Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 33
Gert Berger beini athygli hennar að þeirri stað- reynd. — Súsanna sagði að þú værir óþolandi, svarar hún kalt og það er svei mér rétt! — Iss, Súsanna krakkakjáninn sá. Hún kom með mér hingað af því hún vildi láta kyssa sig — og hún var kysst. En að öðru leyti vanrækti ég hana víst svolitið Ég var nfnilega um annað að hugsa. Bodil spyr ekki: — Hvað þá? Henni er að verða Ijóst að það er ekki rétta að- ferðin þegar rætt er við þennan duttlungaf ulla Gert Berger. — Ljóðið...hvað meintirðu eiginlega með því að vitna einmitt í það? Andartak er augnaráð hans langt f jarri — hinum megin við gula og gráleita móðuna handan Alster- vatns, og á þessu alvöruþrungna augnabliki, heldur hún sem snöggvast að hann ætli að vera alvarlegur. Svo lyfti hann rennvotum öxlunum lítillega: — Bjóstu við að ég gæti valið annað kvæði undir þessum kringumstæðum? Hann snýst á hæli og gengur hröðum skref um upp túnið, sem hallar niður að vatninu. Bodil neyðist til að hlaupa við f ót við hlið hans i hnéháu grásinu. — ó, kæri Gert, viltu ekki vera svolítið vænn? Sjáðu, ég vil að þú segir mér.... — Já, einmitt. Hér f yrir f raman okkur á hlíðinni, er Tröllaborðið, þar sem hann sat lítill angi, þögull og stóreygur, klæddur í stórköflótta blússu...og Cecilia stóra systir sagði honum frá lífinu, hetjum og tröllum, álfameyjum og afturgöngum. — Og ef þú hættir ekki strax þessu óráði, skýtur Bodil inn stutt í spuna, verð ég brjáluð. — Brjáluð? Er það orð ekki notað af alltof miklu gáleysi? Það hæfir tilfellum eins og ógæfusamri f jölsky Idu Frödings. En þar er hægt að nota það um báða foreldrana — er það ekki hræðilegt? Fyrsta veturinn, sem börnin voru í Byn var móðirin á geð- sjúkrahúsi, og þrem árum síðar veiktist faðirinn einnig. Tvöföld ógæfa i erfðir, „tvöföld byrði", hvað heldurðu að það haf i haf t að sgja f yrir Gustaf Fröding? Romsar hann svona upp úr sér af því hann vill víkja talinu að öðru, eða er það einkennandi fyrir hann að rjúka úr einu í annað á svo geðveikislegan hátt? — Mér hefur skilizt að ritgerð þín ætti að fjalla um Selmu Lagerlöf? — „Áhrif bernskuslóðanna á sálarlíf og skáld- skap Selmu". Já, svo sannarlega væri það nóg ef ni i sjö ritgerðir. Konn var jú bundin föður sínum og Marbakka. En svo einfalt og blátt áfram vill prófessor Tideström ekki hafa það. Ef maður er ekki fagurfræðilega og heimspekilega þenkjandi verður maður að minnsta kosti að vera gef inn f yrir að bera saman. Bera saman erfðaeiginleika og um- hverfi og umhverfi Selmu og Frödings, Geijers og Tegners, það verður vísindalegra, og er fljótlegt, þegar um er að ræða f ólk með skapgerð, sem er svo óvenjuleg einföld í sniðum og i miklu jafnvægi eins og tilfellið er um þessi fjögur vermlenzku skáld! Hver veit.. þegar ég hef lokið rannsókn minni, svona eftir 50 ár eða svo, gæti hún ef til vill orðið mikilvægur skerf ur til að lýsa séreinkennum Verm- lendinga, og Karlman ferðamálastjóri gæti inn- limað hana í sitt svið og gert hana að metsölubók. — Fyrst þú minnist á Ragnar Karlman... — Nú sem sagt hér höfum við Tröllaborðið. Nei hvað sé ség. Er ekki Dohna greifafrú komin hér? Góðan dag mín fagra frú. Það eru margar vikur síðan við skildum. Flatur, risavaxinn steinn hvílir á fjórum minni steinum, og gæti eftir útlitinu að dæma hafa verið hæfilegt matborð fyrir tröll og hetjur, sem menn lesa um í ævintýrum. Af þeirri tilfinningu fyrir glæsilegu umhverfi, sem er einkennandi fyrir kyn- systur hennar, hefur greifafrúin komið sér fyrir uppi á þessu háa leiksviði, og er einmitt að sleikja á sér rauðan skínandi feldinn eftir rigninguna. — Hvernig geturðu verið viss um að þetta sé Dohna greifafrú? spyr Bodil varlega. Mér sýnist hún nauðlík bróður sínum Sintrami og systkinum sínum heima i fjósinu hans Lagerlöf liðsforingja. — Sintram, segir hann annars hugar, þekki ég ekki. En þetta hlýtur að vera greifafrúin, því hún stakk okkur af hér uppi i Byn f yrir sjö vikum og það var vonlaust að f inna hana aftur hversu mikið sem við kölluðum á hana. — Það varst sem sagt þú, sem ókst Ingulill þenn- an mánudag.. fyrst á hótelið í Karlstad og síðan hingað? Hvað geruð þér hér? — Hvað við gerðum? Hann klórar greifafrúnni vinsamlega undir hökunni. Ingalill vildi aka hingað og anda að sér loftinu í Gunnerud og Byn, en það f ylgdi böggull skammrif i við neyddumst til að taka þennan prakkara með okkur, og hann stakk okkur af hér upp frá..lngalill grét eins og vatnskrani og talaði um hunda, ref i, minka og úlfa, jú — eitt sinn hljómuðu hér ýlfrandi raddir úlfa, Ég snýtti henni og sagði kisakisakis, þangað til ég var að kaf na og því næst bað ég vörðinn að gá að kettinum og annast hann ef hann fyndi hann. Og það er auðséð að hugsað hefur verið um hann... Skyndilega án sýnilegrar ástæðu, dökknar hann í framan, hann rís snögglega upp af steininum og segir önuglega: — Klukkan er orðin margt. Ég verð að komast aftur til Marbakka áður en f rú Haraldsson lokar...í síðasta sinn í sumar. — En þú...getur ekki stungið svona af án þess að... Andstætt vanda sínum hef ur hann upp eftir henni og spyr beint út? — Án þess að... hvað? — Án þess að hjálpa mér, án þess að segja mér frá — Ingulill. v— Og ef ég hef nú ekki löngun til að segja neitt? Það hefur maður kannski ekki alltaf... Hann breytir aftur um tón, lyftir Ijósum auga- brúnunum glaður og kaldhæðinn á svip og vitnar i Fröding í kveðjuskyni: Hver á sitt þú átt þitt en ekki mitt! Hann fer frá Byn í gömlum grænum fólksvagni, ' 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.