Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 17
þarf að vera frjáls Litum aöeins á hlutverk kynjanna. Þaö er fyrst nú, aö ég er aö fá botn i þau mál. En þetta var allt i föstum skoröum, þegar ég var ung. Strax og kynni höföu skapazt, var brautin lögö. Pilturinn átti aö vera svona — og stúlkan svona. Burtséö frá þvi hvernig fólk þau voru. Þetta er jafnslæmt fyrir piltana og stúlkurnar. Og eins hættu- legt fyrir samband þeirra. Ef fólk giftist mjög ungt og eignast börn, þá er mjög auövelt aö lenda inni á þessar braut. En sé maöur oröinn svolítiö eldri, þá er maöur farinn aö kynnast sinni eigin persónu. Þvi eru möguleikarnir miklu betri aö byggja upp gott samband. Þvi eldri sem maöur veröur, þvi auöveld- ara er aö fást við þetta. Þaö albezta við þennan aldur er, aö maöur hefur ekki lengur jafnmikinn áhuga á sjálfum sér. Er ekki eins fenntur inni i sjálfum sér. Heimurinn opnast. Þaö er svo margt umhverfis, fólk, verkefni, ný reynsla, svo margt aö taka þátt i. Þaö er mikill léttir aö hætta aö hugsa bara um sjálfan sig. Þaö er dauöömurlegt. Lena Nyman hefur notið mikillar velgengni siöustu árin. — Ég held ég veröi aö taka velgengn- inni meö fyrirvara, segir Lena Nyman. Gagnrýnendur i Sviþjóö eru nefnilega þannig, aö annaö hvort ert þú hafin til skýjanna, eöa þér hent i svaðiö. Og sé miklu lofi hlaðið á mann, þá má búast viö þvi, aö á eftir komi skyndilegt fall. Mér finnst svolitiö vandræöalegt aö spyrja Lenu Nyman, svolitiö tilgerðar- legt. T.d. svona spurningar: — Það aö túlka aöra mannveru hlýtur aö fela i sér aö maður lifi sig aiveg inn i tilfinningalíf hennar. — Ha, hvaö? Geri maöur þaö, þá er ekki á góöu von. Ef maöur hverfur i hlut- verkið (ranghvolfir augunum og lætur sig falla aftur á bak i sóffann). Nei, það sem maöur gerir, er aö fást við áhorfendur allan timann. Maður hlustar hverja sekúndu. Ég heyri, þegar einhver flytur sig til I sæti. Maður er alltaf aö fást viö þetta samband. Ég man eftir tilsvari i „Sjö stelpum". Þaö er alltaf hlegiö, þegar ég sagöi þaö. Og ég skildi ekki hvers vegna. Aö hverj- um fjandanum hló fólkið? Svo fór ég aö segja þessi orö i svolitið öörum tón. Þá var hlegiö heldur minna. Svo sagöi ég þau i allt öörum tón. Þá var ekki hlegiö. Ég komst aö þvi, aö þaö var tónninn og spennan á milli hans og þess sem sagt var áöur, sem leysti hláturinn úr læöingi. Þannig þreifar maöur sig áfram kvöld eftir kvöld. Og skilur sjálfan sig og aðra betur og betur. En það er ljíst, aö leikari þarf einnig aö skapa. Starf mitt fjallar eingöngu um tengsl milli manna. Og þaö er þaö, sem gerir þaö svo dásamlegt. Mannleg tengsl eru þaö eina, sem er áhugavert, finnst mér. Þetta birtist á ýmsan hátt i starfi minu. Annars vegar vinnur maður aö hlutverki. Þar er um aö ræöa aö túika manneskju þannig, aö áhorfendum veröi hún skiljanleg. Svo er sambandiö við mót- leikarana. Hvaö þvi viövikur þarfmaöur einnig aö hegöa sér á ákveðinn hátt til aö þaö gangi. Og svo eru þaö þessi merkilegu tengsl við áhorfendur. Allt byggist þetta á tilfinningum og tengslum. — Það skemmtilegasta, sem komiö hefur fyrir mig, var að fara aö syngja. Nýtt form. Þvi i leikhúsi þekki ég regl- urnar. Að visu getur maöur alltaf komizt lengra, en þaö er ekki spennandi. Hér er alveg nýtt tjáningarform. Og þaö eru milljónir og aftur milljónir af tónverkum aö hlusta á. Hugsaöu þér, það hefur veriö til fólk, sem hefur helgað allt lif sitt aöeins einni smágrein tónlistarinn- ar. Og þar sem ég er alveg ómenntuö i tónlist, get ég leitaö aö minu eigin tján- ingarformi, þvi ég þekki ekki venjurnar. ------------> Lena Nyman og vinur hennar Rune Anderson vfsnasöngvari á blaðamannafundi f Reykjavfk

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.