Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 32
Framhaldssagan: Það fer náþefur um mannlífið/ eitrar vorloftið og sumardýrðina. Þessi lykt er úr gröfinni... Esaias Tegnér 13 — Hvers vegna nemur þú staðar? Hann snýr sér að henni í bílsætinu eldsnöggt. — Hann er bezínlaus. Ætlunin var að benzinið nægði til Rámen, en ekki til að f lakka tímum saman eftir þessum skógarslóðum... á svona fáránlegan hátt. — Nú, já. Snöggt, skakkt bros hans er næstum ánægjulegt. Okkur líður þó vel hér. Það versta er, að hann virðist meina þetta. Hún er allan tímann búin að vera hrædd, svo hrædd, að á krappri beygju einhvers staðar hátt uppi yfir Flá- vatni, íhugaði hún að láta bílinn dúndra beint út í tómið með þau bæði um borð, hrædd við þrjózku- f ulla þögn hans, og geðveikislegar áætlanir. Hún er búin að reyna að kasta sér út úr bilnum og finnur enn til sársauka í úlnliðunum eftir óeðlilega föst handtök hans — Öeðlilega... Hún er alltaf að verða öruggari um, að það sé lausnarorðið, hvað f ramkomu hans snertir og dutt- lunga hans, sem svo erfitt er að skilja. Svo undarlegur, að hann er sennilega ekki alveg með öllum mjalla, hafði ekki Ingalill sagteitthvað á þessa leið? En stoðar nokkuð að velta fyrir sér hug- myndum, sem verða til og afbakast í heila hans? Hún sér aðeins með nokkurri vanþóknun, að honum finnst þeim líða vel, þótt þau séu í miðri auðninni bensínlaus, umkringd grenitrjám og haglskúr dynjandi á rúðunum. Skap hans, sem breytist með veðrinu, er orðið betra, honum hefur aftur losnað um málbeinið, og ef aðstæðurnar væru ekki svona fáránlegar, væri léttur, íhugandi hugblær hans blátt áfram skemmtilegur. — Veiztu hvar við erum? — N..nei. — Á þeim sígildasta af öllum skógarvegum í Svi- þjóð, spölkorn frá gömlu stálverksmiðjunni hans Liljendals. Hér gekk Tegner 22 ára gamall septem- berdag einn í fylgd með Erik Gustaf Geijer og neit- aði að fást við myrkar skilgreiningar á heimspeki Schellings. Hann hallar Ijósu höfðinu aftur og fer íhugandi með tilvitnun. — „Við hverja tilraun til að komast að niðurstöðu vék hann af vegi til að stinga upp í sig lúku af berj- um eða til að horfa á eftir fugli eða íkorna." Heyr- irðu ekki hvað Geijer er gramur? En svo er lika minnið sem hann flutti Tégner. Ég skil ekki fólk, sem reynir að neita því, að Geijer hafi verið skáld. Hann var það a.m.k. þegar hann flutti minnið um ættingja sinn og vin og keppinaut Esaias Tégner. „Hann vék frá og undan, og kom alltaf aftur. Við vissum jafnlítið um hugsanagang hans og leið sólargeislans gegnum laufið. Því allt sem hann 32

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.