Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 17
Ekki fæddur í gær Frú Tove Kjarval var með afbrigðum geðfelld, enda bauð hún af sér mjög góðan þokka þegar við fyrstu sýn. Hún hafði, þá er hér var komið gefið út á dönsku þrjár skáldsögur, Af stöv erdu kommet, Mor og Fredlös. Hún var hneigð fyrir að skyggn- ast inn í dularheima tilverunnar, og bar skáldsagan Fredlös þvi ljóst vitni. Frú Tove var þetta sumar mjög bundin yfir ungum börnum sinum og kynntist fáum Seyðfirðingum, en þau hjón komu þó nokkrum sinnum saman til okkar Kristin- ar. Ég kom oft til frú Tove og fræddist mikið af henni um nýiustu bókmenntir Dana og keypti bækur aö hennar ráði. Hún hafði mikla ánægju af að tala við Guðmund úrsmið, og fór hann oft til henn- ar, þó að hann notaði staf og hækju. Kom hann þá gjarnan við hjá mér og fékk fylgd mina og hjálp til að komast upp hinar háu tröpþur barnaskólans. Ég var mjög hrif- inn af skáldsögunni Mor og þýddi nokkra kafla Ur henni. Svo leitaði ég fyrir mér um útgefanda, en þar virtust allar dyr lokað- ar. Lokskem ég að kynnum minum af Inga T. Lárussyni, sem hafði verið verzlunar- maður á Borgarfirði eystra. en fluttist þetta vor til Seyðisf jarðar. Ég hafði áður kynnst allnáið Snorra simritara, bróður hans, sem hermdi af snilld eftir hverjum þeim, sem hann hirti um að stæla, og þá erég hittilnga fyrst, var hann i fylgd með Snorra að koma utan af Búðareyri. Snorri kynnti okkur og svo settumst við i brekku- korn utan við Skaftfell. Þar var rabbað af miklu fjöri, og fór þegar vel á með okkur Inga. En vinátta tókstmeð okkur svo sem hér segir: 1 þennan tima voru islenzkir togarar oft að veiðum á miðunum við Hvalbak, þegar voraöi. Dag einn þetta vor skreiö inn »>*SpÍ? iSfei i' ‘‘ ■ w. s m* • í- -" : Seyoistjorour 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.