Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 12
Barnasagan: /■ Lewis Carrol: Lísa r 1 U ndralandi Hún lét hann þess vegna niður i grasið og henni létti, er hún sá grisinn brokka rólega inn i skóginn. ,,Þetta hefði orðið herfilega ljótt barn með aldrinum, en annars var þetta allra lag- legasti grís”, sagði hún. Hún fór nú að hugsa 1 um ýmsa krakka, sem hún þekkti og sem gætu f orðið allralaglegustu grísir. ,,Bara að maður vissi, hvernig ætti að breyta þeim dálitið og —”. Lisu varð orðfall, þvi að skyndilega kom hún auga á angóraköttinn, þar sem hann sat á trjágrein rétt hjá. Kötturinn brosti út undir eyru, þegar hann sá Lisu. „Þetta er vist allra bezti köttur, þó að hann hafi fjarska langar klær og sterklegar tennur”, hugsaði Lisa. Vissast var samt að tala við hann með virðingu. - „Angórakisa min”, sagði hún óframfærin, þvi að hún vissi ekki, hvort kettinum myndi lika þetta ávarp. En hann brosti bara ennþá gleiðar. ,,Henni geðjast að þessu”, hugsaði Lisa og hélt þess vegna áfram. „Viltu vera svo góð að segja mér, hvaða leið ég á að fara?” ,,Það fer að miklu leyti eftir þvi, hvert þú vilt komast”, anzaði kötturinn. ,,Það er mér næstum alveg sama um”, sagði Lisa. ,,Þá er lika sama, hvaða leið þú ferð”, svar- aði kötturinn. ,,Ég vil bara komast eitthvað”, bætti Lisa við til skýringar. ,,Það kemstu lika án efa, einkum ef þú ferð nógu langt”, sagði kötturinn. 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.