráttuna fyrir austan og skipaði fyrsta sæti á lista Þjóðar- flokksins — Flokks mannsins. Á fundi nýverið var ítrekað leitað eftir svari við gagnrýni Davíðs og kvaðst Hörður Vilhjálmsson, settur út- varpsstjóri, myndu kynna sér efni pistianna og ræða þá frekar við dag- skrárstjóra . .. ✓ I framhaldi af þessu spruttu smá- umræður, svo vísað sé til fundar- gerðar: „Nokkuð var fjallað um ------------ hvers þyrfti að gæta þegar fólki væri gef- ið orðið í Ríkisút- varpinu með þess- um hætti. Davíð Stefánsson og Mag- dalena Schram ------------ voru á öndverðum meiði. Davíð taldi að vera bæri á varðbergi við því að annarlegum sjónarmiðum og ranghugmyndum væri ítrekað haldið á lofti í föstum pistlum, Magdalena lagði áherslu á að pistlar af þessu tagi væru í og með gerðir til þess að ýmiss konar sjónarmið kæmu fram, það væri ekki Ríkisútvarpsins að velja hvaða sjónarmið kæmu fram í dagskrám þess.“ Síðan héldu útvarpsráðsmenn áfram að agnúast út í dagskrá út- varps og sjónvarps og klykkti Magnús Erlendsson út með því að segja, að oft brynni við að embætt- ismenn sjónvarpsins tækju ábend- ingum útvarpsráðsmanna fálega. Lái þeim hver sem vill... A xm.lþýðuflokksmenn ihuga dags- ferð til Vilnius, höfuðborgar Lithá- ens, þann 28. september næstkom- andi. Ætlunin er að fagna með nýfrjáls- um Litháum og leggja grunn að samstarfi jafnaðar- manna í báðum löndum. Þetta verð- ur fyrsta leiguflug frá Vesturlöndum til Litháens og eins og oftast hjá krötum er það Ámundi Ámundason sem ber hit- ann og þungann af skipulagning- unni. 1 fararbroddi ferðalanga verða hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram. Ef fullbókað verður í vélina má búast að 150 Is- lendingar verði á götum Vilnius þennan dag. Þessi óvenjulega skemmtan, flug og dagstund í Lithá- en, mun að líkindum kosta um 16.800 krónur, eða eins og ein rífleg kvöldstund í Perlunni... o g þá er þrotabú Goðgár hf., út- gefanda Helgarpóstsins, loks frá- gengið. Heildarkröfur í búið námu á upphafsdegi skipta, í ágúst 1988, 26,7 milljónum króna eða að nú- virði 38,4 milljónum. Upp í for- gangskröfur, 7,4 miiljónir að nú- virði, greiddust nokkur hundruð þúsund,.en upp í aimennar kröfur, 24,3 milljónir að núvirði, fékkst ekkert. . . Ií.ópavogsbær á í miklum fjár- hagserfiðleikum og binda forsvars- menn bæjarins, Sigurður Geirdal og Gunnar I. Birg- isson, allar vonir við að hinar miklu framkvæmdir í bæn- um skili peningum fljótt í kassann. Ekki bíæs byrlega með Smárahvammsland- ið, en þar ætlaði fyrirtæki Magnús- ar Hreggviðssonar, Frjálst fram- tak, að reisa verslunar- og iðnaðar- hverfi. Magnús vill nú hætta við at- vinnuhúsnæðið og byggja íbúðar- hverfi í staðinn. Ástæðan er án efa dræm sala á atvinnuhúsnæði. Sig- urður og Gunnar vilja ekki sam- þykkja þessar breytingar og þar við situr. Og á meðan koma engir pen- ingar í kassann hjá Kópavogsbæ ... ✓ Islenski veitingamaðurinn í Kaup- mannahöfn, Þorsteinn Viggós- son, kom til landsins í vor með danska blúsgrúppu og hélt tónleika í Tunglinu. I tengslum við tónleik- ana kom Þorsteinn fram á útvarps- stöðvunum og sagðist aðallega fást við að bjarga dönskum bönkum með því að leysa til sín veitingastaði sem þeir sætu uppi með. En hvað um það. Þorsteinn leigði Tunglið á 200 þúsund krónur, borgaði 80 og fór úr landi. Þrátt fyrir innheimtutil- raunir hefur ekki tekist að fá hann til að greiða afganginn . . . L'ORÉAL Efþú gerist áskrifandi að einhverju tímarita i RÓÐA hf. fyrir 31. október 1991, getur þú unnið helgarferð til; OKDOK eða AMSTERDAM að verðmæti 40.000,-, eða helgardvöl á 11ÓTEL ÖRK í Hveragerði að verðmæti 15.000,-. Auk þess geta allir nýir áskrifendur valið sér bók að gjöf. Fylgstu rneð á BYLGJUNNI. Dregið verður um nöfh vinningshafa í beinni útsendingu og þá geta heppnir hlustendur unnið áskrift að einhverju af hinum fjölmörgu tímaritum FRÓÐA hf. Ert þú áskrifandi ? Ef ekki - fylltu þá út svarseðilinn og sendu til okkar stm. Þeir sem nú þegar eru áskrifendur, verða sjálfkrafa með í leiknum. Já takk, ég óska eftir að fá eftirfarandi tímarit í áskrift: I I NÝTT LÍF.............8 tbl. á ári kr. 449,- hvert eintak í áskrift. I I MANNLÍF.............10 tbl. á ári kr. 449,- hvert eintak í áskrift. □ GESTGJAFINN .... 5 tbl. á ári kr. 499,- hvert eintak í áskrift. D FRJÁLS VERSLUN .12 tbl. á ári kr. 469,- hvert eintak í áskrift. □ BÍLLINN...............6 tbl. á ári kr. 386,- hvert eintak í áskrift. C] ABC................... 8 tbl. á ári kr. 369,- hvert eintak í áskrift. D íhRÓTTABLAÐIÐ .... 8 tbl. á ári kr. 386,- hvert eintak í áskrift. Q ÁFANGAR................ 3 tbl. á ári kr. 453,- hvert eintak í áskrift. □ BÓNDINN.............. 2 tbl. á ári kr. 455,- hvert eintak í áskrift. C1 GRÓÐUR & GARÐAR 2 tbl. á ári kr. 455,- hvert eintak í áskrift. □ Á VEIÐUM.............. 2 tbl. á ári kr. 455,- hvert eintak í áskrift. D SJÁVARFRÉTTIR.... 4 tbl. á ári kr. 455,- hvert eintak í áskrift. CZ! FISKIFRÉTTIR...... 48 tbl. á ári kr. 179,- hvert eintak í áskrift. Setjið X við þá bók sem óskað er eftir. SVARSEÐILL BÆTTHEILSA -BETRALÍF Dr Jón Óttar Ragnarsson . Andvirði kr. 2.280,- ÚRVALSRÉTTIR - GESTGJAFANS íris Erlingsdóttir tók saruan Andvirði kt. 3.490,- Sendist til: Má setja ófrimerkt (EINU HÖGGI Ómar Ragnarsson Andvirði L. 2.280,- FRODT EUROCARD i_i VÍSA INNHEIMTU Kortnr. 1, W I BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Ármúli 18-108 Reykjavík - Sími: 812300 LÍFSSTRÍÐIÐ Eríkur Jónsson skráði Andvirði kr. 2.180,- Gildistími: Tilboðið gildir til 31. október 1991 HEIMILI: PÓSTNR.: STAÐUR: KENNITALA: SÍMI:

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.