Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 32
Framhaldssagan: Maria Lang 8 Hún verður svo undrandi á næsta tilsvari hans, að hún gleymir bæði hræðslu sinni og þeirri erfiðu að- [stöðu sem hún er ... á yztu brún hallar klappar- innar. — Þú varst jú að hugsa um Ijóðið, ekki satt — Bodil? Hún s'nýst á hæli og grípur í kalda, blauta — og bláa peysuermi. Síðan er hún gripin harkalega burt frá vatnsbakkanum, stynjandi oq alveq rugluð? — Hvernig...hvernig getið þér vitað...getur þú vitað, hvað ég heiti? Og hvað meinarðu eiginlega með því að skjóta upp kollinum eins og álf ur, f jand- ans álfur og þylja asnalegar Ijóðlínur Hann hlær ánægjulega. — Þú ert önnur stúlkan í dag, sem bölvar mér en hamingjan sanna það er ekki við öðru að búast á þessum stað. Vissirðu að Byn er mesta óveðurs- bæli? Ceciliu Fröding fannst sérlega rómantíkst þegar baðstofan stóð í Ijósum logum. ( annað skipti ; sló eldingu niður í vatnið svo vatnssúlan stóð upp í loftið. Loks brann svo allt húsið, en þá var Gústaf litli farinn héðan, Bonniers bókaútgáfan og sænsk- | ar bókmenntir geta þakkað sinum sæla fyrir það. — Gert Berger! Bodil er svo reið, að rödd hennar brestur. Ég er ekki kominn hingað upp í auðnina til [ að heyra skrítlur úr bókmenntasögunni. Ég vildi ná tali af þér vegna þess að — — Nú? Þú ert hingað komin mín vegna. Skemmti- legt— það verð ég að segja. Ég þakka. Kvenhylli mín fer sívaxandi. Þótt hún sé bálreið verður Bodil að viðurkenna með sjálfri sér að útlit hans er ails ekki ógeðfellt. Hann brosir oft, skökku dálítið hæðnislegu brosi, en munnurinn er viðkvæmnislegur. Einhversstaðar i grábláum augunum leynist hlýja og hárið með skiptingunni er skínandi Ijóst, næstum hvítt þótt það sé rennblautt af rigningunni. Hann virðist ekki hafa nokkrar áhygg jur af því, þótt hann sé rennvot- ur frá hvirfli til ilja. Hann fyrir sitt leyti virðir hana fyrir sér af enn meiri nákvæmni. Hann tekur mest eftir bláa litnum. Blá augu, gleraugu í blárri umgjörð sem vísa frekjulega upp á við, blá kápa og blátt band, sem heldur mahóní- brúnu hárinu í skefjum. Andstæða þess er húðin, sem er svo f íngerð og skír, að halda mætti að hægt væri aðsjá í gegnum hana og inn í stúlkuna sjálfa. — Þú hefðir ekki átt að heita Bodil, heldur Astri. Astri af Astrakaníu. Manstu ekki eftir henni? Það var hún ,,sem gægðist f ram eins og epli í eplatrénu milli eplablaða". Þú ert miklu sætari en á myndun- um, sem Ingalill sýndi mér. En þú ert ekki eins sæt og hún... Þetta síðasta er staðreynd, sem Bodil hefur í rólegheitum sætt sig við fyrir löngu. En hvers vegna verður hún þá svona reið, þótt maður eins og 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.