Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 35
minn eigin — óviðgerða — bíl traustataki á verk- stæðinu og fór þaðan þegar um þrjúleytið. — Nú, og urðuð þér á undan henni? — Nei, ekki með þessa vél. Hún bilaði þrisvar sinnum en verst þó hinum megin við Samdvatns- kof ann. En þegar ég ók af tur til Uddeholm, var hún eins og endurfædd, dæmigert ekki satt? — Þér ókuð með öðrum orðum sjálfan þjóðveg- inn, sem er sunnar? Já, og Ingalill hlýtur að hafa farið hinn veginn, þann nyrðri ..gegnum skóginn. Því hún fór ekki fram úr mér, það get ég svarið fyrir, og þegar ég kom hingað um sex leytið, var hún þegar komin. Eða hafði að minnsta kosti verið hér... — Við hvað eigið þér? Christer er búinn að taka pípuna úr munninum og lætur smátt og smátt kulna i henni. Sáuð þér hana ekki? — Nei, en ég sá..fröken Sinclaire. Rómur hans er aftur einkennilegur, einkennileg- ur og æstur. — Ég snuðraði svolítið um, vildi ekki beinlínis sýna mig, en uppi við skurðinn er maður óhultur fyrir augnagotum forvitinna..neðan frá herra- garðinum. Þar...hinum megin við vatnið, er bratt og grýtt, ég held satt að segja, að þar fari enginn um venjulega...en þar var eitthvað kvikt, ég kom auga á eitthvað....rautt. Ég klif raði niður og..og.... — Kettlingurinn? — Já. Hann kyngir nokkrum sinnum eins og hon- um sé óglatt. Einhver hafði hálsbrotið hann. Hanri... hann var heitur, en steindauður. Ég gat ekki fengið mig til að láta hann liggja þarna milli runnanna... og flugnanna. Ég... ég var með snæri í vasanum, svo ég batt köttinn fastan við stein og kastaði honum í vatnið gegnum lúguna, sem er í stíf luna. — l skurð virkjunarinnar? Það er Friðþjóf ur, sem hrópar þetta upp, og Gert staðfestir orð sín dapurlega. — Já. Ég vissi varla hvað ég gerði. Ég var skelf ingu lostinn. Þetta með köttinn — það var svo tilgangslaust og viðurstyggilegt, ég þorði ekki einu sinni að leita að Ingulill lengur. Ég viðurkenni f úslega, að ég er ragur, og mín einasta hugsun — eins og af eðlishvöt — var að laumast burt og aldrei að segja neinum frá því, að ég hefði verið þarna. Ég ók eins og óður maður aftur á hótelið, og síðan þá...þá hef ég ekki átt rólegastund. —En ekki þó vegna kettlingsins? Augu Christers eru dökkblá og skarpskyggn. Það voru örlög Ingulill sem kvöldu yður — og hræddu yður, hvort sem þér bara gátuð yður til um hvað hafði átt sér stað, eða þér viss- uð meira en þér hafið hingað til látið uppi...En þér skuluð að minnsta kosti fá að koma með mér og sanna, að saga yðar um köttinn sé sannleikanum sam- kvaem. Nokkru seinna heldur leiðangur fimm þögulla manna f rá herragarðinum. AAeð hinn þrekna Friðþjóf í fararbroddi brjótast þeir eftir hálfgrónum stíg upp bratta hlíð. Þeir eru búnir löngum hrífum og stöng- um: og svo er miklum birgðum Florins skógarvarðar af stígvélum, oliukáþum og öðrum plöggum fyrirað þakka að þeir eru varðir gegn rigningunni sem steypist niður en engum virðist finnast þetta nein skemmtiferð. — Hérna, muldrar Friðþjóf ur, þegar þeir hafa mikil trérörin að baki og f yrir neðan sig, hér erum við komn ir! Þeir safnast allir saman á eða við brú, eða pall úr breiðum f jölum sem ásamt málmrömmum lúgunnar takmarka skurðinn til austurs í átt til Ramvatns. En segir Friðþjófur, lúgan hefur verið fjarlægð hérna megin. I stað hennar er járngrind, sem stöðvar blöð og kvisti og... og aðra hluti, svo þeir fari ekki í gegnum rörið og inn í túrbínuna þegar vatninu er hleypt á. Lúgan er í hinum endanum. Hann bendireftir mjórri vatnsrásinni, og Jónas Ný spyr, hvenær rafstöðin sé eiginlega notuð. -Hún er venjulega í gangi frá hausti og fram að jól- um. Þeð er senn kominn timi til að loka fyrir vatnið. Envatnið ískurðinum er enn kyrrt, skoppandi regn- droparnir eru einir um að gára yfirborð þess, ör- smáum hringjum. Ragnar Karlman, sem er með svarta húfu yfir indíánaandlitinu, spyr stuttlega: — Hve djúpur er hann? —Skurðurinn er 50 metra langur og þriggja metra breiður dýptin er tveir metrar. Að sunnanverðu er klettótt ógreiðfært. Að norðan- verðu liggur gangstígur, sem sést varla fyrir litlum espitrjám birki og hnéháu grasi: og fyrir neðan í bröttu gilinu, eru birkitrén, og skjálfandi aspirnarenn hærri. Þessi staður er alveg skilinn f rá umheiminum, innluktur í græna, gulbrúna, reyniberjarauða og þrjá- tíu metra djúpa gjá, með trjám, vatni, sprungum og klettum. — Hvar köstuðu þér kettinum í vatnið? segir Christ- er. Gert Berger bendir með höfuðhreyf ingu, og allir nema hann beygja sig yfir ábreiðuna úr gulnuðum blöðum, sem liggur beint fyrir neðan og við hlið . brúarinnar. Allir nema hann reka stangir sínar niður í skurðinn og rannsaka ójafnan botninn. — Það eru sex vikur síðan, bendir Jónas á dauf ur í dálkinn. Hvað mikið heldurðu eiginlega að sé eftir af kattarf jandanum? — O, jú, rauður feldurinn er örugglega óskemmdur eða að minnsta kosti hlutar af honum. Þarna...þarna var eitthvað mjúkt. Réttu mér eina af löngu hrífun- um. Christer klif rar eins langt niður og kostur er, rekur hrífutindana niður í vatnið, klórar og dregur varlega upp.Svo hrópar hann skyndilega gegnum rigningune hrópar, eitthvað, sem lamar gjörsamlega mennina þrjá uppi á brúnni. — Hvernig var hún klædd? Gert Berger hefur gengið örlitið lengra eftir stígn- um, en hann kemst ekki hjá að heyra spurninguna og svar hans berst til þeirra, hálfkæft og þvoglulegt: — Á...á mánudaginn, þegar ég skildi við hana var hún í einhverju röndóttu. Bláu og hvítu. Viðum kjól og með belti um mittið. Nokkrum sekúndum síðar skilja þeir hvers vegna Christer hefur spurt. Hrifan hans hefurfeststí efni röndóttu efni.Augnabliki síðar breiðirþað úr sér milli haustlaufanna á vatninu, áður en það rifnar og leyf ir af miskunnsemi ómannlegri uppblásinni grænleitri veru að sökkva til botns á ný. Hún þekkistekki lengur á æsku sinni,brosi eða and- liti.Það eru leyfarnar af röndóttu kjólefni sem færir þeim heim sönnur um, að Ingalill sé loks f undinn. 35-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.