Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 3
Komdu sæll Alvitur. Takk fyrir stórgott blað. Hvar get ég fengið leiðbeiningar eða tilsögn við að spá i spil. Hvern- ig á ég að leggja spil til að ég fái spáspilið og hvað táknar þetta spil. Mér finnst svo gaman að leika mér með spil. Hvaða merki á bezt við sporð- drekastelpu? Hvernig eiga vatns- berastelpa og sporðdrekastelpa saman sem vinkonur? Hvað lestu úr skriftinni? Hvað er ég gömul ég veit það samt, ég er bara forvitin á það, sem þú veizt? KSI Svar: 1 jólablaði Timas var grein um spilaspádóma, einnig hafa verið gefnar út bækur um að spá i spil og þú getur eflaust haft upp á ein- hverri slikri i bókabúð eða forn- bókaverzlun. Krabbinn hvað hjónaband snert- ir, eða annar sporðdreki. Þær geta verið góðar vinkonur. Skriftin er svolitið hroðvirknisleg Þú ert 16-17 ára. Alvitur Alvitur Kæri Alvitur? Komdu sæll og blessaður. Hversvegna látið þið ekki utan- áskriftina ykkar f blaðið einhvers- staðar, svo að maður viti hvert á að senda bréfin til þin (ykkar)? Er hægt að falla i 12 ára bekk? Er ekki hægt að birta fleiri smásögur? Hað er happatala og happalitur þeirra i vatnsberanum? og hvaða merki á bezt við vatnsberann? Hvaö lest þú úr skriftinni? Ég vona aö þú getir lesið þetta krot og birtir það. Þakka mjög gott blað. Bless Hólka Svár: Heimilisfang blaðsins er á bls 39 i Heimilistlmanum og bls. 9 i dag- blaðinu Timanum. Heimilisfang Alviturs er það sama, eða i Eddu- húsinu við Líndargötu. Það er hugsanlegt ekki algengt. Sjálfsagt er að hafa þessi tilmæli þin i huga, en hefurðu tekið eftir að kaflarnir úr nýjum bókum eru oft smásögur. Svart og blátt. Tveir. Tviburamerkiö eða vogin. Skristin er góð og ber vott um ró- lyndi. Aivitur Hæ Alvitur Ég vona að rusiafatan hafi fengið nægju sina. Við erum hérna dálitið forvitnar pæjur, sem langar til að fá svör við þessum spurningum. 1. Hvað er lekandi? 2. Skemmist hárið á manni ef maöur lætur permanent i það eða litar það? Hjarta, spaði, tfgull, lat Svar: 1. Lekandi er kynsjúkdómur. Venjulega ræöst auöveldlega bót á honum ef leitað er læknis. Karl- menn veröa fljótlega varir við sjúkdóminn eftir aö þeir fá hann, en konur geta gengið lengi með hann án þess að vita af því. 2. Það getur gert það. Hár er mis- jafnlega sterkt og þolir permanet og litun misjafnlega vel. Alvitur Meðal efnis í þessu blaði: Meðal efnis: Aldrei gleymistsá veiðitúr........bls. 4 Barnavettlingar..................... — 9 LTsa í Undralandi.................... —12 Viðtal við Lenu Nyman f rh.......... — 16 Víkingarnir......................... —20 Ljúffengur málsverður................ —22 Skilurðu leiðbeiningar áfatnaði? .... —24 Hræddaðfljúga....................... — 25 Kafli úr skáldsögunni Isadora....... — 26 Rauðu kettirnir..................... — 32 Ennfremur Krossgáta, Alvitur svarar bréf- um, Spéspeki, Heillastjarna, Börnin teikna, Hvað veiztu, Hlæið og Hennavinir. Forsíðumyndina tók Haukur Þórólfsson. Ljóðlínurnar eru úr Litlu Rauðku eftir Jón Þorsteinsson á Arnarvatni. V

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.