Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 37
 eftir Eirík Sigurðsson — Blessaður segðu okkur það, sagði Gunnar. — Nei, það fer bezt á þvi, að það fylgi mér i gröfina. En þeim fannst þeir finna ofurlitinn bil- bug á Vigfúsi. Það gerði vinið. An þess hefði nann ekki haft orð á þessu. Og þeir brunnu i skinninu að fá að heyra þetta leyndarmál. — Við munum ekki segja öðrum frá þvi, sem þú trúirokkur fyrir i kvöld, sagði Halldór. — Ekki óttast ég það svo mjög, svaraði Vigfús. — Þó að alltaf sé hættulegt að ljóstra upp gömlum leyndarmálum. En vinið gerði það að verkum, að i hon- um var einhver kitlandi löngun að segja þessum vinum sinum allan sannleikann. Komu þeir ekki til að vera honum til ánægju þetta dapurlega kvöld? Hann leit til flöskunnar. Hún var tóm. — Við lofum að segja þaö engum, sagöi Gunnar. Vigfús hugsaði sig um. — Lofið þið þvi báöir? — Já, já sögðu þeir i einu hljóði. — Þið sögöuð áðan, að Rannveig mundi vera glöð i kvöld. Nú hefur henni tekizt að hefna sin. — Hvernig? spurði Halldór. — Hrafn er sonur minn! Undrunin skein út úr andlitum gest- aniia. — Sonur þinn! Hvað ertu að segja? Ertu orðinn svona drukkinn, Vigfús! — Nei, ég veit vel hvað ég segi. Það er engin vitleysa, þó að ykkur þyki það ótrú- legt. En fyrst ég er búinn að segja svona mikið, þá er bezt að segja söguna eins og hún er. Ég hef háð kosningabaráttu viö son minn, en hann hefur sennilega enga hugmynd um það. — Við skiljum þetta ekki, sagði Gunn- ar. — Það er ekki von. Ég þarf aö byrja á byrjuninni. Þegar ég var ungur, var ég i ástamakki við Rannveigu. Við ætluðum okkur aö eig- ast. A mér var þó alltaf dálftið hik, þvi að mér þótti hún ráðrik og skaphörð. En svo kynntist ég Guðnýju. Hún var alveg mótsetning hinnar. Ljúf og mild og ég laðaðist aö henni áður en ég vissi af. Ég lékþannig tveim skjöldum um skeiö. Var satt að segja dálitið laus á kostunum á þeim dögum. Svo var það eitt kvöldið, að Rannveig sagði mérglöð ibragði að hún væri barns- hafandi. Ég gatekki samglaðzt henni. Ég fann, að þarna voru lagðir á mig hlekkir og hún hafði undirtökin. Næstu dagar voru erfiðir. Þá tók ég mina örlagariku ákvörðun. Ég gat ekki hugsað mér að missa af Guðnýju. Ég held, að það hafi verið sönn ást. Ég tilkynnti Rannveigu, aö ég væri trúlofaður annarri stúlku. Hún brást reið við og ég ætla ekki að lýsa þvi kvöldi, eða þvi sem hún sagði. Hún sleppti sér alveg, reif mig og klóraði. En eitt af þvi, sem hún sagði var það, að þetta barn skyldi aldrei bera mitt nafn, og einhvern tima siðar skyldi hún hefna sin rækilega á mér. Hvort tveggja hefur hún efnt. Nú er hefndin komin. En sennilega vita engir þetta leyndármál, nema viö Rannveig og Arni maður hennar. Skiljiö þið nú hvers vegna Hrafn er ólikur hinum systkinunum eins og þið voruð að segja áðan? Þeir Gunnar og Halldór hlustuðu stein- þegjandi. Þeir vildu ekki trufla Vigfús i frásögninni. Svo hélt hann áfram. — Þá bað ég Guðnýjar og við settum upp hringana skömmu siðar. Hún hefur reynzt mér á allan hátt góð og yndisleg kona.EnRannveigsýndi lika hvað Ihenni bjó og opinberaði trúlofun sina meö Arna eftir nokkrar vikur. Þarmeð bjargaði hún barninu frá að bera mitt föðurnafn. Og nú er Hrafn orðinn alþingismaður. Hrafn ■ Ámason!! Ha, ha, ha. — Ég skil, sagði Gunnar, að þú hefur trúað okkur fyrir mikilvægu leyndarmáli. Og við skulum ekki bregðast þér. — Þvi treysti ég, sagði Vigfús. En sjaldgæft mun það vera, að feðgar keppi um sæti á alþingi. Glösin stóðu tóm á boröinu. Við frá- sögnina hafði næstum runnið af þeim. Ménnirnir sátu hljóðir um stund, unz Halldór rauf þögnina. — Margvisleg eru mannleg örlög og ekki segja kirkjubækur lílan sannleikann. En Guðný hefur veriö þér góö kona. — Já, svo sannarlega. Ég hef aldrei séð eftir þvi aö hafa valið hana, þótt viöskiln- aðurinn við Rannveigu væri ekki sárs- aukalaus. — Jæja, við vonumst þá til, áð Hrafn verði nýtur þingmaöur, og ef hann hefur erft eitthvað frá þér, ætti hann ekki að bregðast. Vigfús sat hljóður svolitla stund, eins og hann væri að brjóta til mergjar eitthvert vandamál. Svo sagði hann: — En nú á ég eftir að hefna min og þið verðið að hjálpa mér til þess, fyrst ég hef sýnt ykkur þennan trúnað. — Hvað áttu við? spurði Gunnar. — Við förum allir heim til Hrafns og óskum honum til hamingju með kosning- una. Ég gæti trúað, að Rannveig yrði ekki hrifin af þvi. — En hann er andstæöingur okkar, sagði Halldór. — Nei, nú er hann þingmaður okkar, jafnt þeirra, sem kusu hann og okkar hinna. Ég hlakka til að sjá svipinn á Rannveigu, þegar við komum. Eflaust er þar fullt fyrir af flokksmönnum hans. En fyrst verðum við að fá okkur kaffisopa. Vigfús opnaöi huröina og pönnuköku- lykt barst inn i stofuna. Svo kallaði hann fram: — Guðný min. Þú mátt koma með kaffið. Þvilikur dagur!!! 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.