Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 18
Jóhannes Kjarval Seyöisfjörö togarinn Leifur heppni. A honum var skipstjóri náinn frændi minn, Gisli Oddsson frá Sæbóli á Ingjaldssandi, bróðir Jóns Oddssonar, sem frá segir i bók minni t vesturviking.Gi'sli fór til Eng- lands tveimur árum siðar en Jón, en eftir tveggja ára sjómennsku á enskum togara var hann oröinn stýrimaður á sliku skipi. Það hét Ugadale. Skip þetta strandaði 1911 i vonzku suðaustanstormi við brim- sanda Suðurlands, og var ekki annaö sýnna en það færist með allri áhöfn, en Gisli synti i land með streng og fyrir það afrek hans bjargaðist skipshöfnin. Hann hlaut siðan heiðursverðlaun, og i tilbót var hann ráöinn skipstjóri á togara, en þá voru aðeins liðin rým tvö ár frá þvi að hann fór til Englands. Hann reyndist mikill aflamaður eins og bróðir hans en þegar heimsstyrjöldin skall á, sumariö 1914 var hann sviptur skipstjórn, þar eð á- kveðið var að einungis enskum rikisborg- urum skyldi trúað fyrir skipum. Hann fór svo hingað heim 1915, en Jón bróðir hans sem var orðinn enskur borgari og kvænt- ur enskri konu, lét það ráða framtiö sinni Gisli tók skipstjórapróf i Stýrimanna- skólanum 1918, og siðan stofnaði hann togarafélag með Geir Thorsteinsson og fleirum og varö skipstjóri á fyrsta togara félagsins sem hlaut heitiö Leifur heppni og vissulega reyndist mikið aflaskip unz yfir lauk i Halaveðrinu alræmda. Við Gisli höfðum kynnzt i Reykjavik, og dáði ég þennan frænda minn, enda var hann vel viti borinn, glæsimenni i sjón og afrendur að þreki, þori og kappi. Þegar ég vissi, að Gisli hafði rennt fari sinu að bryggju á Seyöisfirði, brá ég mér út eftir. Þá hafði brezkur togari lagzt ut- an á Leif heppna — og yfir i þann brezka 18 sveif á gildum streng slik feikna flyðra að aðra eins hef ég hvergi séð fyrr eða siðar. GIsli fagnaði mér vel. Sagðist hann hafa verið á veiðum norður af Hvalbak. „Ogeins og þú sérð,” sagðihann, ,,kom ég hingað til að bæta við mig salti.” Svo bætti hann við. „Ég fer ekki annan túr á sömu mið. Mér leiðist þessi andskotans kóð, enda vitlausra manna verk að drepa þetta ungviði.” Aðeins einn maður hafði áður látið f ljós við mig að nokkuð væri athugavert við veiði á smáum þorski. Það var annar frændi minn, Jón Magnússon frá Bildu- dal. Hann sigldi af óðum smáfiski út á djúpmið, þegarég var háseti hjá honum á kútternum Geysi. Ég og fleiri urðum hissa, þegar hann skipaði að draga upp færin, og þá sagði hann snúðugt: „Það hefnir sin einhvern tima að moka upp svona kóðum.” Ég vék að stórlúðunni við Gisla, kvaðst marga væna hafa séð, en engan hennar jafna. ,,Ég get sagt sama, frændi,” svaraöi hann. „Ég lét lika vigta hana á bryggju- vigtina. Hún vigtaði hvorki meira né minna en 300 kíló. Hvort sem hún er æt eða óæt, er hún mér einskis virði, en skip- stjórinn á enska togaranum , sem er gam- all kunningi minn, fiskar i is, og hann taldi sig geta selt hana á brezkum markaði. „Varla gefurðu honum aðra eins feikna skepnu,” sagði ég og kimdi. Gisli kimdi lika, en sagði um leið: ,,Ég held ég verði nú að halda þvifram, enda tel ég mig þá ekki hafa brotið bann- lögin." Svo sýndi hann mér inn i skáp i kortaklefanum. Þar gat aö lita þrjár heil- flöskur af viski og nokkra pela. Hann stakk siðan að mér tveimur pelunum: „Það er vist óhættað stinga þessu að þér, þvi varla getur nokkrum manni dottið i hug, að ég komi meö svona sunnan frá Hvalbak.” Ég þakkaði gjöfina og lagði að Gisla að koma heim tii min, heilsa upp á konuna og þiggja þó ekki væri nema kaffisopa. „Nei, frændi,” sagði hann fastmæltur „Það er verið að láta um borð seinustu saltlúkurnar, og svo er ég farinn. Já, þú ert kominn i hjónabandiö, en ég hálffert- ugur, hef ekki mannað mig upp I að ná mér i konu. Ég bið þig að bera konu þinni beztu kveðjur og árnaðaróskir frá mér og segja henni að einhvern tima kunni ég aö koma uppdubbaður og þiggja hjá henni góðgerðir. Niina kem ég bara upp á bryggjuna með þér, svo kveð ég þig þar og samþykki nótuna hjá verkstjóranum.” Þegar ég svo var kominn heim og leit út um stofugluggann, sá ég hvar Leifur brunaði út á f jöröinn með löður um bóg og spjó úr strompinum þykkum reykja- mekki. Frænda minum lá á að róta upp þeim þorskkóöum sem vantaði á að hon- um þætti nægilega fylltar lestarnar. Þá er þetta geröist, dvaldist hjá okkur hjónunum á leið til Borgarfjarðar eystri, ung stúlka, Arnbjörg Sveinsdóttir frá Húsavik við Borgarfjörð systir Jóns bæjarstjóra á Akureyri. Hún var skóla- systir konu minnar úr Kvennaskólanum, gáfuð stúlka, glaðvær og skemmtileg. Hafði kona min, sem átti von á barni i á- gústmánuði og fór mjög litið út, mikla skemmtun af að spjalla við Arnbjörgu og hélt eins lengi i hana og unnt reyndist. Ég taldi það yfirleitt skyldu mina með tilliti til Kristinar að vera sem mest heima á kvöldin, en nú fannst mér ég geta verið frjálsari en ella, og allt I einu datt mér I hug, að þar eð Inga Lárussyni þætti gott að bragða vin, væri tilvalið að væta kverkar hans þetta kvöld á innihaldi ann- ars pelans frá Gisla frænda minum, — hinn skyldi geymdur Kristjáni iækni. Að loknum kvöldverði sagði ég svo konu minniog Arnbjörgu frá þessari fyrirætlun minni, sem raunar kæmist ekki i fram- kvæmd nema sá forvitnilegi maður sem mig hefði lengi langað til að kynnast all- náið, reyndist heima. Þær sögðu mig mega í friöi fara þær hefðu ennþá margt um að tala. Ingi Lárusson borðaði hjá bróður sín- um, Gisla simritara, en hafði á leigu herbergi i Skaftfelli. Ég þurfti þó ekki þangað tilað hitta hann. Þegar égkom út, sá ég hann koma innan götu. Ég flýtti mér i veg fyrir hann og sagði honum strax, hvert væri erindi mitt á hans fund. Ingi var meira en meðalmaður á hæð, þétt- vaxinn og breiðvaxinn. Nú var sem hann stækkaði, þar sem hann teygði úr sér frammi fyrir mér, leit bjarteygur út á lognhvitan fjörðinn og upp til hinna him- ingnæfu tinda, segjandi sinum djúpa róm i: „Heill sé þér.unga skáld. En við förum ekki inn undir þak i kvöld. A svona kvöldi heyri ég þögnina og fegurðina anda til min unaðsómum. Við förum upp i Botna og dreypum ekki á pelanum fyrr en þangaö er komiö.” Samþykki mitt við þessari tillögu var auðfengið, og þetta varð dásamlegt kvöld uppi i Botnum, hinum grænkandi hjalla i skjóli grá- og bleikveðraðra hamragirð- inga. Ýmist sátum við eða stóðum hjá blátærrilind og dreyptum smám saman á hinni skozku veig. 1 fyrstu ræddum við eitt og annaö, og i öllu sem Ingi' sagði, kom fram góövild, bjartsýni og hrein og tær gleði yfir þvi, hve fjölmargt og þó umfram allt fegurð náttúrunnar tóna og ljúfra ljóða væri dásamleg gjöf hverjum þeim, sem glæddi hjásér hæfileikann til að njóta þessa. Eft- irþvi sem við hýrguðumst meir af vininu, varð allt dásamlegra fyrir sjónum okkar beggja, og allt i einu benti Ingi mér á tvo hesta, sem höfðu verið á beit i gróandi brekkuhalli skammt frá okkur. Nú höfðu þeir hætt að bita, ráku saman snoppurn- ar, eins og þeir minntust á þennan hátt hvor við annan — og tóku siðan að kljást. Og Ingi mælti: „Þvi geta nú mennirnir ekki hagað sér svipað þessu i samskiptum sinum — þeir,

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.