Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 4
Aldrei gleymist sá v Ég var staddur uppi á HUsafelli miö- vikudaginn, 28. april 1965, þá var ég búinn aö vera á tófuveiöum, bæöi frá Kalmans- tungu og Húsafelli nokkuö lengi þann vetur og var búinn aö fá tiu tófur. Þaö er skemmtilegasti veiöiskapur, sem -ég get hugsaö mér, vetrartófuveiöi. Þá fór maö- ur þangaö, sem helzt var von á tófum snemma á morgnana. Ogþá lagöist ég viö stein uppi á hæö, sem sást viöa. Svo fór ég aö gagga og þá brást varla aö kæmi tófa, ef þærheyröu til min, þá var nú spennandi aðsjáhvarþærkomuá haröa hlaupum og i dauöafæri. Bezt var aö fást viö þær um fengitlmannl marz. Þetta var nú útúrdúr. Eins og fyrr sagöi var ég staddur á Húsafelli og haföi hug á aö fara einn túr inn á Arnarvatnsheiöi, áöur en ég færi heim og hætti að eiga viö tæfurnar. Þá var staddur á Húsafelli Snorri Jóhannesson, sextán ára, og var hann hagvanur þar uppfrá. Hann var ákafur i aö fara meö mér inn á heiði, og varö þaö úr, aö hann fór með mér, og geröum viö ráö fyrir aö gista eina nótt á heiöinni inni I Álftakrók, þar er gangnakofi. NU lögöum viö upp snemma dags frá Húsafelli. Ég var á gömlum willysjeppa. Nú keyröuum viö sem leiö lá gegnum Húsafellsskóg og framhjá Kalmanstungu, yfir aö Fljótstungu og upp meö Litlafljóti eins langt og hægt var aö keyra, og þar skildum viö jeppann eftir og tókum okkar hafurtask. Þaö voru tveir rifflar og ein þriggjaskotabyssa, svo aö ekki vorum viö illa vopnaöir. Þóttumst viö nú færir I flestan sjó. Nú fórum við sem leiö lá inn heiöi, en ekki urðum við varir viö neina tófu þann daginn, og mátti heita, aö sá dagur liði tiðindalaust. Þaö var suövestan andvari, hlýtt I veöri, og mátti segja, aö allur snjór væri farinn af heiöinni, aöeins smá skafl- ar I lautum. Isinn á vötnunum var oröinn svo tæröur, aö hann dattallur i smá krist- alla, ef stigiö var á hann. svo aö þaö var vonlaust aö ætla aö stytta sér leiö meö aö ganga vötnin á Is. Dagur var aö kvöldi kominn, þegar viö nálguöumst Álftakrók. Ógleymanlega var fagurt þetta kvöld, þegar viö Snorri komum að kofanum við Álftakrók. Ég man þaö eins og þaö heföi gerzt I gær, þótt nú séu ellefu ár slöan. Eiriksjökull og Strúturinn I suðri, á himin og fjöll sló þessum sérstaka roöa um sólarlag. Og aldrei tekur maöur eins vel eftir þessum kvöldtöfrum eins og þegar maöur er staddur i öræfakyrröinni. Ekk- ert rauf kyrröina nema niöurinn I Norö- lingafljótiog kvak i tveimur svönum, sem sátu á tjörn, og svo flugu ööru hverju heiöagæsir I oddaflugi og sendu okkur tóninn. Hálf var nú kuldaleg aökoman I Alfta- krók. Þar voru svefnpokar hangandi en engar dýnur til þess aö liggja á. Svo viö Snorri tókum þaö ráö, aö sækja okkur mosa Ut i móa, og ekki hættum viö að rlfa upp mosa og bera inn I kofa fyrr en kominn var ágætis mosabeður og settum viö þar á svefnpokana. Svo varö þetta anzi vistlegt, þegar viö vorum búnir aö hita upp. Það er kósangas geymt þarna. Þegar viö komum inn I kofann, varheldur matarlegt þar, þvi aö rjúpnakippa hékk þar á bak viö innri huröina á kofanum, hún var venjulega höfö opin. 1 nóvember höföum viö fariö þrlr samanfrá Kalmanstungu á rjúpnaveiöar, þeir Kalrnan- og Gunnar veiöikóngur, er svo er nefndur, vegna þess aö hann veiöir svo mikinn lax og fleira, og svo ég. Við fengum þó nokkuö af rjúpum og ég þó nokkuö meira en hinir. Viö gistum svo um nóttina I Alftakróki. Viö hengdum rjúpurnar þar upp yfir nóttina. Er viö komum heim, fórum viö aö telja, og þá taldist vanta 14 stykki. Þá sögöu þeir, aö ég heföi sjálfsagt ekki fengiö svona marg- ar r júpur eins og ég sagöi, en ég var nú ekki á þvi. En ekki þýddi aö deila við þá tvo. En nú kom þaö fram, aö ég hafði líka taliö rétt. Þvi nú þegar viö Snorri komum inn I kofann i Alftakróki, þá var þaö þaö fyrsta, sem viö sáum, þaö voru þessar fjórtán rjúpur. Þær voru búnar aö hanga Marga tófuna hefurGísli lagt að velli,en oft er sárt að drepa þessi dýr, stundum með yrðlinga í móðurkviði. En tófur voru orðnir slíkir skaðvaldar í Borgarfirði þegar Gísli kom að Húsafelli að ekki dugði að vera með vorkunnsemi, enda hlífir enginn henni sem hefur séð illa bitnar kindur eftir tófu.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.