Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 26
400 sviknir samningar AIM vill vera málflutningsmaður Indíána. Hreyfingin hefur m.a. krafizt þess, að þingið látirannsaka til hlitar alla þá samninga við Indiána,«em ekki hefur veriö farið eftir. Eftir styrjaldirnar við Indlána, sem I mörgum tilfellum voru ekkert annað en þjóðarmorö — gerði rlkisstjórnin mis- munandi samninga við hina „sigruöu” kynþætti eöa kynþáttahópa,” sem I samningunum voru kallaðir „þjóðir”. Þetta voru samtals nær 400 samningar og þá hafa hvitir menn brotið gróflega! Þegar Madonna talar um að berjast að nýju, á hún við að Indiánar eigi að sýna að þeim sé alvara. — Nú halda þeir okkur rétt fyrir ofan mörk þess að við sveltum, segir hún. En við eigum ekki að láta það viðgangast lengur. Við viljum ekki láta klappa okkur á axlirnar. Við viljum ekki vera háð ölmusum. Hægt kreppir hún hnefana og dökk augun ljóma i rökkrinu. HUn er sterk kona, Madonna Gilbert, Siouxindiáni, tveggja barna móðir, vel menntuð, lífsreynd, félagi i AIM frá því 1969, nú leiðtogi fræðslumiðstöövar þeirra I Rapid City. Málflutningsmenn þjóðar sinnar — AIM var stofnað i Minneapolis 1968. Astæðan var ruddaskapur lögreglunnar við íbúa af kynþætti Indiána. Myndaðar voru sérstakar sveitir, sem hjálpuðu þeim,sem lentuivanda.Og notuðumenn sina eigin bila... Kraftur og einbeitni skin út úr Madonnu Gilbert þegar hún segir frá hreyfingu Indiánanna, sem nær nú á einhvern hátt til meiri hluta þeirra um 900.000 Indiána, sem nú eru i Bandarikjunum. Meðlimir sveitanna, sem hún segir frá voru i rauðum jökkum og höföu stutt- bylgjuviðtæki i bilunum, svo þeir gætu heyrt i'talstöð lögreglunnar, og þegar lög- reglan ætlaði að taka Indiana voru þeir fljótir á vettvang. Þeir aðhöfðust ekkert, en skrifuðu hjá sér allt sem fram fór, og til muna dró úr afskiptum lögreglu af Indiánum við þetta. Við erum i húsi AIM i útjaðri Rapid City, hvitu, illa hirtu timburhúsi með slitnum húsgögnum og blaðaúrklippum á_ veggjum. Við áttum i erfiðleikum með að fá að koma inn. Haldið var að við værum frá FBI, alrikislögreglunni. En nú sitjum við I þægilegum sófa og Madonna er búin að leggja frá sér sópinn. — Við reynum að koma til þeirra, sem þarfnast okkar, segir Madonna. Við viljum vera málflutningsmenn þjóðar okkar. Við höfum ekki alltaf svör á reiðum höndum, en hver hefur það? En við höfum i sumum tilfellum bent á lausn mála. Og nú reynir Indiánaskrifstofan að hræða fólkið i verndarsvæðunum fyrir okkur... Indiánaskrifstofan i Washington, Bureau of Indian Affarirs, BIA, er sú stofnun Innanrikisráðuneytisihs, sem mál verndarsvæða Indiána heyra undir. Hlut- verk hennar á að vera að „stuðla að þvi að Indiánar verði sjálfstæðir, veita þeim félagslega aðstoð, sjá um menntun þeirra, og aðstoða þá við að komast burt af verndarsvæðunum og jafnframt við að stjórna löndum Indiána.” Þetta kann að hljóma vel, en spilling, klikuskapur og fleira gerir að verkum, að margir Indiánar lita á skrifstofuna, sem versta óvin sinn. — Indiánaskrifstofan reynir að hræða t fólk okkar, endurtekur Madonna beisk. Engin félagsaðstoð, engar sjúkrabætur ....ef þið hafið eitthvað meö AIM að gera. Þess vegna er fólk hrætt. Enginn vill kannast við að hafa verið i Wounded Knee 1973 — Við höfum fyrir bömum að sjá, segja menn, og sitja i felum i húsum sinum og dreymir um liðna tið. Þá voru Indiánar sterkir. Þá börðust þeir fyrir þvi, sem þeir trúðu á. Þetta er ef til vill stolt — en það leiðir ekki til neins.... — En þeir eiga að berjast aftur. Það viljum við IAIM. Þjóð okkar á að risa upp og krefjast réttar sins. Ekki sitja i hálf- svelti og biða eftir ölmusum... Spilling, sviknir samningar og þjóöfélagslegt óréttlæti varö til þess aö Indfánar tóku bæinn Wounded Knee 1973. Skipzt var á skotum og blóöi var úthellt. Nú eru þar rústir — og nýlegar grafir.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.