Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 16
Um þessar mundir er að koma út hjá Almenna bókafé- laginu þriðja bindi sjálfsævi- sögu Guðmundar G. Hagalin og nefnist það Ekki fæddur i gær. Þar er greint frá ferli höfundar á árunum 1919-1925, en mestan hluta þess timabils bjó hann á Seyðisfirði og var ritstjóri Austurlands og Aust- anfara. í bókinni er að finna fróðleik um menn og málefni á þessum árum og lýsingar Hagalins á samferðamönnum. Á þessum árum gaf Guð- mundur Hagalin út fyrstu bækur sinar. Kaflinn sem hér birtist, gerist á Seyðisfirði. 16 Kjarval oar o Ingi T. Eg hafði mikla ánægju af kynnum mín- um þetta sumar af Jóhannesi Kjarval og frú Tove. Þau bjuggu i barnaskólanum, höfðu þar afnot af eldhúsi skólastjórai- búðarinnar, enda var Karl Finnbogason og fjölskylda hans sumarlangt á Klypp- stað i Loðmundarfirði. Jóhannes Kjarvai málaði allmikið, en gaf sér þó stundum góöan tima til að hitta mig og Guðmund Krístjánsson úrsmið. Oft fræddi hann mig um sitthvað utan úr hinum stóra heimi, og einu sinni leyfði hann mér að standa hjá sér, þegarhann var að fullgera málverk. Skýrði hann þá fyrir mér, hvað lægi til grundvallar þessari eða hinni smábreytingu, og eitt sinn leit hann á mig og mælti: Nú er ég að kenna þér að nota sjónina, en annars hefur þú auðvitað aldrei lært aö þekkja stafina i þessari eðlu kúnst,er eig- inlega undarlegt, hvað þú getur notið sumra þeirra mynda minna, þar sem ég bregð mér lengstuppá Furðustrandir. En það á við um þig, að þú hefur ekki eyði- lagt i þér skyggni barnsins frekar en hann Sigfús Sigfússon. Ég hafði gaman af, þegar ég tók hann með mér og lét hann skoða sýningu mina. Hann klemmdi sam- anaugun og grettisig. Svo fór hann ýmíst að færa gleraugun upp á enni eöa niður á nefbrodd og loks sagði hann: „Það er auðséð að þú hefur ekki blind- azt svo i útlandinu, að þú hafir misst skyggni á það, sem sumir sjá i hömrum og steinum — og að sá manndómur er I þér, að þú skammast þin ekki fyrir að sýna þær ásjónur á þessum myndum, sem kvikt er þ ar af sem fordjarfaðir flóns- hausar segja aö ekkert sé annaö en steinninn!” Stundum hljóp slikur galsi i okkur Kjarval, að ég mælti af munni fram kostulegar visur og Kjarval svaraði á eins konar golfrönsku. Eittsinn kom hann til min og bað mig að koma mér sér til Guö- mundar úrsmiðs. Þegar þangaö kom sagði hann: ,,Þú mikli spekingur, sem kannt flest furðulegtaö meta: Mérfinnstég hafa far- ið halloka fyrir Guðmundi þessum Haga- lin i kvaðskap, en nú hef ég ort visur sem Úr nýjum bókum - ^ að orðfæri og efni eru samboðnar ykkur, nöfnunum úr Arnarfirði. Svo hóf hann lesturinn. Ég lærði visurn- ar i frumgerð þeirra, en þær tóku smátt og smátt breytingum hjá höfundinum. Þær voru tvær, en nú hef ég gleymt þeirri seinni. Sú fyrri var þannig: i helmyrkri skelfullan skrönglast um nátt, skelmórinn starir augunum hátt — i heisigemlingsins hráslagalind hrekst hún i sortanum skynlaus og blind. Eittógurlegt brak, eitt boldangsins slum. Og burt hverfur gleiddin af skelfullu rum. i Kjarval teiknaði fyrir mig i litum kápu- mynd þá, sem er á Blindskerjum. Ekki var unnt að ná i tæka tið til prentmynda- gerðar — og fór Kjarval með myndina til Þorsteins Gislasonar þá fulltrúa á sima- stööinni á Seyðisfirði. Þorsteinn var sonur hins dverghaga og viðkunna gullsmiös Gisla Jónssonar, sem látizt hafði i hárri elli þetta vor. Guðmundur Kristjánsson sagði okkur Kjarval að Þorsteinn heföi erft hagleik og smekkvisi f rá föður sinum, ogbaðKjarval hann að skera kápumynd- ina i linolleum. Þorsteinn gerði þetta fljótt og svo vel, aö Kjarval var ánægður og mér hlotnaðist sá heiður að kápumyndin á fyrstu bók minni væri handverk þess málara sem mérhefur ávallt þótt mestur snillingur og töframaður i hinum stóra hópi islenzkra myndlistarmanna. En mestan trúnað sýndi Kjarval mér, þegarhann kom tilmin og dró upp úr vasa sinum handrit, sem hann hafði skrifað mjög snyrtile'ga og reyndist vera órimuð ljóð á dönsku. Ég varð mjög hrifinn af þessum ljóðum og það fullyrði ég, að þau hafi haft verulegt bókmenntalegt gildi. Voru þau auðheyrilega ort af skáldlegum innblæstri, sem sór sig i ætt viö hið ljúf- asta og ljóðrænasta i myndlist hans. Hann lagði rikt á við mig að geta ekki þessa hnossgætis við einn eða neinn. Siðar impr- aði ég á þvi við hann, hvað hann hefði gert af þessu ljóðræna djásni, en hann vildi ekkert um það tala, nema hvaö hann sagði við mig i eins konar hálfkæringi, þegar við hittumst á Seyðisfirði næsta sumar: ,,Hvað helduröu að ég sé að kássast upp á jússu ykkar skáldanna.”

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.