Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 5
eiðitúr þarna siðan i nóvember. Ég steikti eitt- hvaö af þeim daginn eftir og voru þær vel ætar en nokkuö sterkar á bragöiö. Nú sváfum viö vært um nóttina i króknum, en hrukkum upp við tófugagg um morg- uninn. Þá var nú rokiö upp til handa og fóta, en ekki náöum viö þeirri tófu, hún vildi ekkert viö okkur tala, sáum viö henni bregöa fyrir i fjarska. Fallegt var nú veðriö þennan morgun, rakinsuövestanbliöa og varla ský á lofti. Þá segi ég viö Snorra: Fagurt er á fjöllum og freistandi aö ganga inn á heiði, þá haf öi ég aldrei komiö inn aö Stóra Arnar- vatni. Kom okkur saman um aö skreppa þangað. Viö vorum létir á fótinn eftir góöa næturhvild i Alftakróki og vel saddir eftir aö hafa snætt rjúpurnar. Þaö var svo hlýtt og leit útfyrir gotttveðurþann daginn svo aö við tókum fóðriö úr úlpunum og skildum þaö eftir i kofanum og allt okkar dót og annan riffilinn. Þaö eina, sem viö höfðum aö bera var sln byssan hvor. Ég var meö haglabyssu en Snorri meö riffil. Svo lögöum við út i þaö ævintýri, sem hefur oröiö okkur báöum lærdómsríkt. Nú lá leiöin I noröur, áleiöis aö Stóra Arnar- vatni. A þeirrileið eru smærri vötn. Ferö- in gekk vel og man ég ekki hvaö viö vor- um lengi aö Arnarvatni hinu meira. Ekki var traustur is á þvl frekar en á öörum vötnum á heiöinni, svo aö viö freistuöum- st ekki til aö far út á þaö. Ekkert matar- kyns var þar i kofanum viö vatniö. Svo mér varö á oröi, aö bezt væri aö skreppa niöur aö Aöalbóli og fá sér kaffisopa hjá Bensa. Hver veit nema hann eigi út i þaö? Snorra fannst þaö heillaráð. Og héldum viö ótrauöir af staö, þaö var ekki aö sjá neina veörabreytingu, sama blessuö bliöan og fullt af heiöagæs um alla heiöi og vandalaust aö fá sér i soöiö. Nú héldum viö sem leiö lá noröur, þar eru vötn og flóar, ár og lækir, þaö var talsverö leysing og vatn mórautt i sumum ladcjunum. Viö komum aö á, sem var þó nokkuð I, og gerðum ráö fyrir, aö hún lægi til Bensa á Aðalbóli og fylgdum henni. Þarna eru hraun ogásar, holtog hæöir. Þarna sjáum viö hvftan depil utan i hól, þetta er tófa, segi ég, nei þetta er snjór. Við skulum kikja segi ég og bregö upp sjónaukanum. Þetta ergreinilega tófa, sem liggur þarna viö þúfu, þaö fer nú aö koma vigahugur I mannskapinn. Nú er bezt aö þú biöir þarna á bak viö hólinn, ég reyni aö læöast aö henni, segi ég. Snorri samsinnir þvi. Svo fer ég af stað og læöist eftir laut og kemst upp á hólinn, þarna sem tófan lá, en þegar ég kom þar er tdfan farin. Ég sé hvar hún er komin að ánni og er aö hugsa um aö farayfirhana en snýrfrá henni. Ég Gísli Kristinsson i Þormóðsdal, Mosfellssveit, höfundur frásagnarinnar og kvæðanna hér á næstu síðum. Söguna um veiðitúrinn hefur hann sagt mörgum og menn haft orð á þvi að hana þyrfti hann endilega að færa i letur. Gisli er kunn refaskytta en veitir nú forstöðu hundabúi i Mosfellssveit.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.