Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 4
Teiknari skops Litmyndin á forsiöu Heimilistímansað þessu sinni, //TUNGUSTAPI", er gerð eft- ir málverki eftir Tryggva heit- inn Magnússon teiknara sem er talið eitt af beztu, lista- verkum hans. Tryggvi Magnússon (1900-1960) var ef til vill kunnastur fyrir skop- teikningar sínar í blaðið Spegilinn um langt árabil. Málverkið „Tungustapi" var á málverkasýníngu, sem Tryggvi hélt í júlí 1930 í Góð- templarahúsinu og vakti mikla hrifningu. Það lét Tryggva ekki síður vel að fást við þjóð- sögurnar íslenzku, en að gera skopteikningar af stjórnmála- mönnum og öðrum, sem við sögu komu í þjóölífinu um hans daga. Björn Th. Björns- son segir í bók sinni islenzk myndlist á 19. og 20. öld II. bindi um sýningu Tryggva 1930: „Nokkur málverkanna á þessari sýningu eru meðal þeirra beztu, sem eftir Tryggva liggja, svo sem „Sig- ríður Eyjafjarðarsól", „Selur spurði sel, sástu hvergi Þorkel?", „Tungustapi" og „ Djákninn á Myrká". Þar er um farið af vandvirkni og al- úð, og stundum jafnvel, þar sem efnið helgar slikt, af blíðulátum og fínleika." Tryggvi Magnússon fæddist á Bæ á Selströnd við norðan- verðan Steingrímsfjörð. Þar ólst hann upp með foreldrum sinum til tólf ára aldurs, er fjölskyldan fluttist að Hvíta- dal i Dalasýslu. Miklar hag- leiksgáfur stóðu að honum í gáðar ættir, og raunar einnig skáldgáfur, en Stefán frá Hvítadal var föðurbróðir hans. I bernsku föndraði Tryggvi við hagleiksverk, skar út, teiknaði, meðal annars myndir við uppskrift sína á öllum kvæðum Friðþjófssögu í þýðingu séra Matthiasar. Þeg- ar hann innritaðist í Gagnfræðaskólann á Akur- eyri haustið 1916 og settist í fyrstu kennslustund í teikn- ingu, er sagt að kennarinn hafi horft með undrun á handbragð Tryggvi Magnússon. Sigriður Eyjafjarðarsól. Oliumálverk. ---------------------

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.