Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 16
I _ r Lena Nyman: Astin Lena Nyman I Reykjavlk. Framhald úr síðasta blaði Þaö er mjög slæmt aö þetta skuli vera svona. Manni er innprentaö frá þvi fyrsta, aö útlit og stúlkur sé samtengt. Og nú var þetta i brennidepli. Þaö var gott fyrir mig aö þetta kom fyrir. Þvl aö ég fékk svo mikinn skell, aö ég neyddist til aö hugsa máliö og komast aö raunverulegri niöur- stööu um hvaö mér sjálfri fannst. Þaö var erfitt, og ég mæli ekki meö þeirri reynslu fyrir aöra. En árangurinn fyrir mig varö aukinn þroski. Þvi þegar ég loks fór aö láta mér á sama standa um þetta allt saman, hvilik- ur léttir! Þegar ég fór aö skilja: Ég er ég sjálf. Ég er ekki útlitiö. Þegar ég fór aö gera minar eigin kröfur: annaö hvort tek- uröu mér eins og ég er — eöa þú gerir þaö ekki, og þá geturöu fariö. Þá loksins skyldi ég hvaö viö stúlkur erum i mikilli spennu. 1 raun og veru er þaö vitlaust. Þvi ef fólk elskast, þá er þaö ekki útlitiö sem skiptir máli. Og viö erum jú aö sækjast eftir ást? An annars getum viö veriö. Hvaöa ánægju veitti þaö mér,_þótt Jíllir karlmenn i heiminum væru hrifnir af mér? Ég kæri mig ekki um þá aödáun sem þær stúlkur fá sem standast fegurðarkröfurnar. Ég kæri mig ekki um 16 aö lita út eins og stúlkurnar á siðum viku- blaöanna. Ég álit ekki aö fegurð út af fyrir sig afli virðingar. Ég er 32 ára núna. Þaö er gott. Þvi það er vist lika aldurinn sem gerir það að ég er hætt aö leggja mikiö upp úr þessu. Þegar maöur er 20-25 ára, þá skiptir það ytra svo miklu máli. Siöan fer að sjá á öll- um. Flestir fara þá aö skilja, að þaö sem 'er fallegt viö konu er aö henni liöi vel sjálfri. Þaö skiptir engu máli hvernig hún litur út. Ef hún er ásátt viö sjálfa sig, þá er hún falleg, og þá fellur fólki viö hana. Mér finnst, ab þegar ég var ung hafi næstum allt miöast viö að falla að mynztri, kröfum og venjum, sem aörii höföu gert. Nú er ég farin aö gera það sem ég sjálf vil. Ég geri ekki hlutina til þess aö aðrir viðurkenni mig, til þess aö þóknast og vera elskuð. Ég er einfaldlega að byrja aö veröa sjálfstæö manneskja. Þaö er góö tilfinning. Ég er t.d. komin af þeim aldri þegar stúlkur veröa að giftast og eignast börn, af þvi aö svo á þaö að vera. Nú er ég þess i staö farin að hugsa sjálfstætt — hvernig vil ég lifa? Ég hef komizt aö þeirri niðurstöðu, aö þaö er ástinni fyrir beztu aö hún fái að vera frjáls. Þvi fleiri formsatriöi, þvi minni likur eru á að hún lifi. Þegar ég var ung, var ég svo yfir mig spennt strax og ég fór aö elska einhvern. Þaö varö aö veröa eitthvað úr þvi, viö þurftum alltaf aö vera aö hittast, viö urðum aö láta veröa eitthvað úr þvi. Okk- ur lá svo á. Nú lætur maður málin þróast. Og heldur áfram að eiga sitt eigið lif þótt maður hafi hitt nýjan mann. En þaö er augljóst, aö skilyröi fyrir þessu er aö maöur sé ekki hræddur. Að maöur þori að vera einn. Þegar ég var ung var ég hrædd viö aö vera ein. Sá ótti stjórnar mörgu fólki. Og hann hefur verið magnaöur upp i samfélagi okkar EINMANALEIKI með stórum upphafs- stöfum. Hann hefur hrjáö mig og þá fer maöur oft út i nýtt ástasamband án þess aö maöur vilji þaö i raun og veru. Siöast þegar ég las viötal viö Lenu Nyman, var hún trúlofuð. Þaö er hún ekki nú. — Viö áttum ekki saman. Ég er farin að efast um aö konur og karlar eigi yfirleitt aö búa saman. Það er hægt aö sofa saman án þess. En þaö er nauösynlegt aö finna samlif, sem hæfir manni. Ég hef einnig veriö skammt á veg komin hvaö þetta snertir, ekki skilið hvaö ást er I raun og veru. Þvi þegar maöur segir oröiö AST, er þaö bara orö, þaö er ekkert hold á beininu. Slöan veröur maöur aö reyna sjálfur aö skilja hvaö ást er. Það sem mér varð fyrst ljóst, var aö rómantiskar hugmyndir um ástina eru ósannar. Það eru mikil vonbrigöi aö uppgötva þaö. Og þegar maður veit þaö.... hvað er ást þá? Ég held aö þaö sé mjög undir þvi komiö, hvaö maður ætlar sér i lifinu. Ég verö að hafa einhverja hugmynd um þaö. Og hann veröur einnig aö hafa hugmynd um þaö. Astin er, að tvær manneskjur reyna aö lifa saman. Það sem ég vildi óska öllum, er aö finna sitt eigiö innihald I lifinu. Finna sinn stil. Ég held ég sé farin aö finna það og ekkert er mér mikilvægara en aö ég get lifab frjálsara nú en áöur. Ég hef engar reglur. Þvi fylgir mikil frelsistilfinning. Freisi til aö breyta sér velja nýjar leiðir. En skilyröið fyrir þessu er sem sagt, aö maður sé ekki hæddur. Aö margt skipti ekki eins skelfilega miklu máli og áöur. Aður var allt upp á lif og dauöa hjá mér. Nú er mér fariö aö finnast ég örugg. Þaö er fjári eðlileg þróun. Maöur getur ekki verið maður sjálfur, þegar maöur er ungur, þvi maöur hefur enga reynslu. Maöur hefur ekkert .til samanburöar, þaö er augljóst að manni hlýtur oft að mistak- ast. Og þaö er tilgangslaust aöeldra fólk reyni að skýra fyrir manni hvernig lifsins gangur er, þvi það skilurmaöur ekki. Nú skil ég margt sem fólk reyndi aö segja mér, þegar ég var yngri. Þvi nú hef ég svolitla reynslu.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.