Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 19
sem eiga að heita höfuð sköpunarverks- ins?” Ég held ég hafi ekki svarað þessu, enda virtist mér Ingi ekki búast við neinu. Hann sathugsi, augnaráðið innhverft. Svo blossaði upp i honum lifsgleðin, og nú sungum við saman. Ég bið að heilsa og 0, blessuð vertu sumarsól, en siðan spratt hann á fætur, stóð nokkur andrtök þegj- andi, en sagði siöan: „Nú ætla ég að syngja fyrir þig nýtt lag eftir mig.” Svo rétti hann úr út frá sér báðar hend- ur og sneri lófunum upp, eins og hann vildi vera sem bezt við þvi búinn að veita einhverju viðtöku, sem ofan að kæmi. Og nú söng hann I svanaliki lyftist moldin hæst. Og hann söng ekki aðeins fyrstu visu hins dásamlega ljóðs, heldur lika þá siðustu, og hana söng hann af heitri tilfinningu: Hve sælt, hve sælt að liða um hvolfin hcið: með hreina, sterka tóna — eða öngva, að knýja fjarri öllum stolta strengi, að stefna hæst og syngja bezt I deyð, að hefja rödd, sem á að óma lengi i annars minni, þó hún deyi um leið Er nokkur æðri aðall hér á jörð en eiga sjón út yfir hringinn þröngva og vekja, knýja hópsins blindu hjörð til hærra lifs — til ódauðlegra söngva. Að sönglokum luktust lófar hans, votturl af brosi lék um varirnar, en af augunum| hrukku tár. Þannig sá ég hann, þegar ég heyrði látp hans aðeins aldarfjórðungi siöar er við| lifðum saman hinar ógleymanlegu stund- ir ofar allri byggð i Seyðisfirði. Gömul teikning af Hagalin eftir Halldór Pétursson Það er siðfágun að lýsa öðrum eins og þeir sjálfir kjósa aö sjá sig. * Þvi meira sem mennirnir eldast þvi erfiöara veitist þeim að brosa fyrir framan búr apanna I dýragarðinum. * Skuidheimtumenn hafa betra minni en skuldunautar. * Þótt seld séu sæti á sviöinu á tónleikum. fylgir þviekki að gestirnir fái að sitja i kjöltu hljómsveitarstjórans. * Jafnstraumur og víxlstraumur eru betri en jafn straumur af víxlum. * Frestaðu þessu heldur til morguns... þú ertbúin að gera nógu mörg mistök i dag. Mörg glcðiefni hverfa i skuggann af þvi að þau kosta ekkert. Reynsian eykur þekkingu okkar, en þar með er ekki sagt að viö gerum færri vitleysur. * Þú verður aldrei ræðuskörungur ef þú þegir alltaf. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.