Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 28
aði nokkuð, þegar ég skrifa stóra ávisun fyrir aðgerðina I hverjum mánuði! Ekki fleiri rifrildi viö Kolner, eins og hann væri leiðtogi sértrúarflokks! Ég var frjáls! Að hugsa sér alla þá sem ég þurfti ekki framar að eyöa! Ég flýtti mér inn I skó- búö og eyddi þegar i stað 40 dollurum i sandala með gullkeöju. Þetta kom mér til að liða miklu betur en eftir fimmtiu min- útna dvöl hjá Kolner. Jæja, þá var ég ekki alveg frjáls — ég varð að hugga mig með þvi að kaupa eitthvaö — en ég var aö minnsta kosti frjáls frá Kolner. Þaö var alla vega góö byrjun. Ég var i þessum hvitu sandölum á flug- feröinni til Vin, og ég leit niöur á þá, þeg- ar við gengum aftur aö flugvélinni. Atti ég að stiga hægri eða vinstra fæti fyrst inn I vélina til þess að hún hrapaöi ekki? Hvernig gat ég hindraö það aö hún hrap- aöi, úr þvi ég gat ekki einusinni munað það? — Mamma, tautaöi ég, ég tauta allt- af „mamma” þegar ég er hrædd. Það skrítna er að ég kalla aldrei mömmu „mömmu” og hef aldrei gert. Hún kallaöi mig Isadora Zelda, en ég reyndi alltaf að sleppa Zelda. Mér hefurskilist að hún hafi verið að hugsa um að skira mig Olympia eftir þvi griska og Justine, eftir sögupers- ónu de Sade. Til endurgjalds fyrir þessa æfilöngu byrði kalla ég hana Jude. Hún heitir Judith. Enginn nema yngsta systir min kallar hana nokkum tima mömmu. Vín. Nafnið sjálft er vals. En ég hef aldrei getað þolað staðinn. Mér fannst hann dauður. Liksmurður. Við komum þangaö klukkan nlu að morgni — rétt þegar veriö var aö opna flughöfnina. Willkommen i Wienstóð þar. Viö drógumst með okkur sjálf og farang- urinn gegnum tollinn og vorum sljó af svefnleysi. Lofthöfnin var hrein og skinandi. Mér varð hugsað til allrar þeirrar óreiðu, rusls og óhreininda sem New York búar venja sig við. Það var alltaf dálitið sláandi aö koma aftur til Evrópu. Göturnar voru svo óeðlilega hreinar. Garöarnir fullir af ó- eyðilögðum bekkjum, gosbrunnum og rósabeöum. Almennings blómabeöin litu óeðlilega vel út. Jafnvel simaklefarnir voru nothæfir. Tollþjónarnir litu aðeins lauslega á farangur okkar, og eftir tuttugu minútur stigum viö upp i strætisvagn, sem Sál- greini-Akademiið i Vin haföi sent okkur. Við stigum inn i þeirri barnslegu trú að viö yrðum komin á hótel eftir fáeinar minútur og gætum farið að sofa. Við viss- um ekki, aö vagninn átti eftir að sniglast gegnum götur Vinar og stansa við sjö hót- el, áður en hann kom að okkar, næstum þrem timum seinna. Feröin til hótelsins var einsog einn af þessum draumum þegar maöur verður aö komast af stað áður en eitthvaö skelfi- legt kemur fyrir, en á einhvern óút- skýranlegan hátt heldur billinn áfram að bila eöa aka afturábak. Ég var aö 26 minnsta kosti súr og syfjuð, og mér fannst allt angra mig þennan morgun. Það var að nokkru sú skelfing, sem ég ætiðfann til, þegarég kom til Þýskalands á ný. Ég hafði átt heima i Heidelberg lengur en nokkrum öðrum stað utan New York, og þessvegna voru Þýskaland og Austurriki næstum einsog annað heim- kynni mitt. Ég talaöi málið nokkuð vel, betur en nokkuð annað mál, sem ég hafði lært i skóla — og þekkti matinn, vinin, fatnaðinn, vinsælustu tónlistina, frasana, umgengnina.... allt einsog ég hefði átt heima i Þýskalandi sem barn, eða eins og foreldrar minir heföu verið Þjóöverjar. En ég er fædd árið 1942, og heföu foreldrar mlnir veriö þýskir —-en ekki ameriskir — gyðingar, myndi ég hafa fæðst, og dáið I fangabúðum — þrátt fyrir ljóst hár, blá augu og pólskt kartöflunef. Þvi gat ég aldrei gleymt. Þýskaland var einsog stjúpa: vel kunn, mjög fyrirlitin. I raun- inni ennþá meira fyrirlitin af þvi hún var svo vel kunn. Ég leit út um vagngluggana á gömlu konurnar i „þægilegu”, skónum og meö týrólahatta. Ég leit á sterklega íætur þeirra og þriflegu bakhluta. Ég hata þær. Égleit á auglýsingaspjald, á hverju stóð: SEI GUT ZU DEINEM MAGEN Vertu góöurvið magann i þér.ég hataði Þjóðverja, af þvi að þeir voru alltaf að hugsa um sina satans maga, sina Gesund- heit, rétt einsog þeir heföu fundið upp heilbrigðina, hjúkrunina og imyndunar- veikina. Ég hataði þeirra ofstækisfullu blekkingu um hreinlætisæði. Blekkingu vel að merkja, þvi Þjóðverjar eru I raun- inni ekki hreinlátir. Hvitu gluggatjöldin, dýnurnar, sem lafa út um gluggana til viðrunar, húsmæöur, sem skúra gang- stéttina, fyrir framan húsiö, og kaup- mennirnir, sem þvo sýningargluggana, allt þetta tilheyrir nákvæmlega útreikn- aðri framhliö, sem á aö hræða útlendinga með áberandi hreinlæti Þýskalands. En gangi maður bara ipn á eitthvert salerni, finnur maður fyrirkomulag, sem ekki lik- ist neinu i viöri veröld. Það er kyndugur litill postulinsstallur, sem kúkurinn dettur niöur á, áöur en hann skolast burt niður i undirdjúpin. Þetta veldur þvi aö af öllum salernum er mest skitalykt á þeim þýsku. Þettafullyrði ég sem gamallheimshorna- flakkari. Og svo er það skituga slitrið af opinberu handklæði sem hangir fyrir ofan agnarlitla handlaug með einum krana með köldu vatni. Ég hugsaði heilmikið um salerni, þegar ég dvaldi i Evrópu. Svo vitlaus varð ég af þvi að dvelja i Þýskalandi. Emusinni reyndi ég meira að segja ao flokka þjóð- irnar á grundvelli salerna. „Veraldarsagan á grundvelli salerna”, skrifaöi ég bjartsýn efst á auöa blaösiöu i möppunni minni. „Söguljóð???” Enskur salernispappir. Sléttur, haröur. Drekkur ekki i sig vatn og það er ekki hægt aö gera hann mjúkan og þjálan. Oft rikiseign. 1 best skipulögðu velferðarrikj- umeráróöur prentaðurá salernispappir. Enska salernið er siðasta vigi nýlendu- stefnunnar. Vatniö ólgaryfir höföi manna einsog Viktorlufossarnir, og maður er sjálfur landkönnuöur. Skvetta i andlitið. „Brittania rikir á öldunum” eitt andartak ennþá, meðan þú sturtar niður. Snúran er viröuleg. Klukkustrengur I höfðingjasetri. Opið á sunnudögum gegn borgun. Þjóðverjar: Þýsk salerni sýna stéttaskiptinguna. t þriðjafarrýmisklefum: grófur brúnn pappir. Á fyrsta farrými: hvitur pappir. En þýska salerniö er einstakt i sinni röð vegna litlu senunnar, sem kúkurinn dett- ur á. Þetta gerir manni fært að skoða hann vel og vandlega, velja milli stjórn- málamanna og hugleiða, hvað maður eigi að segja sálgreinanda sinum. Þetta er lika hagkvæmt fyrir demantasmyglara, sem reyna að smygla þeim með þvi aö gleypa þá. Þýsk salemi eru raunverulegi lykillinn aö ógnum Þriðja rikisins. Þjóð, sem getur notað önnur eins salerni, er til alls vis. Italir: Stundum getur maður lesið slitur af Corriere della Sera.áður en maður skein- ir sig á fréttunum. En yfirleitt rennur fljótt úr salernunum hér, og kúkurinn hverfur löngu áöur en maður getur sprottið upp, snúið sér við og dáðst að honum. Þessvegna itölsk list. Þjóðverjar hafa sinn eigin kúk til að dást að. Vegna skorts á þessu gera italir málverk og höggmyndir. Frakkar: Gömlu hótelin i Paris með geysistór járnþrep yfir daunillri holu. Appelsinutrj- ám plantað i Versailles til aö yfirgnæfa hlandlyktina. Þab er bannað að pissa i herbergi konungsins.Ljósið kviknar ekki á pappirssalernum fyrr en maður lokar dyrunum. Japanir: Að sitja á hækjum sínum er grundvall- arþáttur i lifi austurlandabúa. Salernis- skálin er föst i gólfinu. Blómaskreyting á bak við. Það hefur eitthvað með trúar- brögöin að gera. Klukkan var yfir tólf, þegar viö loksins komum i hótel okkar, og komumst að þvl, aö okkur hefði verið ætlað örlltiö herb- ergi á efstu hæö. Ég vildi mótmæla en Bennet hafði meiri áhuga á að geta hvilt sig sem fyrst. Þess vegna drógum viö rúllutjöldin fyrir gluggana og afklædd- umst og fleygöum okkur á rúmið án þess aö taka upp úr töskunum. Þrátt fyrir ó- kunnugleika staöarins sofnaði Bennet með sama. Ég bylti mér á allar hliðar og baröist við dúnsængina, uns ég sofnaöi og dreymditilskiptis um nasista og flugslys. Égvaknaði oft með miklum hjartslætti og glamrandi tönnum. Það var þessi venju- lega skelfing, sem ég var ætið fyrir fyrsta daginn að heiman, en það var verra af þvi viö vorum i Þýskalandi. Ég óskaði, að við hefðum aldrei lagt i þetta ferðalag.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.