Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 38
hryllilegu hótelrúminu. Bennett brosti. Ég var aum. En sá svindlari sem ég var! Raunverulegt hjúskap- arbrot gat ekki veriö verra en þessi nætursviksemi, Aö hafa sam- farir viö mann og hugsa um annan og halda svikseminni leyndri — þaö var langtum verra en hafa samfarir viö ann- an mann meöan eiginmaöurinn horföi á. Þaö var eins slæmt og nokkurt annaö svindl, sem ég gat látiö mér detta i hug. — Þaö er bara imyndunarafliö, mundi Bennettsennilega segja. ímynduner bara Imyndun, og allir hafa imyndanir. Þaö eru bara geösjúklingar, sem gera imynd- anir sinar aö veruleika, normalt fólk gerir þaö ekki. En ég ber of mikla viröingu fyrir Imyndunarafli til þess. Maöur er þaö, sem * mann dreymir. Maöurinn er dagdraumar sinir. Kynhvötin er i höföinu. Hraöi slag- æöarinnar og hormónarnir eru kynlifinu óviökomandi. Þess vegna eru metsölu- bækurnar um kynlif tóm tjara. Þær kenna hvernig eigi aö hafa samfarir meö mjaömagrindinni, ekki höföinu. Hvaö gagnaöi þaö, aö ég var Bennett tæknilega ,,trú”? Hvaö gagnaöiþaö.aö ég haföi ekki háttaö hjá öörum siöan viö hitt- umst? Ég var honum ótnl i huganum minnst tlu sinnum i viku og minnst I fimm skipti af þessum tiu var meöan viö höfö- um samfarir. Ef til vill imyndar Bennett sér lika, aö ég sé einhver önnur? Og hvaö svo? Þaö var hans vandamál. Og vafalaust sváfu 99% af öllum mannskepnum heimsins hjá draugum. En þaö var mér engin huggun. Ég fyrirleit mina eigin sviksemi og fyrir- leit sjálfa mig. Ég var þegar hórkona, og þaö var ekki annaö en bleyömennska, sem aftraöi mér frá aö vera þaö I verki. Svo ég var bæöi hóra og bleyöimenni. Ef ég háttaöi hjá Adrian, væri ég þó bara hóra. H$IÐ — Hinn dæmigeröi forstjóri hefur sannarlega breytzt meö árunum. Aöur átti forstjóri aö vera roskinn, feitlag- inn, borgaralega klæddur og valda- sjiikur. Nú er hann ungur, grannur, nýtízkulega klæddur og valdasjúkur. 38 — Venjulega fá þeir, sem eiga 25 ára starfsafmæli, úr aö gjöf frá fyrir- tækinu. Þaö, aö þér fáiö þaö strax eftir tvö ár er tilraun til aö bæta úr þvi, aö þér eruö ekki enn farnir aö koma á réttum tíma i vinnuna. — Ég hef þegar látiö í ljós skoðun, þaö kom maöur frá Gallup hingaö i gær. — Mér er fjandans sama þótt veriö sé aö sýna Tarzan mynd, komdu þér I einkennisbúninginn! Innanlands Ég óska eftir pennavinum á aldrin'tm 12-14. Ahugamál margvisleg. Hulda Einarsdóttir Reykjum Hrútafiröi V-Hún Viö óskum eftir pennavinum á aldrin- um 14-16 ára, bæði strákum og stelp- um. Mörg áhugamál. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Guöný Halla Gunnlaugsdóttir Hrafnagilsskóla Iirafnagilshreppi Eyjafiröi Helga Haligrimsdóttir Kristnesi Hrafnagilshreppi Eyjafiröi Elsa Sigmundsdóttir Hrafnagilsskóla Hrafnagilshreppi Eyjafiröi Viö erum hérna þrjár stelpur, sem langar til aö komast i bréfasamband viö krakka á aldrinum 13-15 ára. Malen Sveinsdóttir Sellandi Jökulsárhlfö N-Múl Gigja Svavarsdóttir Háafelli N-Múl Svandis Sigurjónsdóttir Torfastööum Jökulsárhllö N-Múl Mig langar að komast I bréfasamband viö unglinga á aldrinum 13-15 ára. Halldóra H. Eyþórsdóttir Hnefilsdal Jökuldal N-Múl Mig langar til aö skrifast á viö stelpur og stráka á aldrinum 8-10 ára. Arndis Björk Asgeirsdóttir Klettum Gnúpverjahreppi Árnessýslu

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.