Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 34
og skilur Dohnu greifafrú og Bodil eftir. Hún gengur hugsandi að amasóninum fer úr stíg- vélunum og virðir lengu f yrir sér mynd sína í litlum speglinum. — Barnaleg, hversdagsleg, óákveðin og það sést greinilega á þér. Sést langt að. Hún borðar girnilegu brauðsneiðarnar frá grill- inu á Karlstad. Og þegar hún er búin með kaff ið úr hitabrúsanum, segir hún skyndilega hátt og ákveðið? — Já. Hún skilur Byn að baki og stefnir í annað sinn á sama sólarhringnum í átt til Marbakka. Hún ekur í norður og vestur ef tir vegarslóðum og kemst að Frykenvötnunum við Nilsby, einmitt þar sem Mið-Fryken og Neðri-Fryken mætast. Þrumu- ský hanga yfir hlíðunum, og þótt klukkan sé ekki meira en sjö er grátt rökkur yfir héraðinu, sem máir út allar útlínur og gerir henni margskonar grikk. Oft sér hún glytta í ólífu-grænan fólksvagn f ramundan, en hversu mikið sem hún gef ur í, tekst henni ekki að ná honum. Hann breytir um lögun og bráðnar saman við grenitrén við dimman skógar veginn, og við eina víkinaþarsem júngfrú Maja Lísa sá silfurgráa hryssu með háan makka og ójárnaða hófa um sumarnótt, virðist bíllinn steypast beint út í vatnið — alveg eins og þegar Maju Lisu var f reistað til að ganga í ána. Bodil sem kann Selmu Lagerlöf betur en Fröding, rámar í frásögnina af því,að náttúra Vermalands geri þaðaðgamni sínu að villa fólki sýn til að vekja á sér athygli, en henni er samt órótt. Hún ekur f ram hjá Hvíldarsteini og hálshöggna prestinum, sem gengur aftur... fer fram hjá með lokuð augu, og hættir á að verða næsti draugur staðarins. Bílastæðið á Marbakka er autt og yfirgefið — nema græni fólksvagninn er þar. Haustmyrkrið er grásvart og þrúgandi þrumur bylja í norðri. Loftið er mettað lykt af mold, stikilsberjum, sem hafa hangið of lengi á runnunum rotnandi blómum, eplum og laufum. Og nú er það gamli herragarðurinn sem villir fólki sýn. Hvar eru ferðamenn sumarsins, hvar er frú Haraldsson og allir hjálparmenn hennar, hvar er heimilisfólkið, kettir og búfé, hvar er ökumaður græna bílsins? Það er ekki enn komið miðnætti, þótt svo mætti halda eftir skuggunum að dæma sem falla á malarstíga og grasflatir? Framhliðin með svölunum á fínpússuðu tvöföldu súlunum fimm, eru ekki vingjarnlegar eins og í gær. Strengilegt, voldugt þakið — tvískipt ber þær ofurliði. Húsið býður hana ekki velkomna, heldur segir miklu fremur í aðvörunarróm: — Komdu ekki hingað! Sá sem þú leitar er ekki hér. Hættu að leita! Snúðu við! Hún er í þann veginn að hlýðnast þessari aö- vörunarrödd og snúa við. Því hvað á að gera úti fyrir lokuðum dyrum á læstu húsi, þar sem engir búa utan látin skáldkona? Það væri tilgangslaust að berja að dyrum og að hrista handfangið væri eins tilgangslaust. En — útidyrnar opnast hljóðlega. Lengra inni standa innri dyrnar í hálfa gátt... Hún ætti að vera svo skynsöm að — verða hrædd! Ætti hún ekki, í sakleysi sínu að ganga inní dimman forsalinn. Og ekki að heyra — eða halda að hún heyri? — hávaða innan úr matsalnum og hrópa glaðlega: — Geeeert: Ertu þarna? Það bergmálar í tómum herbergjunum og eftir verður þögn, sem gæti ekki verið meiri i graf- hvelfingu. Og í þögninni heyrist síðan eitt lítið hljóð. Lykli er snúið í skránni. Að utan. Útidyrnar eru grafkyrrar, þeim hefur verið læst að utanverðu. Það þýðir ekkert, þótt hún hamist á lásnum, æpi og kjökri. Það dugar heldur ekkert þótt hún ráðist á gluggann í forsalnum með svo miklum ofsa að húrr blóðgar sig á hnúunum og neglurnar brotna. Hún hefði tafarlaust brotið rúðuna, ef ekki allan glugg- ann, sem skiptist í tuttugu smárúður upp á gamla mátann. Ofsahræðsla grípur hana hvað eftir annað. Hún þorir ekki að vera í forsalnum með óhugananlegri starandi gæsinni hans Níls Holgeirssonar og öllum dyrunum. Og hún þorir alls ekki inn í borðstofuna eða stof una. Ösjálf rátt og án ástæðu þýtur hún upp á aðra hæð og leitar skjóls í herberginu sem þegar í tíð eiganda hússins var það tryggasta í öllu húsinu. Langa mjóa vinnuherbergið sem jafnframt er bókaherbergi. Tvöföldu dyrunum f ram í forstof una er hægt að læsa — ,,engu hef ur verið breytt, því allt á að minna á hana". Vesturdyrnar ver hún með þungum hægindastól úr leðri með háu baki. Síðan hniprar hún sig saman á legubekk miiii miðglugganna tveggja og grætur án afláts. Þrumurnar gjalla sífellt ógnþrunganri.. þær koma stöðugt nær og þegar f yrsta eldingin rýf ur myrkrið yfir Snipuhæð, er hún svo úrvinda og þunglynd, að hún er hætt að finna til hræðslu. Um huga hennar þt'óta nokkur hugsanabrot, en þau endast ekki lengur en rofnu línurnar á himninum. Hvað er Gert að gera? Ætlaði hann að hræða frá henni vitið..ogþá litlu einbeitni, sem hún býr yfir? Hversvegna... hversvegna ? Hvað er orðið um Ingulill? Og hvað var það, sem kom fyrir hana hér á Mar- bakka? Það er hugsanlegt að margir tímar séu liðnir, og það er hugsanlegt að hún hafi sofið. Þaðer meira að segja hugsanlegt að hún sofi enn. Dauf köld morgunbirta fyllir herbergið, svo hún greinir rétt aðeins þau atriði sem henni falla bezt í geð. Veggina, sem ekki eru fóðraðir, heldur málaðir i mildum grænum lit með gylltum listum. Ofninn með gulu og bláu munstri — blómapott með mynd af býflugnabúi. Fyrir ofan bókaskápinn eru frumlegar mynd- skreytingar Georgs Paali við Gösta Berlings saga í sérstökum innbyggðum reitum. Þarna beint yfir skrifborðinu er presturinn í prédikunarstól og allir geta séð að hann er ungur, hár og grannur og undrafagur. Það er auðvelt að 34

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.