Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 6
Aldrei Gísli með unna bráð tek stefnu niöur meö ánni og hleyp og kemst i veg fyrirhana og kemst i færi viö hana og þaö varö hennar bani. Þetta var hvltlæöa. Þegar ég skar hana upp, komu fjórirstórir hvolpar i ljós, hún var komin nálægt goti. Þetta var lika siöast i april. Þær gjóta vanalega um miöjan mal. Ég hirti aöeins skottiö af tófunni og hélt svo áfram. Alltaf var nóg af heiöagæsinni og álftir á stangli en ekki uröum viö varir viö fleiri tófur þann daginn. Afram héldum viö. En nú fór okkur ekki aölitast á blikuna,þegar viö sáum, aö allt var aö veröa hvitt framundan. Hvaö er þetta? sagöi Snorri. Ætli þetta sé ekki hafísþoka? sagöi ég. Þaö er vist allt fullt af hafis fyrir noröan. Hvaögerum viö þá? Þaö er ekkert hægt aö gera nema fylgja ánni, hún rennur til byggöa, segi ég. Og viö erum ekki komnir langt, þegar viö mætum þessum þokuvegg. Viö vorum alveg orönirvissirum, aö viö værum meö vitlausri á, heföum lent of austarlega og lent niöur meö Vlöidalsá, og væri þess vegna helmingi lengra til byggöa heldur en I Aöalból. Snorri var farinn aö kvarta um hungur, enda er maöur sisoltinn á þeim aldri, sem hann vará. Hvaö eigum viö þá að eta, hér er allt svo blautt og hráslagalegt, aö ekki erhægt aö kveikja eld? Viö veröum þá aö hafa þaö eins og fálkinn, ná okkur i fugl og eta hann hráan. Þaö hef ég aldrei gert áöur, en allt er hey i haröindum. Þá flaug gæashópur yfir og ég lyfti byssunni og skotiö reiö af, ein heiöagæs steyptist til jaröar. Þá er bezt að fá sér bita, sagöi ég og settist á gráan stein. Þar voru fleiri 6 gráirsteinar, þetta var smá holt, þarsem viö sátum, og þegar ég gætti betur að, var gamalt tóíugreni þarna við steinana, fullt af holum, og gömul bein. Nú tók ég gæsina og fló bringuna, hún farr feit og fin til átu, varla dauð, kjötiö kipptist til, þegar ég skar I það, eru oft kippir i kjötinu, þótt dýriö sé dautt. Nú skar ég nokkra gaffalbita og bauöSnorra. Ég et ekki svona lifandi fugl, sagöi hann. Þá ertu ekki svangur, sagöi ég og stakk upp i mig bita. Þetta var ekki sem verst, bara sætt ef maður tuggöi þaö nógu lengi. Ég át nokkra bita, og þegar Snorri sá hvaö ég át þetta meö góöri lyst, baö hann um bita. Hann skyrpti fyrsta bitanum en svo át hann vist eina tvo, bg varð gott af. Slðan hef ég reynt aö eta aöra fugla hráa, rjúpu til að mynda. Mér hefur enginn fugl fundizt eins góöur eins og heiöagæsin þarna á heiðinni. Nú héldum við áfram sem leið lá niöur meö þessari endalausu á, eins og hún virt- ist vera. Varla sást handaskil eftir að þok- an skall yfir okkur, þessi nístingskalda hafi'sþoka, sem smaug I gegnum merg og bein. Þá hefði veriö gott aö hafa fóörið I úlpunni. En léttara var nú samt aö vera laus viö þaö. Heldur fór nú aö styttast á milli þess, sem Snorri þurfti aö hvila sig, og fór mér ekki að lltast á blikuna, að við kæmumst til byggða. En alltaf reif hann sig upp um leiö og ég sagöi til. Ég gætti þess aö stanza ekki þaö lengi aö það slægi aö okkur, og svona gekk. Viö komum aö einum kofaræfli, en þar var ekkert viö að liggja, svo aö viö héldum áfram. Nú sáum viö glitta I eitthvaö hvitt I þok- unni. Þarna eru bjarndýr, nú er bezt að hlaöa I skyndi sagöi ég si svona, og ekki stóö á Snorra, hann lifnaöi allur viö, en þetta voru nú bara tveir hvltir hestar. Og var þaö fyrsta visbending um aö við vær- um aö nálgast byggö. Þarna eru útigangs- bykkjur inn um alla heiöi, og var þvl enn- þá langt til byggða. Næst sáum viö gaml- ar húsarústir. En þaö var gamalt eyöi- býli. Og máttum viö ennþá lengi ganga, þar til við komum til mannabyggöa. Alltaf dró af Snorra, og var ég farinn aö halda, aö hann yrði úti þarna á heiðinni, en furöu var hann haröur aö rifa sig upp, þótt hann væri oröinn örmagna af hungri og þreytu. Heldur betur hýrnaöi yfir okkur, þegar viö loksins sáum bæ framundan. Nýlegt hús. Klukkan var rúmlega þrjú, fimmtán tlmar aö baki, slöan viö fórum frá Alfta- króki. Viö knúöum dyra þótt nótt væri, hundur gelti I kjallaranum. En ekkert annað sást né heyröist. Allt harölæst. Bæði bakdyr og annaö. Enginn heima. Hvaö eigum viö þá aö gera? Það eru kannski kýr i fjósi, förum þangaö aö fá okkur m jólk, sagöi Snorri. Og þaö geröum við. Þaö gekk ekki vel aö finna fjósiö, þaö var I gömlum húsarústum inni á túni, gamalt moldarfjós. Þar voru þrjár kýr I fjósi. Snorri fór að athuga þær, ein var rauö meö stóru júgri, en hún varkomin aö buröi og þvi bara stálmi en engin mjólk I henni, og sú næsta var llka geld. En svo var ein svartskjöldótt með stóru júgri og freyöandi m jólk. Ekki höföum viö neitt til aö mjólka i og mjólkuðum viö þvi bara upp I okkur og hættum ekki fyrr en einn speninn var tómur. Það var hey i fjósinu og lögðumst viö þar og ætluöum aö sofna, en okkur varö ekki svefnsamt vegna kulda. Viö lágum þarna tilkl. 6 um morguninn, þá var alveg orðið bjart, og þá fórum viö heim aö húsi ogbönkuöum. Það var alveg sama sagan, hundurinn gelti og haninn galaði en enginn kom til dyra. Þá héldum viö af staö til næsta bæjar, þaö erupp undirklukkutlma gangur. Það heitir Bakki sá bær. Þar stóö ekki á aö væri komiö til dyra klukkan sjö um morg- un, þegar viö knúöum dyra. Gamall maö- ur kom til dyra I sinu fööurlandi, eins og núersagt.Þetta var indæll maöur, gömul refaskytta, svo að við höfðum margt aö spjalla. Hann tók okkur tveim höndum, og

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.