Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 3
Hæ, Alvitur! Ertu ekki hress? Mig langar til að spyrja þig um hvar ég get lært kjólasaum? Viltu segja mér hvaða próf þarf að og bara allt, sem þú veizt um það? Hvernig fara svo tveir vatnsberar saman? Hvernig er skriftin og stafsetningin? Hvað heldur þú að ég sé gömul? Heiga G. Svar: Það þarf að komast i nám hjá kjóla- meistara og það mun vera erfitt um þessar mundir. Áuk þess er krafizt náms i Iðnskóla tvisvar sinnum fjög- urra mánaða af þeim, sem eru gagn- fræðingar, og þrisvar sinnum f jögurra mánaða af þeim sem hafa miðskóla- próf. Sjá siðasta blað svar við spurn- ingu um húsgagnasmiðanám og iðnskólanám. Vatnsberar pru taldir eiga bezt við fólk úr tvibrua- eða vogarmerki. Skriftin er góð og stafsetningin lika, nema þú skrifaðir spyrja með i, sem er slæm villa. Þú ert liklega sautján. Elsku Alvitur! Viltu svara nokkrmn spurningum fyrir okkur? Hvað tekur langan tima að verða dýralæknir eftir gaggann? Þarf maður að vera stúdent, ef svo er hvað tekur það langan tima i allt? Telur þú, að allir kennarar séu ráð- rikir? Getur þú gefið okkur ráð til þess að hætta að naga á okkur neglurnar? Geturðu visað okkur á einhvern, sem selur gamlar plötur? Með fyrirfram þökkum fyrir birting- una. Vonandi lendir þetta bréf ekki I þinni heimsfrægu ruslakörfu? Tvær með leiðinlegan ávana Svar: Dýralækningar eru a.m.k. fjögurra ára háskólanám. Ef þú ert gagnfræð- ingur, tekur það þig trúlega um fjögur ár að ná stúdentsprófi og kemur það til viðbótar. Ætli það sé ekki upp og ofan eins og með annað fólk. Þið gætuð reynt að fara i lyfjabúð og biðja um eitthvertbragðvont efni til að bera á þær. Annars get ég hrætt ykkur með þvi, að ekkert gerir neglurnar og fingurgómana eins ljóta og að naga neglurnar. Svo er annað ráð, hvernig væri að naga neglurnar á tánum lýtin af þvi sjást ekki eins og það væri auk þess góð leikfimi!!!!! Margir fornsalar selja gamlar plöt- ur, m .a. man ég eftir litilli verzlun við Óðinsgötu, sem hefur þær á boð- stólum. Kæri Alvitur! Hvernig fer maður að þvi að verða flugfreyja? EB Svar: Það væri reynandi að sækja um, þegar flugfélögin auglýsa eftir flug- freyjum. Siðan er valið úr umsækjend- um og úrvalið sent á námskeið til undirbúnings starfinu. Áherzla er lögð á málakunnáttu, fallega framkomu og góða almenna menntun. N Meðal efnis í þessu blaði: Teiknari skopsog þjóðsagna..........bls. 4 Tungustapi..........................bls. 6 Hnýtt motta....................... bls. 8 Börnin teikna.......................bls. 10 Lísa t Undralandi.................. bls. 12 Kjarval og Ingi T................ bls. 16 Víkingarnir............................bls. 20 Jólasælgæti...........................bls. 22 Indiánar í Bandaríkjunum..............bls. 24 Rauðu kettirnir.......................bls. 32 Leyndarmál oddvitans..................bls. 36 Ennfremur Heillastjarna, Pennavinir, Alvit- ur, Hlæið o.fl.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.