Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 5
og þjóðsagna hans en siðan sagt „ Ég held að bezt fari a því, að þú takír við kennslunni, drengur minn". Haustið 1919 að afloknu gagnfræðaprófi fór Tryggvi til Kaupmannahafnar í mynd- listarnám og síðan tveim árum síðar til New York í Banaa- ríkjunum þar sem hann nam vetrarlangt við The League of Art School og lagði einkum stund á andlitsmyndagerð. Siðan heldur hann tilDresden í Þýzkalandi þar sem félagi hans frá Kaupmannahöfn, Finnur Jónsson, er við nám. Skopteikningar voru þá með blóma i Þýzkalandi og hefur það eflaust orðið til að beina honum inn á þá braut, sem hann síðar fór. 1923 er Tryggvi alkominn heim og málar af miklum dugnaði. Árið eftir hélt hann aðra af tveim einkasýningum, sem hann hélt um dagana. Hún var mjög fjölbreytt að efni og vakti athygli. Auk skopteikninga, þjóð- sagnamynda og margs fleira, gerði Tryggvi ógrynnin öll af myndskreytingum í bækur. 1930 vann hann mikið verk að undirbúningi alþingishátiðar- innar, gerði m.a. merki henn- ar, teiknaði frimerki, allflesta sýslufánana, sem síðan hafa ---------------------- 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.