Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 12
r Barnasagan: Lewis Carrol: Lísa 1 U ndralandi Hver stal kökunum? 11. þáttur. Þegar þau komu, sátu Hjartakóngurinn og Hjartadrottningin i hásæti sinu. í kringum þau var stór hópur allskonar dýra, ásamt öllum spilunum. — Fyrir framan konungshjónin stóð Hjartagosinn i hlekkjum og gætti hans hermaður til hvorrar handar. Rétt við hlið kóngsins var hvita kaninan, og hafði hún lúður i annarri hendi og stórt skjal i hinni. í miðjum dómsainum var borð og á þvi stóð kökudiskur. Kökurnar voru svo girnilegar ásýndum, að Lisu dauðlangaði i. „Vonandi kveða þau bráð- lega upp dóminn og snúa sér að veitingunum”, hugsaði hún. En það virtist ekki mikið útlit fyrir þetta, og hún fór þess vegna að virða fyrir sér það, sem fyrir augun bar. 12 Lisa hafði aldrei verið i dómsal áður, en hún hafði lesið um málssóknir i blöðunum. Dómarinn var hér sjálfur kóngurinn. Hann hafði hárkollu á höfðinu og kórónu ofan á henni. Hann virtist ekki kunna neitt vel við sig, og hárkollan fór honum illa. ,,Og þetta er kviðdómarinn og þessi tólf dýr þarna eru kviðdómarar”, sagði Lisa. Hún endurtók þessi orð nokkrum sinnum, stórhrifin af sjálfri sér fyrir það, hvað hún var fróð. Kviðdómararnir voru i óða önn að skrifa eitt- hvað á spjöld. ,,Hvað eru þeir að gera? Þeir þurfa þó varla að skrifa neitt upp, áður en yfir- heyrzlan byrjar? ” sagði Lisa við flugskrimslið Þeir eru að skrifa nöfnin sín, ef ske kynni, að 1

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.