Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 25
Erica Jong Bókin sem við kynnum í dag er Isadora (Fear of Flying) eftir bandarísku skáldkonuna og rithöf- undinn Ericu Jong, sem út kom á frummálinu 1973. Síðan hefur bók- in vakið mikla athygli víða um heim og aflað höfundi sínum frægðar. Áður orti Erica Jong Ijóð, en þau vöktu ekki nálægt því eins mikla athygli eins og þessi skáldsaga hennar, sem ef laust er að töluverðu leyti byggð á eigin lífsreynslu. Sjálf hefur Erica Jong sagt, að með bók sinni hafi kona í fyrsta sinni skýrt hreinskilnislega og óþvegið frá öllu, sem fram fer innra með henni — og konur sem höfðu haldið að aðeins þær væru svona, þekktu sjálf- ar sig og vissu innra með sér, að það sem hún skrif- aði var satt. ,,Bókin mun sennilega hafa geysileg áhrif á samtima okkar," sagði Erica Jong. Eftirað Isadora kom út hefur Erica Jong unnið að annarri bók, sem hún nefndi Hvernig á að fara HRÆDD * AÐ FLJÚGA að því að bjarga sínu eigin lífi? meðan á samn- ingu stóð. (Okkur er ókunnugt um hvort bókin er komin út). Sú bók f jall- ar um unga Ijóshærða skáldkonu og rithöfund, sem skyndilega er orðin fræg og athygli umheimsins beinist að henni. Hljómar þetta kunnuglega? Bókin verður í svipuðum dúr og Isadora, að sögn Ericu, skáldsaga, á köflum hálf- vegis sjálfsævisöguleg. Isadora Wing söguhetja bókarinnar, sem hér er birtur úr annar kaflinn, segir frá ævintýrum sin- um og skakkaföllum með þeirri hreinskilni, sem um aldir hefur aðeins leyfzt karlmönnum. Hún er f lughrædd bæði i eigin- legri og óeiginlegri merk- ingu. í fyrsta kafla segir þó frá því, að hún fer flugleiðis frá Bandaríkj- unum áleiðis til Vínar- borgar ásamt 117 sálgreinendum þar á meðal eiginmanni sínum, sem eru að fara á ráð- stefnu í heimaborg Sig- mundar Freud. Isadora kveðst hafa verið i með- ferð hjá am.k. sex af sálgreinendunum og síðasti geðlæknir hennar er dr. Kolner, sem einnig er með í förinni. Dag- draumar og endurminn- ingar setja mjög svip sinn á bókina. Þar segir frá fjölskyldu Isadoru, list- hneigðri móður, sem dáir börn sín en hefur jafn- framt andúð á þeim, föður með slagorð á hrað- bergi og nóga peninga, þrem systrum sem flúið hafa fjölskylduna og gifztsvertingja, Araba og ísraelsmanni, og eru að basla við að ala upp mislit börn allt frá Boston til Beirut. Þótt ísadora óttist f lug, þá neyðir hún sig til að halda förinni áfram, stofna hjónabandi sínu í hættu og eltast við sina tegund frelsis, þótt erfið- lega gangi að finna hið fullkomna frelsi. isadora var gefin út i íslenzkri þýðingu öla Hermanns hjá Ægisút- gáfunni nú fyrir jólin. 25

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.