Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 28
Víða í Wounded Knee getur að llta sllkar áletranir. Börnin eru alls staðar með. Þau eru eðli- legur hluti fjölskyldunnar. Bönn eru fá, en virðing mikil. Þeim er létt um hlátur. En þegar þau vaxa úr grasi og finna van- traust hvita fólksins hljóönar hláturinn. Sjálfsmorð eru helmingi tlöari meðal Indiánaunglinga en hvitra jafnaldra þeirra. 28 aldrei við þau ,,ég ræð”, eða „ég veit betur”. Börnin eru alltaf með, orðið barna- pössun er ekki til i indiánamáli. Þetta hljómar ef til vill barnslega, en þetta er svona, og þvi verða kynnin af umheiminum óhugnanlega erfið. Þá rekast unglingarnir sig skyndilega á hugtök eins og dugnaður, skipulagning, athafnasemi, samkeppni... Sá sem ekki vinnur á ekki heldur að fá mat! Eftil villmá segja,að Indiánarséu i gjá milli tvenns konar menningar, önnur er horfin fyrir fullt og allt, en þeim fellur ekki hin, og vilja ekki viðurkenna hana, en þó láta þeir ginnast af henni... Engar brýr eru á þessari gjá. Börnin verða stór. Hláturinn hljóðnar. Afengi, slagsmál, sjálfsmorð koma inn i myndina. Sjálfsmorð eru þrefalt algeng- ari meðai Indiánaunglinga en hvitra. Sjöunda kynslóðin rís upp Útidyrnar opnast og ungur Indiáni i bláum gallabuxum kemur inn. Eauðir og hvitir borðarhanga niður úr jakkanum og úr hárflettunni. Hann litur þreytulega á okkur áður en hann gengur þungum skrefum upp stigann. Sennilega eru rúm uppi á loftinu. Hann er trúlega að koma frá Pin Ridge verndarsvæðinu. Kannski hafa verið óeirðir þar, kannski fundur, eða dansleikur. Alla vega virðist hann úrvinda. Madonna horfir á eftir honum. — Þar er mikið af góftu fólki. Ungu fólki. Og það heldur ekki aðeins á mótmælaspjöldum, og talar einhver ósköp, eins og 1968. Það vinnur virkilega. Hún lækkar röddina, eins og til að geta tjáð sig betur. — Frá þvi ég gekk i hreyfinguna hef ég kynnzt fleira fólki, fyrir utan Indiána, en ég hafði kynnzt allt mitt lif fram til þess. Góðu fólki — svörtum, hvftum, fólki frá Puerto Rico ... það er alls konar fólk i hreyfingunni. Og það gefur okkur von... — Spádómarnir, sem gerðir voru með þjóð okkarfyrirhundruðumára.segja, að við séum hér af vissri ástæðu, aö gæta þessarar heimsálfu. Og við verðum hér. Lengi. Þeir hvitu geta haldið áfram til tunglsins eða Mars eða hvert sem þeir vilja, þeir geta tekið það sem þeir geta haft af þessu landi og horfið siðan, eða dáið Ut — en við verðum hér um kyrrt. Ég er, sjálf hluti af spádómunum. En þar segir,aðsjöunda kynslóðin skuli risa upp, og það erum við.. Þegar ekið er hægt eftir aðalgötunni i Rapid City i átt til hótelsins, heyrist i lögreglusirenu gegnum umferðarniðinn og kaldblátt ljós fellur af og til á t Montana og Dakota er hægt að fá hest fyrir 40 dali. Þeir eru þvl I margra eigu. Og koma Indlánabörnum gjarnan I stað hjóla, vélknúinna og fótstiginna. auglýsingaskiltin. Þau setja skelfilega mikinn svip á bæinn? Sears, Alex Jonson Hotel, Bud- weiser, Coke, General Motors... Auglýsingarnar tákna fyrirtæki, sem velta auðlegð á ári hverju og veita mörgum atvinnu ekki aðeins í Bandarikj- unum heldur einnig i öðrum löndum. Hús Indiánanna virðist litið og á afskekktum stað. Myrkrið lykst um bæinn og forn veiði- lönd sléttuindiánanna. Boeing 727 hefur sig til lofts af flugvellinum og skilur eftir svarta reykjarslóð. Flugvélin er i eigu Western Airlines, en tákn flugfélagsins er rautt Indiánahöfuð með fjaðraskrúði....

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.