Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 24
„Þeir hafa reynt að kenna okkur að segja mitt í stað okkar’ ’ Madonna Gilbert er Siouxindiáni. HUn er félagi i samtökum Indiána i Ameríku (American Indian Movement, AIM) og veitir forstööu fræöslumiöstöð hreyfingarinnar i Suður-Dakota. Þaö, sem greinir Rapid City frá tugum annarra tæplega hundraö ára gamalla smáborga i Villta vestrinu eru Indiánar. Heilu fjölskyldurnar ganga I hópum eftir götunum. Þeir aka framhjá hótelum og verzlunum i aflóga bilum. Þeir sitja á börunum.ihúsasundum — og i steininum. Þar sitja þeir oft lengi og oft af óljósum orsökum. Grunur fellur ávallt fyrst á Indiána. Indiánar, sem lifið hefur bugað, safnast saman i fátækrahverfinu, viö verstu barina, ótótiegir, sjúkir, óhreinir, betlandi. — Geföu mér sextiu sent fyrir bjór. Allt i lagi. Viö leggjum nokkra smá- peninga i vanhirta, brúna hönd. — En ég þarf tvo dali .... Nú gremst okkur. Hvers vegna þessi skyndilegi kröfutónn? Aö biöja um pening fyrir bjór er I lagi en tvo dali! — En ég er Indiáni. 24 Ég er Indíáni Margt liggur að baki þessum orðum. Annað sem greinir Rapid City frá öörum bæjum Vestursins er er nálægðin við Svörtu hæðir (Black Hills) og verndarsvæði Siouxindiána Pin Ridge. Svörtu hæöir voru einu sinni helgasti staður sléttuindiána, miðpunktur veraldar þeirra, hjarta veiðisvæða þeirra. Þvi var rænt frá þeim á árunum 1870-1880. Þrátt fyrir gerða samninga var þetta land tekið með vopnavaldi. Þar var gull að finna. Nú eru Svörtu hæðir „ferðamannapara- dis”. Þar eru undrahellar og garðar með furðudýrum. Þar er hægt að aka um I leiktækjum og kaupa minjagripi, sem framleiddir eru á Formósu! Þar mega menn taka myndir af raunverulegum Indiánum með fjaðraskrúð og öllu — gegn greiðslu. Og hér er þjóðarminnismerkiö Mount Rushmore, þar sem risastór andlit fjögurra forseta stara á vegfarendur Ur hárri f jallshlið. Þeir eru tákn „réttlætis, frelsis og lýðræðis.” Svörtu hæðir eru fyrir norðvestan Rapid City. Ef ekið er i' hina áttina er ekki langt til Pine Ridge, sem er næststærsta verndarsvæði Indiána I Bandarikjunum. Það er stórt og eyðilegt og þar búa um 12.000 manns, flestir eru atvinnulausir og hafa glatað sjálfstrausti sinu. Þetta verndarsvæöi varð heimsþekkt þegar AIM samtökin tóku smábæinn Wounded Knee fyrir nokkrum árum. Þau vildu sýna fram á að Indiánar eru enn til. Að þeir eiga erfitt. Að þeir verða fyrir bárðinu á spillingu og svikum við gerða samninga. Indiánarnir héldu bænum i 71 dag. Þeir og hvitir menn skiptust á skotum. Bióði var úthellt. Hatrammar tilfinningar urðu enn hatrammari. Enn glima lögfræðingar við hundruð ákæra og gagnákæra. Nú er Pine Ridge það verndarsvæöi Indiána i Bandarikjunum, þar sem mest sundrung rikir, mestu ofbeldi er beitt og Alrikislögreglan (FBI) er mest á kreiki. Indianar hverfa eða finnast látnir Skot- hriðir glymja i myrkri. Bilum er velt. Gluggar brotnir. A mörgum stöðum gefur að lita bók- stafina AIM skráða stórum stöfum á veggi.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.