Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 14
hann hægt og rólega. Fyrst hvarf rófan og að síðustu var aðeins giottið eftir: það sást um stund, eftir að kötturinn var sjálfur horfinn. Lisu varð hreint ekki um þetta gefið. „Oft hef ég séð ketti án glotts”, hugsaði hún, „en aldrei fyrri glott án kattar. Er þetta ekki alveg dæmalaust?” Lisa hafði ekki lengi gengið, þegar hún kom auga á hús hérans. Reykháfarnir voru eins og stór eyru i laginu og þakið var allt loðið: það gat þvi ekki verið um neitt að villast. Húsið var svo stórt, að Lisa þorði ekki að nálgast það, fyrr en hún hafði bitið i vinstri handar bita gorkúlunnar og var orðin um tvö fet á stærð. Jafnvel þá var hún ennþá dálitið kviðafull og sagði við sjálfa sig: „Skyldi hann nú vera snar- brjálaður, þegar til kastanna kemur? Ég vildi næstum, að ég hefði heldur farið til hattarans.” 7. þáttur Kátbrosleg kaffidrykkja Fyrir utan húsið, undir stóru tré, var borð, og við það sátu hérinn ungi og hattarinn og drukku kaffi. Á milli þeirra var heslimús i fasta svefni. Hún var notuð sem einskonar koddi , þvi að hérinn og hattarinn létu handleggina hvila þungt á höfði músarinnar. „Aumingja hesli- músin: það fer vist ekkert vel um hana.” hugsaði Lisa. „En hún sefur nú raunar svo fast, að hún veit ekki af neinu.” Borðið var fjarska stórt og þrimenningarnir sátu við annan enda þess, „Ekkert sæti er laust, alls ekkert sæti,” hrópuðu þeir, strax og þeir sáu Lúsu. „Það eru nóg sæti”, sagði Lisa móðguð og settist i stóran hægindastól við enda borðsins. „Má bjóða þér glas af aldinsafa”, sagði hérinn kurteislega. Lísa leit á borðið, en sá ekki annað en kaffi. „Ég sé hér engan aldin- safa,” sagði hún. „Það er heldur enginn aldinsafi hérna”, sagði hérinn. „Það er skritin kurteisi, að vera þá bjóða mér hann.” sagði Lisa gröm. „Er það ekki líka ókurteisi, að setjast hér niður óboðin?” sagði hérinn. „Ég vissi ekki, að þú ættir borðið, og auk þess eru hér bollar handa miklu fleirum en þremur”. „Þú þyrftir að láta klippa þig”, sagði hatt- arinn. Hann hafði setið kyrr og horft mjög for- vitnislega á Lisu. „Þú þyrftir að venja þig af að blanda þér i einkamál annarra: slikt ber vott um slæmt uppeldi”, sagði Lisa mynduglega. Hattarinn glennti upp augun við þessa áminningu, en hann sagði aðeins: „Hvað er likt með hrafni og skrifborði?” „Nú fer að verða gaman”, hugsaði Lisa. „Það gleður mig að þeir fara að geta gátur”. Upphátt sagði hún: „Ég held, að ég geti ráðið það.” „Jæja — heldurðu að þú vitir ráðninguna?” sagði hérinn. „Já, það held ég”, anzaði Lisa. „Þá ættirðu að segja það, sem þú heldur”, sagði hérinn. „Það skal ég gera”, sagði Lisa. „Vist er um það, að ég held það, sem ég segi — og það gildir auðvitað einu.” „Nei, þvi fer fjarri”, sagði hattarinn. „Ef þetta væri rétt, þá gætirðu lika sagt, að það stæði á sama hvort maður segði: „Ég sé það, sem ég borða eða ég borða það, sem ég sé”. Og þá mætti lika segja, að það væri sama hvort maður segði: „Mér þykir vænt um það, sem ég fæ, eða ég fæ það, sem þér þykir vænt um”.” „Þú gætir þá lika sagt, að ég dreg andann, þegar ég sef, væri það sama og: ég sef, þegar ég dreg andann”, tautaði heslimúsin eins og upp úr svefni. „Hvað þér viðvíkur, þá er það eitt og hið sama”, sagði hattarinn, og þar með féll sam- talið niður um stund. Lisa fór að velata fyrir sér, hvað hún mundi um hrafna og skrifborð, en það var fremur litið. Hattarinn rauf þögnina: „Hvaða dagur er i 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.