Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 18
Eg er að verða sjálfstæð persóna um haldi, að maður ráði ekki við þau. Það þurfa að vera hlutverk, sem eru svo ill- skiljanleg, að maður haldi, að maður geti aldrei lifað sig inn i þau. Og að maður viti ekki hvað á að gera til aö þau verði öðrum skiljanleg. Þau þurfa að vera þannig, að maður glimi við þau vikum saman. Siðan tekst manni, og það er hamingja. Já, ég er reyndar oft hamingjusöm. Ég h .-ffundið minn stil. Mér finnst lifiö verða skemmtilegra og skemmtilegra. Alltaf Suðugt opnast meira og meira sem maður getur kastað sér út i. Það er tónlist. Bækur. Allt. Ég vildi ferðast mik- iö. Hitta fólk, sem fæst við annað en ég. Ég vildi óska öllum, að þeir fyndu til eins og ég. En hins vegar get ég auðveld- lega talað svona, ég hef starf, sem ég elska, og hef góðar tekur. Margir vinna ömurlega vinnu fyrir lág laun, og lif þeirra er ekkert nema strit og aftur strit. Það er ekki hægt að segja við þá: Reyndu að finna þinn lifsstil. Svo eru lika margir, sem aldrei hafa komið auga á hvað lífið getur verið, sem hafa alizt upp I umhverfi þar sem allt byggðist á venjum. Þeir eiga engin orð, enga leið til að kynnast þvi, sem er dá- samlegt. Þeir hafa aldrei átt þess kost að hugsa á annan hátt en þennan vanabundna. Þeim finnst ekki sérlega margt hægt að taka sér fyrir hendur i lif- inu. Bió, keiluspil, bill og ef til vill einbýlishús. Þaö er skelfilegt, þvi þetta er svo dautt. Þaö er jú svo fjári margt að gera. Þaö er svo margt, að llfiö nægir varla til þess alls. Lena Nyman Ég mun alltaf halda áfram að vera leik- kona. Það er starf mitt. En ég er komin svo langt á þvi sviði nú, að ég þarf aö fá mjög erfið verkefni til þess að þau séu skemmtileg. Þau þurfa að krefjast einhvers, vera svo erfið, að maður næst-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.