Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 7
um Tungustapa Kveður þá við dynjandi klukknahljóð og í því heyrist þys mikill inni. Hleypur hver um annan þveran til dyra. Arnór hleypur þá sem hann mátti út í myrkrið heim á leið og heyrir álfareiðina, þysið og hóf asparkið á eftir sér: heyrir hann að einn í f lokki þeirra er fremstir ríða kveður við raust og segir: ,,Riðum og ríðum, það rökkvar í hlíðum: ærum og færum hinn arma af vegi svo að hann eigi sjái sól á degi sól á næsta degi." Þusti þá flokkurinn milli hans og bæjarins svo hann varð að hörfa undan. Þegar hann var kominn í brekkur nokkrar suður frá bænum og ajjstur frá stapanum gafst hann upp og hneig máttvana niður: reið þá allur f lokkurinn á hann ofan og lá hann þar eftir nær dauða en lífi. Það er f rá Sveini að seg ja að hann kom heim eftir vökulok. Var hann daufur mjög og vildi engum segja um burtuveru sina, en kvað nauðsyn að leita Arnórs. Var hans leitað alla nóttina og fannst hann eigi fyrri en bóndi frá Laugum er kom til óttusöngs að Tungu gekk f ram á hann þar i brekk- unum sem hann lá. Var Arnór með rænu, en mjög aðfram- kominn, sagði hann bónda hvernig farið hafði um nóttina eins og áður er frá sagt. Ekki kvað hann tjá að flytja sig til bæjar þvi hann yrði eigi lifgaður. Andaðist hann þar í brekkunum og heita það síðan Banabrekkur. Aldrei varð Sveinn samur eftir þenna viðburð, hneigðist skap hans enn meira til alvöru og þunglyndis, en aldrei vissu menn hann koma nærri Álfa- stapa eftir þetta og aldrei sást hann nokkru sinni horfa í þá átt sem stapinn er. Gaf hann sig frá öllum veraldarum- svifum, gjörðist munkur og gekk í klaustur í Helgafelli. Var hann svo lærður maður að enginn bræðra komst til jafns við hann og svo söng hann fagurlega messu að enginn þóttist jafnfagurt heyrt hafa. Faðir hans bjó i Tungu til elli. Þegar hann var gamall orðinn tók hann sótt þunga. Það var nærri dymbildögum. Þá er hann fann hvað sér leið lét hann senda eftir Sveini út til Helgafellsog bað hann koma á sinn fund. Sveinn brá við skjótt, en gat þess að skeð gæti hann komi eigi lífs aftur. Kom hann að Tungu laugardag fyrir páska. Var þá svo dregið af föður hans að hann mátti trauðlega mæla. Beiddi hann Svein son sinn að syng ja messu á páskadag sjálfan og skipaði að bera sig þá í kirkju: kvaðst hann þar vilja andast. Sveinn var tregur til þessa, en gjörði það samt, þó með því skilyrði að enginn opnaði kirkjuna meðan á messu stæði og sagði þar á riði líf sitt. Þótti mönnum þetta kynlegt: þó gátu sumir þess til að hann enn sem fyrri ekki vildi sjá í þá átt sem stapinn var því kirkjan stóð þá á hólbarði einu hátt upp i túninu austur frá bænum og blasti stapinn við kirkju- dyrum. Er nú bóndi borinn í kirkju eins og hann hafi fyrir mælt, en Sveinn skrýðist fyrir altari og hef ur upp messusöng. Sögðu það allir er við voru að þeir aldrei hefðu heyrt eins sætlega sungið eða meistara- lega tónað og voru allir því nær höggdofa. En er klerkur að lyktum snéri sér fram fyrir altari og hóf upp blessunar- orðin yf ir söf nuðinum brast á í einni svipan stormbylur af vestri og hrukku við það upp dyr kirkjunnar. Varð mönnum hverft við og litið utar eftir kirkju: blöstu þá við eins og opnar dyr á stapanum og lagði þaðan út Ijóma af ótal Ijósa röðum, en þegar mönnum aftur var litið á prest var hann hniginn niður og var þegar örendur. Féllst mönnum mikið um þetta og þar með að bóndi hafði einnig á sömu stundu fallið liðinn f ram af bekk þeim er hann lá á gagnvart altari. Logn var f yrir og eftir viðburð þenna svo öllum var augljóst að með stormbyl þann er frá stapanum kom var eigi sjálf- rátt. Var þá viðstaddur bóndi sá frá Laugum er fundið hafði Arnór í brekkunum fyrri og sagði hann þá upp alla sögu. Skildu menn af því að það hefði komið fram er álfa- biskupinn hafði um mælt að Sveinn skyldi dauður hníga er hann sæi sig næst. Nú þegar opinn var stapinn og hurð kirkjunnar hrökk upp blöstu dyrnar hver og móti annarri svo álfabiskupinn og Sveinn horfðust í augu er þeir tónuðu blessunarorðin því dyr á kirkjum álfa snúa gagnstætt dyrum á kirkjum mennskra manna (nl. til austurs). Áttu menn héraðsfund um mál þetta og var það afráðið að flytja skyldi kirkjuna niður af hólbarðinu nær bænum, í kvos hjá læk nokkrum. Með þvi var bærinn milli stapans og kirkju- dyra svo aldrei síðan hefur presti þar verið unnt að sjá f rá altari gegnum kirkjudyr vestur í álfastapa enda hafa slik býsn eigi skeð síðan þetta var.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.