Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 8
Aldrei gleymist sá veiðitúr þar. Arni I Fljótstungu dró ræfilinn upp ór ánni og upp á bakkann og ég vissi hvar tófan var. Það hagaði vel til, svo að ég gat læðzt framm á gljúfurbarminn og hvað haldið þið ég sjái? Jú rolluhræið var orðið furðu torkennilegt, þvi tófuskott dinglaði sitt á hvað út um stórt gat á siðunni. Ég beið spenntur með byssuna þar til tófan kom út, og þaö varð hennar sfðasta. Þegar við komum að henni, þar sem hún lá i blóöi sinu, þá var hún með lungun úr ánni I kjaftinum, svo hún dó ekki á fastandi maga. Og þegar ég skar hana á kvið, ultu sex yrðlingar út, svo þarna voru sjö stykki og fimm tófur, vel endaður veiðitúr. Við Húsafell. Nú var farið að skyggja all mikiö og flýttum viö okkur að bílnum, Þá heyrðum við mikið fuglagarg, og verður mér litið tillofts. Þar ereinhver hreyfing að sjá, en ekki skotljóst, svo ég hef það eins og Bjarni Búi, að ég skýt á hljóðið, og viti menn, það kemur fugl i ótal hringjum of- an úr háloftunum. Þetta reyndist vera helsingi. Þegar ég reitti hann, þá kom i ljós, að aðeins eitthagl hafði farið upp i kverkina og þaðan i heilann. Svona endaði þessi veiðiðtúr og fór betur en á horfðist um tima, og allt er gott ef endirinn er góður. Þormóðsdal 12/1 1977 Gisli Kristinsson HI^IÐ — Er þetta virkilega nauðsynlegt til þess að fá af sér passamynd? V__________________________________> Frá Fljótstungu. Þar snæddu þeir félagar kvöldmat og sögðu ferðasöguna. 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.