Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 35
sjá, að honum hafa verið léðir andlitsdrættir Esaí- asar Tegner. Það verður kaldara i herberginu. Hver hef ur gal- opnað gluggann, svo gluggatjöldin blakta í morgun- blænum? Og gluggatjöldin... Hver hefur skipt um þau? Fyrir skömmu glömpuðu eldingarnar á grængulu silkibrókaði, nú eru þær þunnar og hvítar... Vangar Bodil eru það líka, þegar hún sezt upp á legubekknum. Snúrurnar eru horfnar! Snúrurnar, sem halda ferðamönnunum í hæflegri f jarlægð frá skrifborði skáldkonunnar. Og stafurinn sem liggur venjulega við borðsendann, svo að þeir minnist mjaðmar- meiðsla hennar, skilji að hún gekk aldrei heil til skógar, muni, að hún varð gömul og þreytt og mjög veikburða, áður en hún... Hún birtist einsog í þoku eða reykjarslöri, fölt andlitiðtsjálf lýsandi augnaráðið ísgrátt, f jarsýnt og óútreiknanlegt. Hún er sezt í sæti sitt við skrifborðið, sem er úr eik, og þaðan kinkar hún uppörvandi kolli til stúlk- unnar á legubekknum og segir. — Segðu nú frá öllu saman! Og Bodil sem skelf ur eins og lauf í vindi og verður því að sitja kyrr, bleytir aftur og aftur þurrar varirnar og reynir að segja eitthvað. Þrátt fyrir áfallið sem hún hefur orðið fyrir, þrátt fyrir hræðsluna og þá tilf inningu að þetta allt sé óskiljan- legt og hræðilega óraunverulegt, þorir hún ekki annað en að fylgja fyrirmælunum og þegar hún er byrjuð, heldur hún áfram að tala og tala eins og i óráði. Um Ingulill og hennar góða skap, hugsunar- semi hennar og tryggð... hvarf hennar héðan frá Marbakka án þess að hún léti Bodil nokkuð vita. — En það var ekki líkt henni! Alls ekki. Hún var alltaf svo áhyggjufull yfir að ég yrði óróleg. Og kettlingarnir tveir, sem hún tók með sér, hvað ætlaði hún að gera við þá? Henni þótti raunar mjög vænt um ketti, en tvo! Hvað er orðið um þá? — Já, hvað verður um alla rauðu kettina? Það kemur glampi í þung augun, eins og hún muni eitt- hvað, sem hún veit vel, hálfvegis gaman...Þeir voru sautján í fyrstu. Hefurðu heyrt söguna um þá? Skömmustuleg og rugluð verður Bodil því miður að neita því. Hún gleymdi að lesa frásögnina áður en hún fór frá Stokkhólmi og þessa skuggsælu nótt er vitneskja hennar um rauðu kettina ekki meiri en rigningardaginn í Englandi, þegar hún fékk póst- kortið frá Ingulill. — Viltu að ég segi þér frá þeim? — Já. Já, takk. Er það þess vegna sem hún hefur birzt við skrif- borðið til að segja enn einu sinni söguna um rauðu kettina á Marbakfa? Bodil hlustar og undrast... — Jú, það er þannig, að þá var m jaltastúlka hér á Marbakka, sem hét Britta Lambert. Hún var lítil og I jót, brún eins og leður í f raman og eineygð. Rólega svolítið íhugandi, með dálitlum mállýzk- uhreim, heldur hún áfram að segja frá þvi hvernig Britta Lambert, sem var bitur og súr í dagfari annaðist af stakri umhyggju kýrnar, kálfana og kettina, sem hún elskaði en hún áleit að þeir síðast- nefndu byggju yfir leyndardómsfullu valdi til að vernda skepnur og heimilisfólk. — Þegar Lagerlöf liðsforingi tók við stjórninni hér að Marbakka af föður sínum, voru ekki færri en sautján kettir í fjósinu. Þeir voru allir rauðbröndóftir, enginn var hvítur enginn var svartur og enginn var grár, því Britta Lambert trúði því að það væru aðeins rauðbröndóttir kettir, sem færðu gæfu. En liðsf oring janum f annst vitleysa að haf a svona marga ketti —þeir drukku svo mikla mjólk, að það hef i nægt handa þrem kálf um — og gaf f jósamann- inum vísbendingu og dag einn fór köttunum að fækka á dularfullan hátt. — Þetta fer aldrei vel, liðsforingi, sagði Britta Lambert. — Ég vildi ekki vera í þess sporum sem er valdur að þessu. Og það versta er, að það bitnar sjálfsagt á búinu. Um þetta leyti var Langerlöf önnum kafinn við áætlanir sínar um að bæta landið. Hann ætlaði að þurrka upp litlu erf iðu ána Emtuna, sem f laut allt- af yfir hafraakra hans í stórrigningum og eftir mikla fyrirhöf n hafði hann fengið bændurna í daln- um til að taka þátt i þessum dýru framkvæmdum og var á leið til hreppsnef ndarinnar þar sem sigur hans í þessu tímafreka og erfiða máli skyldi stað- festur. En þegar hann ætlaði að setjast upp í vagninn kom í I jós, að einn af köttunum sat í miðju sætinu og starði fast á hann..Áður en liðsforinginn komst á veginn varð hann að fara í gegnum þrjú hlið, og þennan morgun sat rauðbröndóttur köttur á hverj- um hliðstólpa.. Þeir störðu stríðnislega á hann eins og þeir vissu betur en hann, hver árangur yrði af för hans. Hann var næstum farinn að trúa því að Britta Lambert hefði rétt fyrir sér og tröll og álfar hefðu dulbúizt sem kettir. Á fundinum í hreppsnefndinni beið hann vissu- lega ósigur einn mesta og örlagaríkasta ósigur sinn i Ijfinu. Hann fékk enga aðstoð frá bændunum við að þurrka upp ána. — Þegar hann kom heim af fundinum, var hann fremur niðurdreginn. Þar sem hann sat og velti fyrir sér vonunum sem höfðu brugðizt, reis hann skyndilega á fætur og gekk út til vinnumannanna. — Það gekk ekki, Bengt...þetta með ána sagði hann. — Það var leiðinlegt liðsforingi, sagði maðurinn. — Skrifarinn sagði alltaf að jörðin yrði helmingi meira virði ef unnt væri að losna við ána. — Heyrðu nú, Bengt, sagði liðsforinginn og lækkaði röddina,— það eru víst ekki orðnir svo margir kettir eftir í f jósinu. Það er kannski bezt að leyfa Brittu að halda þeim sem eftir eru. — Já, það verður auðvitað eins og liðsforinginn vill, sagði Litli Bengt. Liðsforinginn lækkaði enn röddina, eins og hann væri hræddur um að veggirnir i gamla vinnumannaherberginu það sem hann sagði. — Hvar drekktir þú þeim, Bengt? — Ég hef of tast f arið niður að ánni með þá, sagði Litli Bengt. — Ég var hræddur um að þeir f lytu upp og það sæist ef ég hefði drekkt þeim hér í anda- pollinum. oc

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.