Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 27
konur tilbiðj a fasista 9? neyddist til aö halda fram svo einstreng- ingslegu sjónarmiöi. Ég vissi að það voru aðrir sálgreinendur — sá þýski til dæmis — sem ekki notuðu þessa kvenhaturs aö- ferð. En ég hataði llka Kolner fyrir þröng- sýni hans, og af þvl ég eyddi tima og pen- ingum I úrelta frasa um stöðu konunnar. Hver haföi not fyrir slikt? Maður gat fengið þá þegar maður keypti flugeld. Og þeir kostuðu ekki fjörutiu dollara fyrir fimmtiu minútur. Or þvi þér finnst þetta um mig, get ég ekki skilið af hverju þú hypjar þig ekki með sama, sagði Kolner. Hversvegna hanga hér og hlusta á mitt þrugl? Þetta var alveg eftir Kolner. Þegar honum var andmælt, varð hann geðillur og hreytti úr sér ónotum. — Táknræn árátta litla mannsins, taut- aði ég. • — Hvað var þetta? — O, ekki neitt. — Láttu það bara koma, ég vil gjarnan heyra það. Ég læt það ekki á migfá. — Ég hugsaöi bara, dr. Kolner, að þú værir haldinn þvi sem i sálgreiniritum er kallað „komplex smávaxna mannsins”. Menn verða árásargjarnir og taka aö böl- sótast, þegar þeim er bent á, að þeir séu ekki guð almáttugur. Ég veit þaö hlýtur að vera erfittfyrirþig að vera ekki nema 152cm á hæö — en þú hefur sennilega ver- ið sálgreindur, og það ætti að gera þér léttara að bera það. — Það er hægt að brjóta hvert bein I minum skrokk, sagði Kolner, — en orð geta aldrei gert mér neitt, urraði hann. Hann hélt hann væri fyndinn. — Gott og vel, en hvers vegna þarft þú þá að hreyta frösum i mig— og svo er meiningin að ég eigi að vera þakklát fyrir yfirburða skilning þinn og jafnvel borga þér fyrir en ef ég geld liku likt — sem ég hef fullan rétt til, þegar tckið er tillit til allra þeirra peninga sem ég eys 1 þig. — Þá verður þú óður og uppvægur og byrjar að tala einsog óþægur sjö ára krakki. — Ég sagði bara, að þú skyidir hypja þig, ef þér fyndist þetta um mig. Burt, Farðu. Skelltu hurðinni. Segöu aö ég geti étiö skit. — Ogviðurkenna.aðtvösiðustuárin og þúsundir dollara hafi verið hrein og klár eyðsla til einskis?Það má vel vera, að þú getir afgreitt það þannig — en ég hlýt aö reyna að telja sjálfri mér trú um að eitt- hvað jákvætthafi gerst hér. — Það getur þú rabbað um allt saman við næsta sálgreinanda, sagði Kolner. Þú getur grafist fyrir um, hvað eftir þinni skoðun var að .... — Eftir minni skoöun! Getur þú ekki skilið, af hverju svo mörgum veröur ó- glatt þegar minnst er á sálgreiningu? Það er eingöngu ykkur sjálfum sálgrein- endafiflunum að kenna. Sjúklingurinn kemur og kemur og heldur áfram að borga og i hvert skipti eruð þiö rétt i þann veginn að komast að þvi, hvað er I raun- inni að, eða i hvert sinn sem þið komist að þvi, að þið getið ekkert gert fyrir hann, fjölgið þið bara árunum, sem maður verð- urað ganga i sálgreiningu, eða segið, aö maður verði að fara til annars sálgrein- anda til að komast að þvi hvað hafi farið úrskeiðis hjá fyrri greinanda. Hefur þú aldrei komið auga á vitleysuna I þessu? —Ég hef svo sannarlega komið auga á, hversu vitlaust það er af mér, aö sitja hér og hlusta á allt þetta orðagjálfur. Svo ég get ekki annað en endurtekið það, sem ég sagði áðan. Ef þér geöjast ekki að þvi, því i fjandanum ferðu þá ekki? Einsog I draumi, ég hefði aldrei trúað aö ég gæti það, reis ég upp af sófanum (hve mörg ár haföi ég legið þar?), tók veski mitt og gekk út. Ég lokaöi hurðinni hægt. Sæll Kolner. Eitt andartak I lyft- unni var ég gráti nær. En þegar ég var komin spölkorn út eftir Madison Avenue varð ég himinlifandi. Ekki framar að mæta klukkan átta! Ekki framar vangaveltur um, hvort það gagn- x E} K> Dí> 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.