Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 17

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 17
Um það bil 70 manns skrifa und- ir áskorun í blaðaauglýsingum þar sem hvatt er til þess að útgáfa Þjóð- viljans verði efld. Flestir sem skrifa undir eru kunnir vinstrimenn en auk þess er að finna tvo á listanum sem skrif- uðu undir umdeild- ustu stuðningsyfir- lýsingu seinni tíma, við Davíð Oddsson fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar 1986. Það eru rithöfund- arnir Sigurður Pálsson og Stein- unn Sigurðardóttir. Þeim voru ekki vandaðar kveðjurnar í Þjóðvilj- anum á sínum tíma frekar en öðrum listamönnum sem „voguðu sér“ að kjósa Davíð . . . •Jeppinn frægi, sem stolið var af Magnúsi Guðmundssyni kvik- myndagerðarmanni einhverntím- ann í fyrra og kom síðan í leitirnar í síö- asta mánuði, var boðinn upp um dag- inn. Það var trygg- ingafélagið sem greiddi Magnúsi bíl- inn út á sínum tíma sem bauð hann upp. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á 900 þúsund krónur sem er töluvert undir gangverði, sem er líkast til um 1.400 þúsund. Það var verkstjóri í fiskvinnslu fyrir austan sem átti lægsta tilboðið og bíður hann nú í ofvæni eftir að tryggingafélagið ákveði hvort það taki tilboðinu. Á sínum tíma voru grunsemdir uppi um að grænfrið- ingar hefðu stolið bílnum í hefndar- skyni fyrir mynd Magnúsar, Lífs- björg í Norðurhöfum. Hann fannst hins vegar á ryðvarnarverkstæði og hafði verið þar í vanskilum frá því stuttu eftir að hann hvarf af planinu fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríksson- ar. Ef af ofangreindum kaupum verður, mun Austfirðingurinn ekki einungis fá bílinn á lágu verði held- ur nýryðvarinn ... F M. all sósíalismans mun hafa ýms- ar afleiðingar á íslenskt viðskiptalíf. Gísli Guðmundsson í Bifreiðum og landbúnaðarvél- um fylgist ábyggi- lega grannt með gangi mála. Hann hefur byggt upp veldi sitt á sölu Lada-bílanna, en breytingarnar í Sov- ét kunna að hafa áhrif á Lada-verk- smiðjurnar. Þær verða nú að keppa á jafnréttisgrundvelli við aðrar bíla- verksmiðjur í heiminum og munu ekki njóta ríkisaðstoðar. í framtíð- inni er hugsanlegt að Lada verði því ekki jafngóð kaup á Vesturlöndum og bílarnir eru í dag. Á undanförn- um árum hafa mörg góð umboð fyr- ir vestræna og japanska bíla skipt um eigendur. Ef illa fer í Sovét getur Gísli Guðmundsson nagað sig í handabökin fyrir að hafa ekki tekið þátt í þeim viðskiptum . . . FERÐASKRIFSTOFAN Bankastræti 2, sími 91 610061 Gönguferð um Mallorka 17.-24. sept. 1991 Fylgið Steinunni Harðardóttur í fótspor sjóræningja, gegnum dvergpálmaskóg, í kastala Sanchos konungs, í eyðidali og yfir fjallaskörð. Lítill hópur, auðveld ganga. Japan - Kórea - Thailand 26. okt.-15. nóv. 1991 Kynnist hefðbundinni menningu, aldargamalli hefð og siðum þessara þjóða. Fararstjóri Ragnar Baldursson. Hawau-eyjar um jóHn 3 vikur Heillandi ferð til OAHU eyjunnar þar sem Waikiki ströndin liggur við rætur sprengigígsins Diamond Head. íslensk fararstjórn. Portugal Algarve, Lissabon/Estoril, Madeira. Lengið sumarið og skellið ykkur til Portugals. Úrvais gististaðir, íbúðir, hús og hótel. Eitthvað fyrir alla. Sökjst/óran Ingibjörg Pétursdóttir - Hatídór Ástvaldsson. ERTU MEÐ? SALA ÁSKRIFTARSKÍRTEIIUA Á TÓNLEIKA SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS HAFIN í vetur verður boðið upp á þrjár tónleikaraðir fyrir áskrifendur, rauða, gula og græna, og hefur hver röð sína áherslu. Við sögu koma frábærir stjórnendur, einleikarar og einsöngvarar og flutt verða fjölbreytt verk nýrra og gamalla bókmennta. Hljómsveitarstjórar Petri Sakari Michel Tabachnik Osmo Vánská Jacques Mercier Sigrún Eðvaldsdóttir Truls Mörk Tzumon Barto Marita Viitasalo Kristinn Sigmundsson Maurice Bourgue Petri Sakari Hilary Davan Wetton James Loughran Páll P. Pálsson Daniel Swift Siegfried Köhler Petri Sakari Örn Óskarsson Einleikarar og einsöngvarar Askell Másson, Brahms Dvorák, Prokofieff, Strauss, Bartók, Milhaud, Debussy, Berlioz, Wagner, Mahler, Tsjajkovskíj, Madetoja, Martinu, Hummel og Stravinskíj Bernharður Wilkinson Monika Abendroth Sólrún Bragadóttir Elsa Waage Guðbjörn Guðbjörnsson Viðar Gunnarsson Guðný Guðmundsdóttir Sigurður I. Snorrason Jónas Sen Tónskáld Mozart, Jón Leifs, Haydn, Beethoven, Elgar, Speight, Sibelius, von Einem, Páll P. Pálsson, Mendelssohn, Gunnar Þórðarson, Rachmaninoff, Mahler, Madetoja, o.fl. Opera Ebony Claudia Dallinger 'Márta Fábián Peter Maté Gershwin, Joplin, Moore, Kodaly, Enescu, Tsjajkovskíj, Dvorák, Borodin o.fl. Sala áskriftarskírteina fer fram á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói daglega frá kl. 9- sími 622255. Þar liggur jafnframt frammi ítarleg efnisskrá vetrarins. Verið velkomin í hóp áskrifenda og njótið góðrar tónlistar með okkur í vetur. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS -17, m m ■ Jl ■ p| VEIRUBANINN LAUSNIN MURCO veirubaninn er áhrifarík og ódýr nýjung, sú fullkomnasta sem völ er á til að eyða ólykt og smitun úr andrúmsloftinu, án þess að hafa þá annmarka sem fylgja viftum og loftsíum. Helstu kostir: • Drepur bæði gerla og eyðir ólykt samtímis. • Fljótvirkur. • Engar hliðarverkanir. • Engin efnasambönd. • Ódýr í innkaupi og rekstri. • Langur líftími og lítið viðhald. Bætt heilsa og betra líf! (wm ^ Vélakaup hf. Kársnesbraut 100 Kópavogi Sími 641045 N OTKUNARST AÐIR • Kæliklefa, frystihús og aðrar matvælageymslur. Vörugeymslur, stórmarkaði, hótel, veitingastaði, ráðstefnusah, skrifstofur og fleira. Sláturhús og kjötiðnaðarstöðvar. Sútunarverksmiðjur og skinna- verksmiðjur. Fiskvinnslustöðvar og fisksölur. Matvælaiðnaður, brugghús, mjólkur- stöðvar og niðursuðuverksmiðjur. Gripahús, svo sem fjós, fjárhús, hesthús og svínastíur. Búningsherbergi, salerni og reykstofur. Bílaleigur, bílasölur, leigu- bifreiðastöðvar, flugfélög, langferða- bifreiðastöðvar og strætisvagnar. Skolphreinsistöðvar, sorppökkunar- stöðvar, sorpgeymslur og sorp- hirðing. Efnalaugar, fúkkahús þar sem hætta er á myglu, brunatjónsstaðir og rannsóknarstofur. Efnaverksmiðjur, málningarsölur, lyfjaverslanir og prentstofur. Sjúkrahús, elliheimili, endurhæfingar- stöðvar og fangaklefar. Hárskerar og hárgreiðslustofur. Fiskiskip, fiskilestar og íbúðir í skipum. Allstaðar þar sem ólykt og smithætta er til staðar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.